Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið nokkuð eftir samkomulag stórríkjanna sex við Íranstjórn um kjarnorkuáætlun hennar.
Íranar hafa yfir fjórðu stærstu olíulind í heiminum að ráða en samkomulagið mun hafa áhrif á útflutning Írana af.
Samkvæmt samkomulaginu mun Íran ekki geta aukið við útflutning af olíu næstu sex mánuði en Íranar verða að takmarka kjarnorkuáætlun sína á þeim tíma.
Verð á Brent-olíu lækkaði um 2,9 Bandríkjadali í nótt og fór tunnan niður í 108,16 Bandaríkjadali. Slík lækkun hefur aldrei áður sést á einum sólahring.
Nikkei-vísitalan hefur hækkað um 1,5%. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 0,29% frá því morgun.
