„Hin breiða skírskotun“ Ingvar Gíslason skrifar 1. maí 2013 07:00 Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosningadagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrðis og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra. Það er því síst að undra að stjórnarandstöðuflokkar áttu góða von um að fylla það gap sem ríkisstjórnin og fylgislið hennar skildi eftir.Úrslitin skýr Nú er runnin upp sú stund að mynda verður nýja ríkisstjórn. Úrslit kosninganna eru skýr. Hryggjarstykkið í fráfarandi ríkisstjórn, Samfylkingin, er svo brákað og illa á sig komið að dæmalaust er. Jafnvel þeir sem síst hafa kunnað að meta flokk þennan fylltust samúð þegar þeir sátu undir sárri buslubæn nýkjörins formanns, Árna Páls Árnasonar. Þessi flokkur er ekki stjórntækur að svo komnu og þarf langrar hvíldar við sér til heilsubótar. Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir það að tveir helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi unnið mikinn sigur (Framsóknarflokkur raunverulegan sigur, Sjálfstæðisflokkur varnarsigur), þá er það ekki fyrir fram gefið að þeir myndi stjórn þegjandi og hljóðalaust strax á morgun. Þjóðin þarf á öðru að halda en því sem oft er kallað „sterk stjórn“ fyrir það eitt að vera meirihlutastjórn, formlega sterk upp á atkvæðagreiðslur í þinginu. Slíkt getur alið upp þá hugsun að deila og drottna í skjóli atkvæðavalds (dæmin eru nærtæk frá ferli fráfarandi stjórnar).Katrínu mæltist vel Katrínu Jakobsdóttur mæltist vel þegar hún sagði á kosninganóttina: „Næsta stjórn þarf að hafa breiða skírskotun.“ Sigurvegarar kosninganna mættu hugleiða þessi orð. Það mundi hvorki saka æru þeirra né áhrifavald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosningadagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrðis og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra. Það er því síst að undra að stjórnarandstöðuflokkar áttu góða von um að fylla það gap sem ríkisstjórnin og fylgislið hennar skildi eftir.Úrslitin skýr Nú er runnin upp sú stund að mynda verður nýja ríkisstjórn. Úrslit kosninganna eru skýr. Hryggjarstykkið í fráfarandi ríkisstjórn, Samfylkingin, er svo brákað og illa á sig komið að dæmalaust er. Jafnvel þeir sem síst hafa kunnað að meta flokk þennan fylltust samúð þegar þeir sátu undir sárri buslubæn nýkjörins formanns, Árna Páls Árnasonar. Þessi flokkur er ekki stjórntækur að svo komnu og þarf langrar hvíldar við sér til heilsubótar. Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir það að tveir helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi unnið mikinn sigur (Framsóknarflokkur raunverulegan sigur, Sjálfstæðisflokkur varnarsigur), þá er það ekki fyrir fram gefið að þeir myndi stjórn þegjandi og hljóðalaust strax á morgun. Þjóðin þarf á öðru að halda en því sem oft er kallað „sterk stjórn“ fyrir það eitt að vera meirihlutastjórn, formlega sterk upp á atkvæðagreiðslur í þinginu. Slíkt getur alið upp þá hugsun að deila og drottna í skjóli atkvæðavalds (dæmin eru nærtæk frá ferli fráfarandi stjórnar).Katrínu mæltist vel Katrínu Jakobsdóttur mæltist vel þegar hún sagði á kosninganóttina: „Næsta stjórn þarf að hafa breiða skírskotun.“ Sigurvegarar kosninganna mættu hugleiða þessi orð. Það mundi hvorki saka æru þeirra né áhrifavald.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun