Til atlögu við svefnsófann Pawel Bartoszek skrifar 28. júní 2013 06:00 Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til.Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dómshúsið til að sækja forræðisvottorð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkissjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að staðfesta sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í viðbót: uppdrátt af íbúðinni á staðfestu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlitið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitarfélagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkviliðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina herbergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skattframtalinu. Heilbrigðiseftirlitið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna.Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til landsins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gestaherbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minniháttar leiga á heimagistingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattframtalinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skilaboðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til.Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dómshúsið til að sækja forræðisvottorð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkissjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að staðfesta sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í viðbót: uppdrátt af íbúðinni á staðfestu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlitið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitarfélagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkviliðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina herbergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skattframtalinu. Heilbrigðiseftirlitið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna.Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til landsins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gestaherbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minniháttar leiga á heimagistingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattframtalinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skilaboðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar