Menntun á forsendum nemenda Ólafur Þór Jónsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Menntun er forsenda uppbyggingar nútíma samfélags. Meðal Íslendingur situr á skólabekk í 15 ár, sem eru rúm 25% ævinnar. Það er því ótækt að menntamál njóti ekki aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum. Menntun á að vera aðgengileg og ánægjuleg fyrir alla, þannig er hægt að ná því besta út úr nemandanum. Það er hinsvegar ekki öllum vel fært að stunda nám og því er mikilvægt að öllum séu gefin jöfn tækifæri. Nemandinn nýtir þá styrkleika sína og getur stundað nám við sitt hæfi. Til þess þurfa einstaklingar að fá aukið svigrúm til að ráða námshraða og skipulagi náms í samræmi við námsgetu. Veita þarf þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða meira aðhald og leita þannig leiða til þess að þjóna þörfum allra nemenda svo þeir geti tekið framförum í námi sínu. Skilvirkni og fjölbreytni er forsenda ánægjulegrar skólagöngu. Fyrir þroska barns er ekki nóg að sitja í skólastofu allan daginn, auka þarf fjölbreytni skóladagsins með því að flétta saman uppbyggilegu frístundastarfi í bland við skólastarf meðal annars með því að auka vægi íþrótta, lista og félagsfærni í námi. Í framhaldi af því er mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila verði bundin í lög, því þar fer fram frábært uppbyggilegt nám sem ekki er einskorðað við skólabækur. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að félagsmiðstöðvum óháð búsetu og fjármagni. Á framhaldsskólastigi er mikilvægt að auka vægi iðn- og starfsmenntunar svo allir hafi aðgang að námi við sitt hæfi og gera framhaldsskólanám að góðum undirbúningi, bæði fyrir framhaldsnám og atvinnulífið.Hærri framlög til háskóla Samfylkingin leggur áherslu á að efla háskóla á Íslandi og hækka framlög til þeirra svo þeir standi jafnfætis öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Háskólar verða að vera skilvirkir og því vera í nánum tengslum við atvinnulífið og vinna stöðugt að því að mæta þörfum almennings fyrir menntaðan mannauð og rannsóknir. Fjölga þarf tæknimenntuðum einstaklingum til að mæta þörfum íslenskra fyrirtækja. Brýnt er að hækka grunnframfærslu námslána svo hún verði jafnhá neysluviðmiðum og áríðandi er að að hún verði greidd út mánaðarlega til þess að losa námsmenn undan yfirdráttarlánum. Nám á að vera hvetjandi og er því áríðandi að koma í höfn tillögu um að breyta hluta námslána í styrk ef lánþegi klárar nám sitt á tilsettum tíma. Samfylkingin er eini flokkurinn sem setur menntamál á oddinn fyrir komandi kosningar. Námsmenn eiga að krefjast þess að menntamál séu forgangsmál í íslenskum stjórnmálum, það er löngu orðið tímabært. Samfylkingin leggur áherslu á að menntakefinu verði breytt með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar, það er að gefa öllum tækifæri til að virkja hæfileika sína, stuðla að þroska einstaklingsins og veita honum góðan undirbúning fyrir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. Setjum X við S ef við viljum menntamál sem forgangsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun er forsenda uppbyggingar nútíma samfélags. Meðal Íslendingur situr á skólabekk í 15 ár, sem eru rúm 25% ævinnar. Það er því ótækt að menntamál njóti ekki aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum. Menntun á að vera aðgengileg og ánægjuleg fyrir alla, þannig er hægt að ná því besta út úr nemandanum. Það er hinsvegar ekki öllum vel fært að stunda nám og því er mikilvægt að öllum séu gefin jöfn tækifæri. Nemandinn nýtir þá styrkleika sína og getur stundað nám við sitt hæfi. Til þess þurfa einstaklingar að fá aukið svigrúm til að ráða námshraða og skipulagi náms í samræmi við námsgetu. Veita þarf þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða meira aðhald og leita þannig leiða til þess að þjóna þörfum allra nemenda svo þeir geti tekið framförum í námi sínu. Skilvirkni og fjölbreytni er forsenda ánægjulegrar skólagöngu. Fyrir þroska barns er ekki nóg að sitja í skólastofu allan daginn, auka þarf fjölbreytni skóladagsins með því að flétta saman uppbyggilegu frístundastarfi í bland við skólastarf meðal annars með því að auka vægi íþrótta, lista og félagsfærni í námi. Í framhaldi af því er mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila verði bundin í lög, því þar fer fram frábært uppbyggilegt nám sem ekki er einskorðað við skólabækur. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að félagsmiðstöðvum óháð búsetu og fjármagni. Á framhaldsskólastigi er mikilvægt að auka vægi iðn- og starfsmenntunar svo allir hafi aðgang að námi við sitt hæfi og gera framhaldsskólanám að góðum undirbúningi, bæði fyrir framhaldsnám og atvinnulífið.Hærri framlög til háskóla Samfylkingin leggur áherslu á að efla háskóla á Íslandi og hækka framlög til þeirra svo þeir standi jafnfætis öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Háskólar verða að vera skilvirkir og því vera í nánum tengslum við atvinnulífið og vinna stöðugt að því að mæta þörfum almennings fyrir menntaðan mannauð og rannsóknir. Fjölga þarf tæknimenntuðum einstaklingum til að mæta þörfum íslenskra fyrirtækja. Brýnt er að hækka grunnframfærslu námslána svo hún verði jafnhá neysluviðmiðum og áríðandi er að að hún verði greidd út mánaðarlega til þess að losa námsmenn undan yfirdráttarlánum. Nám á að vera hvetjandi og er því áríðandi að koma í höfn tillögu um að breyta hluta námslána í styrk ef lánþegi klárar nám sitt á tilsettum tíma. Samfylkingin er eini flokkurinn sem setur menntamál á oddinn fyrir komandi kosningar. Námsmenn eiga að krefjast þess að menntamál séu forgangsmál í íslenskum stjórnmálum, það er löngu orðið tímabært. Samfylkingin leggur áherslu á að menntakefinu verði breytt með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar, það er að gefa öllum tækifæri til að virkja hæfileika sína, stuðla að þroska einstaklingsins og veita honum góðan undirbúning fyrir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. Setjum X við S ef við viljum menntamál sem forgangsmál.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun