Fæðuöryggi inn í kjörklefann Svala Georgsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu. Pólítisk rétthugsun, sem felur í sér hugmyndafræði um eftirlit með iðnaði, hefur gjarnan verið lítillækkuð og stimpluð sem „forsjárhyggja“. Kannski er það ástæða þess að framleiðendur hika ekki við að ganga jafn langt og raun ber vitni. Matvælaframleiðsla í Evrópu er orðin að stóriðju og með stóriðjuháttum fylgja ýmis vandkvæði. Því fleiri sem koma að framleiðslunni því minna eftirlit er með afurðinni. Því fleiri framleiðendur því minni ábyrgð. Kalla þurfti inn 50.000 tonn af mögulegu hrossakjöti sem búið var að dreifa á 370 fyrirtæki í mismunandi löndum. En það er margt fleira varhugavert í unnum matvælum, eins og bragð- og útfyllingarefni. Til dæmis sterkjusíróp eða „high fructose corn syrup“ sem er framleitt úr ódýrum erfðabreyttum maís. Glútamat (e-621) og sætuefnin Aspartam og Acesúlfam hafa einnig verið umdeild en þau eru mjög ódýr aukaefni sem framleiðendur hagnast töluvert á að nota í stað sykurs, sem er dýr! Fyrirtæki geta þannig leyft sér að auglýsa sykurlausu vörurnar sérstaklega því þær kosta neytendur jafn mikið. Það getur því verið gott að venja sig á að skoða innihaldslýsingar á matvörum áður en þær fá að fara í vörukörfuna. Með því að hafna unnum matvælum geta neytendur haft áhrif á framboðið því framleiðendur starfa samkvæmt eftirspurn neytenda. Mátturinn til að hafa áhrif er því okkar! En hvaða vörum er hægt að treysta? Lífrænt vottaðar afurðir gangast undir stöðugt eftirlit til að uppfylla lágmarkskröfur fyrir vottun. Þær lúta alþjóðlegum stöðlum og mikilvægt er að finna stimpilinn á vörunni sem staðfestir að hún sé pottþétt 100% lífrænt vottuð. Á Íslandi þurfa fyrirtæki að gangast undir strangt aðlögunarferli í samstarfi við vottunarstofuna Tún til að öðlast og viðhalda vottun. Þetta er kostnaðarsamt ferli fyrir framleiðendur en þar sem eftirspurn er sífellt að aukast eftir heiðarlegri og rekjanlegri framleiðslu, er þetta skref sem sífellt fleiri vilja taka. Það getur reynst neytendum erfið tilhugsun að færa sig yfir í lífrænt vottað fæði. Sjálf hef ég lært að sigta út heilnæmar vörur með því skoða innihaldslýsingar. Best hefur mér fundist að styðja við íslenska bændur og kaupa sem mest ferskt. Það sparaðist mikið þegar við hættum að kaupa unnin matvæli og fyrir vikið er ekki mikið dýrara að kaupa lífrænt vottaðar vörur í bland við aðrar. Solla Eiríksdóttir hráfæðiskokkur skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu sinni í vikunni; „Ég auglýsi eftir stjórnmálaflokki sem þorir að setja á stefnuskrá sína: Lífrænt Ísland.“ Fæðuöryggi er ein af undirstöðum góðrar heilsu og þetta er málaflokkur sem skiptir okkur máli. Borðum því heilnæmt fæði í sátt við umhverfið og vistkerfin okkar! Mengum minna, hleypum dýrunum út og stöðvum verksmiðjubúskap! Þetta er hægt að styðja með því að velja lífrænt vottaðar afurðir. Höfum náttúruvernd og fæðuöryggi með okkur inn í kjörklefann og kjósum grænan flokk sem styður lífræna ræktun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu. Pólítisk rétthugsun, sem felur í sér hugmyndafræði um eftirlit með iðnaði, hefur gjarnan verið lítillækkuð og stimpluð sem „forsjárhyggja“. Kannski er það ástæða þess að framleiðendur hika ekki við að ganga jafn langt og raun ber vitni. Matvælaframleiðsla í Evrópu er orðin að stóriðju og með stóriðjuháttum fylgja ýmis vandkvæði. Því fleiri sem koma að framleiðslunni því minna eftirlit er með afurðinni. Því fleiri framleiðendur því minni ábyrgð. Kalla þurfti inn 50.000 tonn af mögulegu hrossakjöti sem búið var að dreifa á 370 fyrirtæki í mismunandi löndum. En það er margt fleira varhugavert í unnum matvælum, eins og bragð- og útfyllingarefni. Til dæmis sterkjusíróp eða „high fructose corn syrup“ sem er framleitt úr ódýrum erfðabreyttum maís. Glútamat (e-621) og sætuefnin Aspartam og Acesúlfam hafa einnig verið umdeild en þau eru mjög ódýr aukaefni sem framleiðendur hagnast töluvert á að nota í stað sykurs, sem er dýr! Fyrirtæki geta þannig leyft sér að auglýsa sykurlausu vörurnar sérstaklega því þær kosta neytendur jafn mikið. Það getur því verið gott að venja sig á að skoða innihaldslýsingar á matvörum áður en þær fá að fara í vörukörfuna. Með því að hafna unnum matvælum geta neytendur haft áhrif á framboðið því framleiðendur starfa samkvæmt eftirspurn neytenda. Mátturinn til að hafa áhrif er því okkar! En hvaða vörum er hægt að treysta? Lífrænt vottaðar afurðir gangast undir stöðugt eftirlit til að uppfylla lágmarkskröfur fyrir vottun. Þær lúta alþjóðlegum stöðlum og mikilvægt er að finna stimpilinn á vörunni sem staðfestir að hún sé pottþétt 100% lífrænt vottuð. Á Íslandi þurfa fyrirtæki að gangast undir strangt aðlögunarferli í samstarfi við vottunarstofuna Tún til að öðlast og viðhalda vottun. Þetta er kostnaðarsamt ferli fyrir framleiðendur en þar sem eftirspurn er sífellt að aukast eftir heiðarlegri og rekjanlegri framleiðslu, er þetta skref sem sífellt fleiri vilja taka. Það getur reynst neytendum erfið tilhugsun að færa sig yfir í lífrænt vottað fæði. Sjálf hef ég lært að sigta út heilnæmar vörur með því skoða innihaldslýsingar. Best hefur mér fundist að styðja við íslenska bændur og kaupa sem mest ferskt. Það sparaðist mikið þegar við hættum að kaupa unnin matvæli og fyrir vikið er ekki mikið dýrara að kaupa lífrænt vottaðar vörur í bland við aðrar. Solla Eiríksdóttir hráfæðiskokkur skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu sinni í vikunni; „Ég auglýsi eftir stjórnmálaflokki sem þorir að setja á stefnuskrá sína: Lífrænt Ísland.“ Fæðuöryggi er ein af undirstöðum góðrar heilsu og þetta er málaflokkur sem skiptir okkur máli. Borðum því heilnæmt fæði í sátt við umhverfið og vistkerfin okkar! Mengum minna, hleypum dýrunum út og stöðvum verksmiðjubúskap! Þetta er hægt að styðja með því að velja lífrænt vottaðar afurðir. Höfum náttúruvernd og fæðuöryggi með okkur inn í kjörklefann og kjósum grænan flokk sem styður lífræna ræktun!
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun