Boðið er upp á máltíðir frá Kentucky Fried Chicken (KFC) yfir jólahátíðina hjá flugfélaginu Japan Airlines. VB greinir frá þessu.
Í Japan er hefð fyrir því að borða mat frá skyndibitastaðnum yfir jólin, en ástæðan er sú að í kringum 1970 fór KFC að markaðssetja vörur sínar sem ómissandi þátt í jólahaldi í Japan. Svo virðist markaðsáætlunin hafi tekist fullkomlega en KFC selur fimm til tíu sinnum meira af kjúklingi í Japan en í öðrum mánuðum ársins.
Japan Airlines býður nú upp á skyndibitann annað árið í röð en í boði eru beinlausir kjúklingabitar sem kallast Chicken bite, brauðbolla með hunangsgljáa, hrásalat og súkkulaðikaka.
Japanir sólgnir í KFC yfir jólahátíðarnar
