Skattlagning á banka fyrir skuldara Össur Skarphéðinsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bjó til tvenns konar tæki sem skapa ríkinu afar sterka stöðu í nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þau fólust í framlengingu gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir að kröfuhafar geti farið með gjaldeyri út úr landinu. Hitt tækið er samþykkt Alþingis um að gjaldeyriseign búanna færi undir höftin. Athyglisvert var að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn treystu sér til að styðja þessi lög í fyrstu atrennu. Ríkisstjórnin ætlaði að nota þetta svigrúm, sem getur a.m.k. orðið frá 100-350 milljörðum, ef 200 milljarða krónueign bankanna er talin með, til að eyða kvikum krónum og lækka skuldir ríkisins um allt að 20%. Miklu skiptir að í kjölfarið yrði þá tiltölulega fljótt hægt að afnema gjaldeyrishöftin – jafnvel innan árs frá lokum samninga. Þar með væri rutt úr vegi helstu hindrun til að Ísland gæti farið beint inn í ERM II þegar aðild að ESB yrði samþykkt. Um leið væri krónan komin í skjól og drægi stórlega úr áhrifum verðtryggingar. Lokun á nauðasamningum gæti hins vegar tekið langan tíma. Í því ljósi gæti verið innistæðulítið að lofa skuldurum skjótri úrlausn. Það gera hins vegar Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn. Ég er hins vegar efins um að það sé hægt gegnum nauðasamninga að skapa nógu mikið svigrúm nógu fljótt til að geta staðið við loforðin sem Framsóknarflokkurinn og Sigmundur hafa gefið. Ég tel líka að aðferð hans kalli fram mikla verðbólgu sem mun éta upp ávinning skuldaranna af þessari einskiptisaðgerð.Skattleggjum bankagróðann Þess vegna vil ég fara aðra leið. Hún felst í tvennu. Annars vegar að skattleggja tímabundið ofsagróða bankanna. Þeir hafa frá upphafi haft hagnað upp á 260 milljarða, og bara á síðasta ári var hann 66 milljarðar. Bankarnir eru ýmist í eigu ríkisins eða kröfuhafa. Ég vil með lögum láta þá borga 15 milljarða árlegan skatt á ofsagróða sinn í fimm ár. Sömuleiðis vil ég að sérstakur skattur upp á 0,1285% af öllum skuldum fjármálafyrirtækja verði líka látinn ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Það gæfi tekjur upp á um 13 milljarða á ári. Næði þetta fram að ganga gæti þessi tvíþætta skattlagning á bankana skapað rými upp á 140 milljarða. Þetta gæti verið til ráðstöfunar til að fjármagna aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem fóru verst út úr hruninu. Í kjölfarið vil ég svo nota svigrúmið sem skapast við nauðasamninga til að greiða niður skuldir ríkisins, lækka þær um 20%, og afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst í kjölfarið. Um þetta hljótum við Sigmundur að geta verið sammála. Þetta nær markmiðum okkar beggja um lausn fyrir illa stadda skuldara frá bóluárunum fyrir hrun, lækkar skuldir ríkisins um 20% og gerir okkur kleift að afnema gjaldeyrishöftin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bjó til tvenns konar tæki sem skapa ríkinu afar sterka stöðu í nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þau fólust í framlengingu gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir að kröfuhafar geti farið með gjaldeyri út úr landinu. Hitt tækið er samþykkt Alþingis um að gjaldeyriseign búanna færi undir höftin. Athyglisvert var að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn treystu sér til að styðja þessi lög í fyrstu atrennu. Ríkisstjórnin ætlaði að nota þetta svigrúm, sem getur a.m.k. orðið frá 100-350 milljörðum, ef 200 milljarða krónueign bankanna er talin með, til að eyða kvikum krónum og lækka skuldir ríkisins um allt að 20%. Miklu skiptir að í kjölfarið yrði þá tiltölulega fljótt hægt að afnema gjaldeyrishöftin – jafnvel innan árs frá lokum samninga. Þar með væri rutt úr vegi helstu hindrun til að Ísland gæti farið beint inn í ERM II þegar aðild að ESB yrði samþykkt. Um leið væri krónan komin í skjól og drægi stórlega úr áhrifum verðtryggingar. Lokun á nauðasamningum gæti hins vegar tekið langan tíma. Í því ljósi gæti verið innistæðulítið að lofa skuldurum skjótri úrlausn. Það gera hins vegar Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn. Ég er hins vegar efins um að það sé hægt gegnum nauðasamninga að skapa nógu mikið svigrúm nógu fljótt til að geta staðið við loforðin sem Framsóknarflokkurinn og Sigmundur hafa gefið. Ég tel líka að aðferð hans kalli fram mikla verðbólgu sem mun éta upp ávinning skuldaranna af þessari einskiptisaðgerð.Skattleggjum bankagróðann Þess vegna vil ég fara aðra leið. Hún felst í tvennu. Annars vegar að skattleggja tímabundið ofsagróða bankanna. Þeir hafa frá upphafi haft hagnað upp á 260 milljarða, og bara á síðasta ári var hann 66 milljarðar. Bankarnir eru ýmist í eigu ríkisins eða kröfuhafa. Ég vil með lögum láta þá borga 15 milljarða árlegan skatt á ofsagróða sinn í fimm ár. Sömuleiðis vil ég að sérstakur skattur upp á 0,1285% af öllum skuldum fjármálafyrirtækja verði líka látinn ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Það gæfi tekjur upp á um 13 milljarða á ári. Næði þetta fram að ganga gæti þessi tvíþætta skattlagning á bankana skapað rými upp á 140 milljarða. Þetta gæti verið til ráðstöfunar til að fjármagna aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem fóru verst út úr hruninu. Í kjölfarið vil ég svo nota svigrúmið sem skapast við nauðasamninga til að greiða niður skuldir ríkisins, lækka þær um 20%, og afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst í kjölfarið. Um þetta hljótum við Sigmundur að geta verið sammála. Þetta nær markmiðum okkar beggja um lausn fyrir illa stadda skuldara frá bóluárunum fyrir hrun, lækkar skuldir ríkisins um 20% og gerir okkur kleift að afnema gjaldeyrishöftin.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun