Eru siðareglur lífeyrissjóða gluggaskraut? Ólafur Hauksson skrifar 13. mars 2013 06:00 Icelandair Group er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu meirihluta Íslendinga. Ætla mætti að fulltrúar lífeyrissjóða á aðalfundi Icelandair Group hefðu siðareglur þeirra í heiðri við val stjórnarmanna. En slíkar reglur virðast ekki flækjast fyrir, í ljósi þeirrar staðreyndar að fulltrúar lífeyrissjóðanna velja Sigurð Helgason sem stjórnarformann Icelandair Group. Ekki er langt síðan Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, var dæmt í Hæstarétti til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota þegar Sigurður Helgason var þar forstjóri. Þessi brot áttu sér stað á árunum 2003 og 2004, en þá fórnaði Icelandair farþegatekjum upp á 18 milljarða króna til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Sem þáverandi forstjóri bar Sigurður ábyrgð á samkeppnislagabrotum Icelandair. Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa þessi lögbrot og hrikalegt tekjutap sem þeim fylgdu engin áhrif haft á framgang hans í viðskiptalífinu. Þess í stað hefur Sigurði verið lyft á stall stjórnarformanns Icelandair Group.Metnaðarfullar siðareglur Aðaleigendur Icelandair Group, Framtakssjóður með Landsbankann og lífeyrissjóðina innanborðs, ásamt flestöllum lífeyrissjóðum landsins, hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráðurinn í þeim er að sýna samfélagslega ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Með valinu á Sigurði Helgasyni í stjórn Icelandair Group láta lífeyrissjóðirnir og Landsbankinn eins og siðareglurnar séu gluggaskraut en ekki til alvöru notkunar. Sem forstjóri Icelandair vann Sigurður beinlínis gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna, fólksins í landinu. Undir stjórn hans gerði Icelandair atlögu að hagsmunum almennings með misnotkun á markaðsráðandi stöðu félagsins. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi, samkeppni sem tryggði neytendum lægri flugfargjöld en áður höfðu þekkst.Farþegatekjur Icelandair hrundu Árin 2001 og 2002 voru heildarfarþegatekjur Icelandair 85 milljarðar króna, framreiknað til dagsins í dag. Næstu tvö ár, 2003 og 2004, fyrstu ár samkeppninnar frá Iceland Express, lækkuðu heildarfarþegatekjur Icelandair niður í 67 milljarða króna. Samt fækkaði farþegum félagsins ekkert. Undir stjórn Sigurðar Helgasonar fórnaði Icelandair sem sé 18 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýja keppinautinn. Þá, líkt og nú, voru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í félaginu. Sjóðfélagar töpuðu því beint á þessum lögbrotum í gegnum verri afkomu Icelandair. Ekki skyldi gleyma áhrifunum af miskunnarlausu framferði Sigurðar á stofnendur Iceland Express. Vegna þessara lögbrota töpuðu þeir margra ára undirbúningsvinnu, milljarða króna viðskiptahugmynd og lífvænlegu fyrirtæki, þegar þeir neyddust til að láta það af hendi vegna lögbrota Icelandair.Á að kjósa Sigurð áfram? Framferði Icelandair, á ábyrgð Sigurðar Helgasonar, stríddi gegn öllu viðskiptasiðferði. Siðlaus framkoma af því tagi fyrnist ekki. Ef fulltrúar lífeyrissjóðanna og Landsbankans ætla að kjósa hann aftur til setu í stjórn Icelandair Group, þá afhjúpa þeir sig sem hræsnara sem halda að siðareglur séu bara til að sýnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Icelandair Group er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu meirihluta Íslendinga. Ætla mætti að fulltrúar lífeyrissjóða á aðalfundi Icelandair Group hefðu siðareglur þeirra í heiðri við val stjórnarmanna. En slíkar reglur virðast ekki flækjast fyrir, í ljósi þeirrar staðreyndar að fulltrúar lífeyrissjóðanna velja Sigurð Helgason sem stjórnarformann Icelandair Group. Ekki er langt síðan Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, var dæmt í Hæstarétti til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota þegar Sigurður Helgason var þar forstjóri. Þessi brot áttu sér stað á árunum 2003 og 2004, en þá fórnaði Icelandair farþegatekjum upp á 18 milljarða króna til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Sem þáverandi forstjóri bar Sigurður ábyrgð á samkeppnislagabrotum Icelandair. Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa þessi lögbrot og hrikalegt tekjutap sem þeim fylgdu engin áhrif haft á framgang hans í viðskiptalífinu. Þess í stað hefur Sigurði verið lyft á stall stjórnarformanns Icelandair Group.Metnaðarfullar siðareglur Aðaleigendur Icelandair Group, Framtakssjóður með Landsbankann og lífeyrissjóðina innanborðs, ásamt flestöllum lífeyrissjóðum landsins, hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráðurinn í þeim er að sýna samfélagslega ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Með valinu á Sigurði Helgasyni í stjórn Icelandair Group láta lífeyrissjóðirnir og Landsbankinn eins og siðareglurnar séu gluggaskraut en ekki til alvöru notkunar. Sem forstjóri Icelandair vann Sigurður beinlínis gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna, fólksins í landinu. Undir stjórn hans gerði Icelandair atlögu að hagsmunum almennings með misnotkun á markaðsráðandi stöðu félagsins. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi, samkeppni sem tryggði neytendum lægri flugfargjöld en áður höfðu þekkst.Farþegatekjur Icelandair hrundu Árin 2001 og 2002 voru heildarfarþegatekjur Icelandair 85 milljarðar króna, framreiknað til dagsins í dag. Næstu tvö ár, 2003 og 2004, fyrstu ár samkeppninnar frá Iceland Express, lækkuðu heildarfarþegatekjur Icelandair niður í 67 milljarða króna. Samt fækkaði farþegum félagsins ekkert. Undir stjórn Sigurðar Helgasonar fórnaði Icelandair sem sé 18 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýja keppinautinn. Þá, líkt og nú, voru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í félaginu. Sjóðfélagar töpuðu því beint á þessum lögbrotum í gegnum verri afkomu Icelandair. Ekki skyldi gleyma áhrifunum af miskunnarlausu framferði Sigurðar á stofnendur Iceland Express. Vegna þessara lögbrota töpuðu þeir margra ára undirbúningsvinnu, milljarða króna viðskiptahugmynd og lífvænlegu fyrirtæki, þegar þeir neyddust til að láta það af hendi vegna lögbrota Icelandair.Á að kjósa Sigurð áfram? Framferði Icelandair, á ábyrgð Sigurðar Helgasonar, stríddi gegn öllu viðskiptasiðferði. Siðlaus framkoma af því tagi fyrnist ekki. Ef fulltrúar lífeyrissjóðanna og Landsbankans ætla að kjósa hann aftur til setu í stjórn Icelandair Group, þá afhjúpa þeir sig sem hræsnara sem halda að siðareglur séu bara til að sýnast.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar