Að kunna að tapa Margrét S. Björnsdóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þingkosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í skoðanakönnunum. Skýringin er því miður ekki svona einföld, þá þyrfti ekki annað en að skipta um karlinn í brúnni og málið dautt!Verðum að hafa jarðsamband Nær er að horfa á flokkinn í heild, málflutning hans, stefnu og verk. Var forgangsröðin rétt? Vanmátum við ekki erfiðleika fjölskyldna, þrátt fyrir fjölda ráðstafana ríkisstjórnarinnar? Ekki einungis hafa lán hækkað, heldur bættist við að tekjumöguleikar minnkuðu, skattar og gjöld jukust. Enn eru 10.000 manns á atvinnuleysisskrá og mikill fjöldi í alvarlegum vanskilum. Jafnaðarmannaflokkur verður að hafa jarðsamband í gegnum félagsmenn sína og með samskiptum við samtök launafólks og hagsmunasamtök þeirra sem minna mega sín. Fólk hafði ekki lengur trú á Samfylkingu sem gæslumanni sinna hagsmuna, tók hæsta gylliboðinu, þótt fæstir skildu útfærslu þess. Ríkisstjórnin færðist líklega of mikið í fang. Síðasti vetur fram á lokadag þingsins einkenndist af átökum um stór og flókin mál sem ekki náðust nema að litlu leyti í gegn. Við getum ekki kennt nýjum formanni um það. Við áttum að viðurkenna snemma sl. vetur að stjórnarskrármálið sem heild var ekki tilbúið og semja um hluta þess. Ríkisstjórnin, sem náði afburða árangri á mörgum sviðum, virkaði vanmáttug síðustu mánuðina og fyrri árangur drukknaði í rifrildi inni á Alþingi. Ég var formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar sl. fjögur ár. Þó framkvæmdastjórn beri ekki ábyrgð á daglegri pólitík, þá ber hún ábyrgð á stefnumótun flokksins og tengslum almennra flokksmanna við framkvæmdina. Framkvæmdastjórnin hefði þurft að bregðast við viðvörunum í sveitarstjórnarkosningunum og skoðanakönnunum, sem sýndu stöðugt minnkandi fylgi. Það gerðum við ekki. Nú er tækifæri til að læra af því, sem sagt er það eina sem fólk læri af, þ.e. eigin reynslu. Horfa einarðlega í eigin barm og gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þingkosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í skoðanakönnunum. Skýringin er því miður ekki svona einföld, þá þyrfti ekki annað en að skipta um karlinn í brúnni og málið dautt!Verðum að hafa jarðsamband Nær er að horfa á flokkinn í heild, málflutning hans, stefnu og verk. Var forgangsröðin rétt? Vanmátum við ekki erfiðleika fjölskyldna, þrátt fyrir fjölda ráðstafana ríkisstjórnarinnar? Ekki einungis hafa lán hækkað, heldur bættist við að tekjumöguleikar minnkuðu, skattar og gjöld jukust. Enn eru 10.000 manns á atvinnuleysisskrá og mikill fjöldi í alvarlegum vanskilum. Jafnaðarmannaflokkur verður að hafa jarðsamband í gegnum félagsmenn sína og með samskiptum við samtök launafólks og hagsmunasamtök þeirra sem minna mega sín. Fólk hafði ekki lengur trú á Samfylkingu sem gæslumanni sinna hagsmuna, tók hæsta gylliboðinu, þótt fæstir skildu útfærslu þess. Ríkisstjórnin færðist líklega of mikið í fang. Síðasti vetur fram á lokadag þingsins einkenndist af átökum um stór og flókin mál sem ekki náðust nema að litlu leyti í gegn. Við getum ekki kennt nýjum formanni um það. Við áttum að viðurkenna snemma sl. vetur að stjórnarskrármálið sem heild var ekki tilbúið og semja um hluta þess. Ríkisstjórnin, sem náði afburða árangri á mörgum sviðum, virkaði vanmáttug síðustu mánuðina og fyrri árangur drukknaði í rifrildi inni á Alþingi. Ég var formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar sl. fjögur ár. Þó framkvæmdastjórn beri ekki ábyrgð á daglegri pólitík, þá ber hún ábyrgð á stefnumótun flokksins og tengslum almennra flokksmanna við framkvæmdina. Framkvæmdastjórnin hefði þurft að bregðast við viðvörunum í sveitarstjórnarkosningunum og skoðanakönnunum, sem sýndu stöðugt minnkandi fylgi. Það gerðum við ekki. Nú er tækifæri til að læra af því, sem sagt er það eina sem fólk læri af, þ.e. eigin reynslu. Horfa einarðlega í eigin barm og gera betur.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar