LeBron og Serena eru Íþróttafólk ársins hjá AP Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. desember 2013 22:45 LeBron James og Serena Williams. Mynd/NordicPhotos/Getty Körfuboltamaðurinn LeBron James og tenniskonan Serena Williams voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins af AP-fréttstofunni. Bæði voru þau afar sigursæl á árinu og að mörgum talin vera þau bestu í heimi í sinni grein. Serena Williams vann 78 af 82 leikjum sínum (95 prósent) og alls ellefu mót á árinu. Hún vann tvö risamót, opna franska og opna bandaríska, og hefur þar með unnið 17 risamót á ferli sínum. Í febrúarmánuði varð hin 32 ára gamla Serena elsta konan til að sitja í efsta sæti heimslistans en hún hélt því sæti út árið. Þetta er þriðja sinn sem AP-fréttstofan velur hana íþróttakonu ársins en hún hlaut þessa útnefningu einni 2002 og 2009. Serena Williams fékk 55 af 96 atkvæðum en í öðru sæti varð körfuboltakonan Brittney Griner (14 atkvæði) sem tróð grimmt á sínu fyrsta ári í WNBA-deildinni. Sundkonan Missy Franklin varð síðan í þriðja sæti með tíu atkvæði. LeBron James varð NBA-meistari annað árið í röð með Miami Heat en hann var bæði kosin besti leikmaður deildarinnar og besti leikmaður lokaúrslitanna. James hefur spilað 98 leiki með Miami á árinu og liðið hefur unnið 78 þeirra. LeBron James fékk 31 af 96 atkvæðum í boði en í öðru sæti varð NFL-leikmaðurinn Peyton Manning með 20 atkvæði. Í þriðja sætinu varð síðan NASCAR-ökumaðurinn Jimmie Johnson. Það hafa aðeins tveir aðrir körfuboltamenn hlotið þessa útnefningu hjá AP-fréttstofunni en það eru ekki minni menn en þeir Michael Jordan og Larry Bird. NBA Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Körfuboltamaðurinn LeBron James og tenniskonan Serena Williams voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins af AP-fréttstofunni. Bæði voru þau afar sigursæl á árinu og að mörgum talin vera þau bestu í heimi í sinni grein. Serena Williams vann 78 af 82 leikjum sínum (95 prósent) og alls ellefu mót á árinu. Hún vann tvö risamót, opna franska og opna bandaríska, og hefur þar með unnið 17 risamót á ferli sínum. Í febrúarmánuði varð hin 32 ára gamla Serena elsta konan til að sitja í efsta sæti heimslistans en hún hélt því sæti út árið. Þetta er þriðja sinn sem AP-fréttstofan velur hana íþróttakonu ársins en hún hlaut þessa útnefningu einni 2002 og 2009. Serena Williams fékk 55 af 96 atkvæðum en í öðru sæti varð körfuboltakonan Brittney Griner (14 atkvæði) sem tróð grimmt á sínu fyrsta ári í WNBA-deildinni. Sundkonan Missy Franklin varð síðan í þriðja sæti með tíu atkvæði. LeBron James varð NBA-meistari annað árið í röð með Miami Heat en hann var bæði kosin besti leikmaður deildarinnar og besti leikmaður lokaúrslitanna. James hefur spilað 98 leiki með Miami á árinu og liðið hefur unnið 78 þeirra. LeBron James fékk 31 af 96 atkvæðum í boði en í öðru sæti varð NFL-leikmaðurinn Peyton Manning með 20 atkvæði. Í þriðja sætinu varð síðan NASCAR-ökumaðurinn Jimmie Johnson. Það hafa aðeins tveir aðrir körfuboltamenn hlotið þessa útnefningu hjá AP-fréttstofunni en það eru ekki minni menn en þeir Michael Jordan og Larry Bird.
NBA Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira