Lúxemborg hlynnt opnara bankakerfi 9. apríl 2013 13:30 Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, opnaði í gær á aukna upplýsingagjöf um bankainnistæður útlendinga þar í landi. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Lúxemborg hafa opnað á möguleikann á því að auka gagnsæi í fjármálakerfi landsins, og styrkja samvinnu við erlend skattayfirvöld og sjálfvirka upplýsingagjöf um innistæður í bönkum. „Ólíkt því sem áður var, erum við ekki lengur alfarið mótfallin slíkum hugmyndum," sagði Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, í samtali við þýskt dagblað. „Við erum hlynnt auknu samstarfi við erlend skattayfirvöld." Þetta eru talsverð viðbrigði þar sem Lúxemborg hefur hingað til staðið vörð um bankaleynd þrátt fyrir háværan orðróm um að þangað leiti auðmenn og fyrirtæki með fjármuni til að forðast að greiða af þeim skatta. Þessi sinnaskipti eru talin tengjast uppljóstrunum um eigendur fjármuna í skattaskjólum, en auk þess hefur þrýstingur frá öðrum ríkjum aukist, en þar á meðal er Þýskaland sem leggur mikið upp úr því að fá upplýsingar um innistæður þýskra skattgreiðenda. Lúxemborg er ríkasta ESB-ríkið, miðað við höfðatölu, en fjármálakerfið þar er um það bil 22 sinnum stærra en sem nemur árlegri landsframleiðslu. Þar er 141 banki með bækistöðvar, en einungis fimm þeirra eru innlendir. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnvöld í Lúxemborg hafa opnað á möguleikann á því að auka gagnsæi í fjármálakerfi landsins, og styrkja samvinnu við erlend skattayfirvöld og sjálfvirka upplýsingagjöf um innistæður í bönkum. „Ólíkt því sem áður var, erum við ekki lengur alfarið mótfallin slíkum hugmyndum," sagði Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, í samtali við þýskt dagblað. „Við erum hlynnt auknu samstarfi við erlend skattayfirvöld." Þetta eru talsverð viðbrigði þar sem Lúxemborg hefur hingað til staðið vörð um bankaleynd þrátt fyrir háværan orðróm um að þangað leiti auðmenn og fyrirtæki með fjármuni til að forðast að greiða af þeim skatta. Þessi sinnaskipti eru talin tengjast uppljóstrunum um eigendur fjármuna í skattaskjólum, en auk þess hefur þrýstingur frá öðrum ríkjum aukist, en þar á meðal er Þýskaland sem leggur mikið upp úr því að fá upplýsingar um innistæður þýskra skattgreiðenda. Lúxemborg er ríkasta ESB-ríkið, miðað við höfðatölu, en fjármálakerfið þar er um það bil 22 sinnum stærra en sem nemur árlegri landsframleiðslu. Þar er 141 banki með bækistöðvar, en einungis fimm þeirra eru innlendir.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira