Frá Besta til Bjartrar framtíðar Tryggvi Haraldsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Það krefst kjarks að kjósa sér ný vinnubrögð í stjórnmálum og ég veit að stór hluti Íslendinga á hlut í því að tekist hefur að nútímavæða stjórnmálin í nokkrum bæjarfélögum á Íslandi og þar með Reykjavík. Stór hluti fólks hafði kjark til að kjósa fólk til áhrifa í borginni sem hafði algjörlega nýtt svigrúm í stjórnmálum. Það hafði svigrúm til að nálgast stjórnmál á þann veg að gera gagn hver sem málefnin voru. Þau höfðu svigrúm til að gera stjórnmál skemmtileg og þannig aðgengilegri fyrir almenning. Þau höfðu enga ástæðu til að taka þátt í leiðindunum og argaþrasinu við hina því þau höfðu svigrúm til að sleppa því. Þau höfðu þetta svigrúm því þau tilheyrðu ekki stjórnmálaflokkum með úrelta átakasögu á bakinu sem eitrandi áhrif hefur á alla ákvarðanatöku í stjórnmálum í dag. Í dag fá Íslendingar aftur tækifæri til breytinga. Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sagði muninn á Besta flokknum og Bjartri framtíð vera þann að Besti flokkurinn væri hugarástand meðan Björt framtíð væri stjórnmálaflokkur á landsvísu sem byggi á því hugarástandi. Kosningaáherslur Bjartrar framtíðar byggja á markmiðum um meiri fjölbreytni, minni sóun, meiri stöðugleika, minna vesen og meiri sátt. Stór mál á borð við skuldavanda heimilanna verða aldrei leyst af gömlum flokkum með ný loforð nema stjórnmálamenningin breytist og fólk fari að sýna hvert öðru og skoðunum hvers annars meiri virðingu en gert hefur verið í stjórnmálum til þessa. Þú hefur val um að setja X við A á kjörseðlinum í dag og fylgja þar með eftir þeim vinnubrögðum sem komið hafa Reykvíkingum svo vel á síðustu misserum. Með von um bjarta framtíð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Það krefst kjarks að kjósa sér ný vinnubrögð í stjórnmálum og ég veit að stór hluti Íslendinga á hlut í því að tekist hefur að nútímavæða stjórnmálin í nokkrum bæjarfélögum á Íslandi og þar með Reykjavík. Stór hluti fólks hafði kjark til að kjósa fólk til áhrifa í borginni sem hafði algjörlega nýtt svigrúm í stjórnmálum. Það hafði svigrúm til að nálgast stjórnmál á þann veg að gera gagn hver sem málefnin voru. Þau höfðu svigrúm til að gera stjórnmál skemmtileg og þannig aðgengilegri fyrir almenning. Þau höfðu enga ástæðu til að taka þátt í leiðindunum og argaþrasinu við hina því þau höfðu svigrúm til að sleppa því. Þau höfðu þetta svigrúm því þau tilheyrðu ekki stjórnmálaflokkum með úrelta átakasögu á bakinu sem eitrandi áhrif hefur á alla ákvarðanatöku í stjórnmálum í dag. Í dag fá Íslendingar aftur tækifæri til breytinga. Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sagði muninn á Besta flokknum og Bjartri framtíð vera þann að Besti flokkurinn væri hugarástand meðan Björt framtíð væri stjórnmálaflokkur á landsvísu sem byggi á því hugarástandi. Kosningaáherslur Bjartrar framtíðar byggja á markmiðum um meiri fjölbreytni, minni sóun, meiri stöðugleika, minna vesen og meiri sátt. Stór mál á borð við skuldavanda heimilanna verða aldrei leyst af gömlum flokkum með ný loforð nema stjórnmálamenningin breytist og fólk fari að sýna hvert öðru og skoðunum hvers annars meiri virðingu en gert hefur verið í stjórnmálum til þessa. Þú hefur val um að setja X við A á kjörseðlinum í dag og fylgja þar með eftir þeim vinnubrögðum sem komið hafa Reykvíkingum svo vel á síðustu misserum. Með von um bjarta framtíð
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar