Opin miðborg í andlitslyftingu Jakob Frímann Magnússon skrifar 21. maí 2013 09:30 Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár. Auk jarðvegsskipta, hellulagna og malbikunar verða lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru lagðar fyrir heilli öld. Þá verður lýsing bætt á Hverfisgötunni. Alls kosta umræddar endurbætur á Hverfisgötu um 1.600 milljónir króna. Þá standa nú yfir endurbætur á neðsta hluta Klapparstígs auk þess sem efsti hluti Frakkastígs verður lagfærður frá og með júlí. Vel á þriðja milljarði verður þannig varið til endurbóta og fegrunar Hverfisgötu, Klapparstígs og Frakkastígs á næstu þremur misserum.Langþráð fagnaðarefni Þessum myndarlegu fjárfestingum í miðborg Reykjavíkur hljóta allir að fagna, ekki síst þeir sem þar búa og starfa. Ljóst er þó að endurbótum sem þessum fylgja óhjákvæmilega tímabundin óþægindi og rask, sem veldur eðlilega áhyggjum í hópi þeirra rekstraraðila sem næst starfa framkvæmdunum. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, samningaumleitanir, dreifing kynningarefnis og opinn kynningarfundur í þeim tilgangi að upplýsa sem flesta sem láta sig málið varða um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki eru mörg ár síðan verulega reyndi á þolrif rekstraraðila við Skólavörðustíg sem þurftu að standa af sér tveggja ára uppskurðar- og endurbótaferli, en það reyndist sannarlega biðarinnar virði. Skólavörðustígurinn er nú ein fegursta og blómlegasta gata miðborgarinnar og rekstraraðilar þar eru öðrum fyrirmynd í starfsgleði sinni, frumkvæði og samstöðu. Sama gildir um Klapparstíg sem í fyrra var tekinn í gegn og gerður að vistgötu frá Hverfisgötu að Skólavörðustíg, eftir að rekstraraðilar höfðu á opnum borgarafundi árið áður skorað á borgaryfirvöld að draga þær framkvæmdir ekki lengur. Bæði Klapparstígur og Skólavörðustígur gefa vísbendingu um hvers er að vænta á Hverfisgötunni að framkvæmdum loknum.Glæstasta gata borgarinnar? Hverfisgatan hefur alla burði til að verða glæsilegasta gata Reykjavíkur. Hún byrjar sannarlega fagurlega með reisulegum byggingum á borð við Hótel 101, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðleikhúsið, Hótel Reykjavík Residence, Danska sendiráðið o.fl. Við Smiðjustíg fer götunni hins vegar hrakandi, enda hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir frá Hverfisgötu 30-38 (neðan Hjartatorgs á Hljómalindarreit) verið í salti frá 2008 þar til nú að nýir eigendur tóku við og hefja á næstunni framkvæmdir við byggingar sem hýsa munu margþættan rekstur. Þá er gert ráð fyrir torgi, opnu almenningi, þar sem Hjartatorg er nú.Opin og aðgengileg miðborg Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að miðborgin verður opin og aðgengileg þrátt fyrir áðurnefnt rask. Sérstök áhersla verður lögð á vel merktar hjáleiðir þar sem þeirra er þörf og tryggt aðgengi að öllu rekstrar- og íbúðarhúsnæði. Sú andlitslyfting sem hér um ræðir kann að reyna tímabundið á þolrif ýmissa á þessu viðkvæma svæði, en mun fyrr en varir skila okkur enn fegurri, nútímalegri og blómlegri miðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár. Auk jarðvegsskipta, hellulagna og malbikunar verða lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru lagðar fyrir heilli öld. Þá verður lýsing bætt á Hverfisgötunni. Alls kosta umræddar endurbætur á Hverfisgötu um 1.600 milljónir króna. Þá standa nú yfir endurbætur á neðsta hluta Klapparstígs auk þess sem efsti hluti Frakkastígs verður lagfærður frá og með júlí. Vel á þriðja milljarði verður þannig varið til endurbóta og fegrunar Hverfisgötu, Klapparstígs og Frakkastígs á næstu þremur misserum.Langþráð fagnaðarefni Þessum myndarlegu fjárfestingum í miðborg Reykjavíkur hljóta allir að fagna, ekki síst þeir sem þar búa og starfa. Ljóst er þó að endurbótum sem þessum fylgja óhjákvæmilega tímabundin óþægindi og rask, sem veldur eðlilega áhyggjum í hópi þeirra rekstraraðila sem næst starfa framkvæmdunum. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, samningaumleitanir, dreifing kynningarefnis og opinn kynningarfundur í þeim tilgangi að upplýsa sem flesta sem láta sig málið varða um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki eru mörg ár síðan verulega reyndi á þolrif rekstraraðila við Skólavörðustíg sem þurftu að standa af sér tveggja ára uppskurðar- og endurbótaferli, en það reyndist sannarlega biðarinnar virði. Skólavörðustígurinn er nú ein fegursta og blómlegasta gata miðborgarinnar og rekstraraðilar þar eru öðrum fyrirmynd í starfsgleði sinni, frumkvæði og samstöðu. Sama gildir um Klapparstíg sem í fyrra var tekinn í gegn og gerður að vistgötu frá Hverfisgötu að Skólavörðustíg, eftir að rekstraraðilar höfðu á opnum borgarafundi árið áður skorað á borgaryfirvöld að draga þær framkvæmdir ekki lengur. Bæði Klapparstígur og Skólavörðustígur gefa vísbendingu um hvers er að vænta á Hverfisgötunni að framkvæmdum loknum.Glæstasta gata borgarinnar? Hverfisgatan hefur alla burði til að verða glæsilegasta gata Reykjavíkur. Hún byrjar sannarlega fagurlega með reisulegum byggingum á borð við Hótel 101, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðleikhúsið, Hótel Reykjavík Residence, Danska sendiráðið o.fl. Við Smiðjustíg fer götunni hins vegar hrakandi, enda hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir frá Hverfisgötu 30-38 (neðan Hjartatorgs á Hljómalindarreit) verið í salti frá 2008 þar til nú að nýir eigendur tóku við og hefja á næstunni framkvæmdir við byggingar sem hýsa munu margþættan rekstur. Þá er gert ráð fyrir torgi, opnu almenningi, þar sem Hjartatorg er nú.Opin og aðgengileg miðborg Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að miðborgin verður opin og aðgengileg þrátt fyrir áðurnefnt rask. Sérstök áhersla verður lögð á vel merktar hjáleiðir þar sem þeirra er þörf og tryggt aðgengi að öllu rekstrar- og íbúðarhúsnæði. Sú andlitslyfting sem hér um ræðir kann að reyna tímabundið á þolrif ýmissa á þessu viðkvæma svæði, en mun fyrr en varir skila okkur enn fegurri, nútímalegri og blómlegri miðborg.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar