Líkamsræktarstöð með sérstöðu 11. janúar 2013 13:00 Bjargey Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri íþróttasviðs Nordica Spa. Miklar breytingar hafa átt sér stað í Nordica Spa og Gym á síðastliðnu ári. Nýr hóptímasalur var tekinn í notkun, upphitunartæki voru endurnýjuð og stöðin almennt tekin í gegn. "Við erum langt frá því að vera hætt og erum glöð að geta sagt frá því að um næstu mánaðamót munum við endurnýja tækin í tækjasalnum. Þá verða tekin í notkun glæsileg ný CYBEX-tæki, líklega þau bestu sem eru á boðstólum hér á landi,“ segir Bjargey Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri íþróttasviðs Nordica Spa. Hún segir stöðina hafa ákveðna sérstöðu á líkamsræktarmarkaðnum. "Við kappkostum að bjóða fyrsta flokks þjónustu í rólegu og þægilegu umhverfi, en öll hönnun á staðnum styður þetta rólega umhverfi.“ Bjargey segir það koma fólki á óvart hversu lítill verðmunur er á þjónustu Nordica Spa og annarra. "Fólk er í raun að spara þegar allt er tekið saman.“ Auk hefðbundinnar líkamsræktar í tækjasal hafa hóptímarnir verið stórbættir. "Við veitum persónulega þjónustu og þjónustustigið er mjög hátt. Við erum til að mynda með aðstoð í tækjasal á öllum tímum auk þess sem við erum með fyrsta flokks heilsulind með miklu úrvali nudd- og snyrtimeðferða á staðnum.“ Bjargey segir skemmtileg og ögrandi námskeið í boði nú í janúar og nefnir GRIT-námskeið sem er afar ögrandi. Þar er unnið stanslaust í þrjátíu mínútur og er brennslan eftir því. "Þá bjóðum við námskeiðið Jóga og orkustöðvarnar (chakras). Orkustöðvarnar eru tenging okkar við mismunandi orkuvíddir. Þegar orkustöðvarnar eru hæfilega mikið opnar þá líður okkur vel og við erum við góða heilsu. Þegar þær eru lokaðar með einhverjum hætti þá geta komið fram margs konar sjúkdómseinkenni eða vanlíðan. Á námskeiðinu er kennt hvernig hver og einn getur unnið með sínar orkustöðvar. Af öðrum námskeiðum má svo nefna Velkomin í núið og Shape en nánari upplýsingar er að finna á www.nordicaspa.is.“ Heilsa Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað í Nordica Spa og Gym á síðastliðnu ári. Nýr hóptímasalur var tekinn í notkun, upphitunartæki voru endurnýjuð og stöðin almennt tekin í gegn. "Við erum langt frá því að vera hætt og erum glöð að geta sagt frá því að um næstu mánaðamót munum við endurnýja tækin í tækjasalnum. Þá verða tekin í notkun glæsileg ný CYBEX-tæki, líklega þau bestu sem eru á boðstólum hér á landi,“ segir Bjargey Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri íþróttasviðs Nordica Spa. Hún segir stöðina hafa ákveðna sérstöðu á líkamsræktarmarkaðnum. "Við kappkostum að bjóða fyrsta flokks þjónustu í rólegu og þægilegu umhverfi, en öll hönnun á staðnum styður þetta rólega umhverfi.“ Bjargey segir það koma fólki á óvart hversu lítill verðmunur er á þjónustu Nordica Spa og annarra. "Fólk er í raun að spara þegar allt er tekið saman.“ Auk hefðbundinnar líkamsræktar í tækjasal hafa hóptímarnir verið stórbættir. "Við veitum persónulega þjónustu og þjónustustigið er mjög hátt. Við erum til að mynda með aðstoð í tækjasal á öllum tímum auk þess sem við erum með fyrsta flokks heilsulind með miklu úrvali nudd- og snyrtimeðferða á staðnum.“ Bjargey segir skemmtileg og ögrandi námskeið í boði nú í janúar og nefnir GRIT-námskeið sem er afar ögrandi. Þar er unnið stanslaust í þrjátíu mínútur og er brennslan eftir því. "Þá bjóðum við námskeiðið Jóga og orkustöðvarnar (chakras). Orkustöðvarnar eru tenging okkar við mismunandi orkuvíddir. Þegar orkustöðvarnar eru hæfilega mikið opnar þá líður okkur vel og við erum við góða heilsu. Þegar þær eru lokaðar með einhverjum hætti þá geta komið fram margs konar sjúkdómseinkenni eða vanlíðan. Á námskeiðinu er kennt hvernig hver og einn getur unnið með sínar orkustöðvar. Af öðrum námskeiðum má svo nefna Velkomin í núið og Shape en nánari upplýsingar er að finna á www.nordicaspa.is.“
Heilsa Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira