Möglað um mosku Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórgnýr Thoroddsen skrifar 17. júlí 2013 08:00 Nýlega barst Pírötum bréf þar sem borið var undir flokkinn að taka afstöðu gegn byggingu bænahúss múslíma í Reykjavík. Það skal tekið fram strax að Píratar munu ekki beita sér gegn byggingu bænahúss múslima, eða nokkurra annarra trúarbragða. Einu áþreifanlegu rökin sem færð voru fyrir því að moska skyldi ekki rísa í Reykjavík voru þau „[...] að þessi trúarbrögð byggjast á mjög róttækri hugmyndafræði og eru mikil öfgaöfl, einnig standast þau engan veginn jafnréttislög á Íslandi“. Það verður að teljast í meira lagi undarlegt að ætla abrahamískum trúarbrögðum samhljóm með jafnrétti eða þá öðrum grundvallarréttindum ef út í það er farið. „Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti.“ – Fyrra Tímóteusarbréf, 2:11-15 (Nýja testamenti).Rétta leiðin að nýta tjáningarfrelsið Íslenskt samfélag hefur sem betur fer þroskast úr því að taka ríkistrúna of alvarlega, en sú þróun átti sér ekki stað með banni á kirkjum, bænahaldi, Biblíulestri eða trúboði. Ekki þarf boð eða bönn til að almenningur hætti að taka mark á Biblíunni. Árangursríkasta leiðin til að sporna við neikvæðri hugmyndafræði er efling borgararéttinda, ekki takmörkun þeirra. Ef fólk hefur áhyggjur af hugmyndafræði íslams, eða þá annarra trúarbragða, þá er rétta leiðin sú að nýta þau borgararéttindi sem bjóðast, nefnilega trú-, skoðana- og tjáningarfrelsið til þess að gagnrýna þau efnislega. Svo mikið er víst að af nógu er að taka. Trúfrelsi, rétt eins og tjáningarfrelsi, byggir nefnilega ekki á því að fólk fari eingöngu með sannar og fallegar staðhæfingar, heldur á því að næg sé samkeppnin á vettvangi hugmyndaskiptanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega barst Pírötum bréf þar sem borið var undir flokkinn að taka afstöðu gegn byggingu bænahúss múslíma í Reykjavík. Það skal tekið fram strax að Píratar munu ekki beita sér gegn byggingu bænahúss múslima, eða nokkurra annarra trúarbragða. Einu áþreifanlegu rökin sem færð voru fyrir því að moska skyldi ekki rísa í Reykjavík voru þau „[...] að þessi trúarbrögð byggjast á mjög róttækri hugmyndafræði og eru mikil öfgaöfl, einnig standast þau engan veginn jafnréttislög á Íslandi“. Það verður að teljast í meira lagi undarlegt að ætla abrahamískum trúarbrögðum samhljóm með jafnrétti eða þá öðrum grundvallarréttindum ef út í það er farið. „Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti.“ – Fyrra Tímóteusarbréf, 2:11-15 (Nýja testamenti).Rétta leiðin að nýta tjáningarfrelsið Íslenskt samfélag hefur sem betur fer þroskast úr því að taka ríkistrúna of alvarlega, en sú þróun átti sér ekki stað með banni á kirkjum, bænahaldi, Biblíulestri eða trúboði. Ekki þarf boð eða bönn til að almenningur hætti að taka mark á Biblíunni. Árangursríkasta leiðin til að sporna við neikvæðri hugmyndafræði er efling borgararéttinda, ekki takmörkun þeirra. Ef fólk hefur áhyggjur af hugmyndafræði íslams, eða þá annarra trúarbragða, þá er rétta leiðin sú að nýta þau borgararéttindi sem bjóðast, nefnilega trú-, skoðana- og tjáningarfrelsið til þess að gagnrýna þau efnislega. Svo mikið er víst að af nógu er að taka. Trúfrelsi, rétt eins og tjáningarfrelsi, byggir nefnilega ekki á því að fólk fari eingöngu með sannar og fallegar staðhæfingar, heldur á því að næg sé samkeppnin á vettvangi hugmyndaskiptanna.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar