Skapandi stofnanir Katrín Júlíusdóttir skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómissandi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækniþróunarsjóð, grænar fjárfestingar, vistvæn innkaup og verkefnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hugvits og samstarfs við viðskiptavini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar.90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæðum með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðumanna telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri.Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verkefni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verðlaunum er að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu síðastliðin ár. Mörg íslensk verkefni sem þróuð voru hér á landi í samstarfi við viðskiptavini, einkaaðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið SignWiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjónustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir eða önnur starfsemi. Mikilvægt er að þjónustan standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitarfélög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómissandi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækniþróunarsjóð, grænar fjárfestingar, vistvæn innkaup og verkefnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hugvits og samstarfs við viðskiptavini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar.90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæðum með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðumanna telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri.Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verkefni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verðlaunum er að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu síðastliðin ár. Mörg íslensk verkefni sem þróuð voru hér á landi í samstarfi við viðskiptavini, einkaaðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið SignWiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjónustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir eða önnur starfsemi. Mikilvægt er að þjónustan standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitarfélög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun