Máltíðir Miðjarðarhafsins Teitur Guðmundsson skrifar 5. mars 2013 06:00 Fyrir rúmri viku var birt grein í New England Journal of Medicine þar sem farið var yfir rannsókn sem gerð var með rúmlega 7.000 einstaklingum á Spáni þar sem skoðað var hvaða áhrif tiltekið mataræði hefði á hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er ein fárra slíkra sem gerð hafa verið, en hún er sambærileg að upplagi og þegar gerðar eru stærri rannsóknir með tilliti til virkni lyfja sem kallast RCT (Randomized Controlled Trial) og eru undirstöður svokallaðrar sannreyndrar læknisfræði. Þarna var verið að bera saman þrjá hópa einstaklinga um nokkurra ára skeið sem fylgdu leiðbeiningum um mataræði sem nefnt er eftir Miðjarðarhafinu með ákveðnum áherslum á aukna neyslu ólífuolíu hjá einum þeirra, hnetuneyslu hjá öðrum og í þeim þriðja var almennt verið að leiðbeina um lækkun á fituneyslu auk fræðslu til allra. Hóparnir voru samsettir úr einstaklingum á bilinu 55-80 ára sem höfðu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en voru ekki með sjúkdómsgreiningu. Það sem kemur í ljós er að þeir sem héldu sig við ofangreint mataræði og máltíðir Miðjarðarhafsins sýndu fram á marktæka lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, eða allt að 30%, sem er svipað og við sjáum hjá þeim sjúklingum sem nota blóðfitulækkandi lyf í forvarnarskyni.Samanburð vantar Okkur hefur reyndar lengi grunað að þessi samsetning á mataræði hefði jákvæð áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma og eru eldri rannsóknir til sem ber að sama brunni. Það eru hins vegar engar rannsóknir til sem sýna muninn á milli breytingar á mataræði og fylgni við slíkt samanborið við lyf og/eða lyfleysu. Þegar maður rýnir í rannsóknir verður því ljóst að okkur er ekki alveg að takast að bera saman þá hluti sem við helst vildum þegar kemur að því að gefa ráðleggingar og leiðbeiningar til almennings. Þá vantar sárlega að bera saman mismunandi tegundir mataræðis, þar sem það er ekki lengur sérstaklega bundið við ákveðin landsvæði heldur geta einstaklingar í hinum vestræna heimi nánast valið sér hvaða línu þeir aðhyllast hverju sinni, sem er gott. En hvort við eigum að drekka rauðvín og dreypa á ólífuolíu með hnetum, ávöxtum og grænmeti líkt og við Miðjarðarhafið eða borða hráan fisk og sjávargróður eins og þang og þörunga líkt og í fjarlægri Asíu er óljóst. Stanslaus áróður um það hvað er hollt og óhollt getur hins vegar ruglað mann talsvert í ríminu. Fagaðilarnir eru jafnvel orðnir óöruggir um það hvað þeir eigi að segja skjólstæðingum sínum og taka lítinn sem engan þátt í umræðunni sem er stýrt af hagsmunapoti aðila sem hafa oftsinnis litla sem enga þekkingu á starfsemi líkamans eða samsetningu matar og næringar.Gríðarlegir hagsmunir Þá verður að telja það einnig til að hagsmunirnir eru gríðarlegir þegar horft er til lýðheilsu. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengastir sjúkdóma og leggja flesta að velli í hinum vestræna heimi og víðar. Því verðum við að finna ráð til að sporna við þeirri þróun sem orðið hefur. Á sama tíma eru hagsmunir lyfjaiðnaðarins geysimiklir, þar sem stærstu tekjupóstar hans liggja einmitt í framleiðslu á lyfjum til meðhöndlunar og forvarna gegn þessum sömu sjúkdómum. Það væri því ekki hjálplegt fyrir þann iðnað ef hægt væri að sýna fram á betri árangur með því að fara út í búð og kaupa ákveðnar matartegundir heldur en að taka töflur. Líklega munu slíkar rannsóknir ekki eiga sér stað í náinni framtíð en það verður áhugavert að skoða þær þegar fram líða stundir. Þangað til munu læknar áfram stunda sannreynda læknisfræði eins og hún er kölluð (evidence based medicine) og ef við eigum að trúa þessari rannsókn getum við augljóslega gefið leiðbeiningar um máltíðir Miðjarðarhafsins eins og Pollo Sofrito með glasi af góðu Brunello di Montalcino og espresso með vænu stykki af 70% súkkulaði í eftirrétt. Góðar stundir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Fyrir rúmri viku var birt grein í New England Journal of Medicine þar sem farið var yfir rannsókn sem gerð var með rúmlega 7.000 einstaklingum á Spáni þar sem skoðað var hvaða áhrif tiltekið mataræði hefði á hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er ein fárra slíkra sem gerð hafa verið, en hún er sambærileg að upplagi og þegar gerðar eru stærri rannsóknir með tilliti til virkni lyfja sem kallast RCT (Randomized Controlled Trial) og eru undirstöður svokallaðrar sannreyndrar læknisfræði. Þarna var verið að bera saman þrjá hópa einstaklinga um nokkurra ára skeið sem fylgdu leiðbeiningum um mataræði sem nefnt er eftir Miðjarðarhafinu með ákveðnum áherslum á aukna neyslu ólífuolíu hjá einum þeirra, hnetuneyslu hjá öðrum og í þeim þriðja var almennt verið að leiðbeina um lækkun á fituneyslu auk fræðslu til allra. Hóparnir voru samsettir úr einstaklingum á bilinu 55-80 ára sem höfðu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en voru ekki með sjúkdómsgreiningu. Það sem kemur í ljós er að þeir sem héldu sig við ofangreint mataræði og máltíðir Miðjarðarhafsins sýndu fram á marktæka lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, eða allt að 30%, sem er svipað og við sjáum hjá þeim sjúklingum sem nota blóðfitulækkandi lyf í forvarnarskyni.Samanburð vantar Okkur hefur reyndar lengi grunað að þessi samsetning á mataræði hefði jákvæð áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma og eru eldri rannsóknir til sem ber að sama brunni. Það eru hins vegar engar rannsóknir til sem sýna muninn á milli breytingar á mataræði og fylgni við slíkt samanborið við lyf og/eða lyfleysu. Þegar maður rýnir í rannsóknir verður því ljóst að okkur er ekki alveg að takast að bera saman þá hluti sem við helst vildum þegar kemur að því að gefa ráðleggingar og leiðbeiningar til almennings. Þá vantar sárlega að bera saman mismunandi tegundir mataræðis, þar sem það er ekki lengur sérstaklega bundið við ákveðin landsvæði heldur geta einstaklingar í hinum vestræna heimi nánast valið sér hvaða línu þeir aðhyllast hverju sinni, sem er gott. En hvort við eigum að drekka rauðvín og dreypa á ólífuolíu með hnetum, ávöxtum og grænmeti líkt og við Miðjarðarhafið eða borða hráan fisk og sjávargróður eins og þang og þörunga líkt og í fjarlægri Asíu er óljóst. Stanslaus áróður um það hvað er hollt og óhollt getur hins vegar ruglað mann talsvert í ríminu. Fagaðilarnir eru jafnvel orðnir óöruggir um það hvað þeir eigi að segja skjólstæðingum sínum og taka lítinn sem engan þátt í umræðunni sem er stýrt af hagsmunapoti aðila sem hafa oftsinnis litla sem enga þekkingu á starfsemi líkamans eða samsetningu matar og næringar.Gríðarlegir hagsmunir Þá verður að telja það einnig til að hagsmunirnir eru gríðarlegir þegar horft er til lýðheilsu. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengastir sjúkdóma og leggja flesta að velli í hinum vestræna heimi og víðar. Því verðum við að finna ráð til að sporna við þeirri þróun sem orðið hefur. Á sama tíma eru hagsmunir lyfjaiðnaðarins geysimiklir, þar sem stærstu tekjupóstar hans liggja einmitt í framleiðslu á lyfjum til meðhöndlunar og forvarna gegn þessum sömu sjúkdómum. Það væri því ekki hjálplegt fyrir þann iðnað ef hægt væri að sýna fram á betri árangur með því að fara út í búð og kaupa ákveðnar matartegundir heldur en að taka töflur. Líklega munu slíkar rannsóknir ekki eiga sér stað í náinni framtíð en það verður áhugavert að skoða þær þegar fram líða stundir. Þangað til munu læknar áfram stunda sannreynda læknisfræði eins og hún er kölluð (evidence based medicine) og ef við eigum að trúa þessari rannsókn getum við augljóslega gefið leiðbeiningar um máltíðir Miðjarðarhafsins eins og Pollo Sofrito með glasi af góðu Brunello di Montalcino og espresso með vænu stykki af 70% súkkulaði í eftirrétt. Góðar stundir!
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun