Auðnuleysi eða lykill að velferð Ingólfur Sverrisson skrifar 10. október 2013 06:00 Ekki er ofsögum sagt hvað Framsóknarmenn geta verið uppátækjasamir og frumlegir. Það nýjasta er að þeirra maður í utanríkisráðuneytinu, Gunnar Bragi Sveinsson, á ekki nægjanlega sterk orð í fórum sínum til að lýsa þeirri dásemd fyrir íslenska þjóð sem EES-samningurinn er. Í Fréttablaðinu 8. október segir hann með réttu að samningurinn tryggi frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann nefnir fleiri mikilvæg atriði sem finna má í samningnum og skipta okkur miklu máli á fjölmörgum sviðum. Þetta er honum greinilega nú orðið ljóst eftir tuttugu ára reynslu frá því að EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi. En slíkri sýn var ekki til að dreifa hjá þingmönnum Framsóknarflokksins á þeim tíma því þá tóku þeir ýmist afstöðu á móti samningnum eða sátu hjá; enginn, ekki einn einasti þeirra, greiddi honum atkvæði. Það má því segja með sanni að þessi þýðingarmikli samningur hafi öðlast gildi þrátt fyrir neikvæða afstöðu Framsóknarmanna. Líklega náði málflutningur þeirra á þessum tíma hæstum hæðum þegar forveri Gunnars Braga á Norðurlandi vestra, Páll Pétursson, sagði í umræðum á þinginu að samningurinn væri vondur og óhagstæður og myndi færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi. Minna var það nú ekki. Reynslan hefur hins vegar leitt annað í ljós og nú má utanríkisráðherra Framsóknarflokksins ekki vatni halda yfir dásemd þessa samnings fyrir íslenska þjóð. Aðeins viðtakendur Utanríkisráðherra áréttar að nauðsynlegt sé að styrkja hagsmunagæslu okkar í Evrópusamstarfinu og tryggja með því að „að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi“. Á þessari framsetningu er þó einn galli því umrædd löggjöf er ekki mótuð innan EES heldur á vettvangi ESB sem sendir afraksturinn til EES-landanna til staðfestingar. Þau lönd koma ekki að mótun þessara laga, reglugerða eða tilskipana; eru einasta viðtakendur og hafa engin áhrif á málefni sem geta skipt þau miklu. Eftir sem áður er það rétt hjá Gunnari Braga að sjónarmið Íslands þurfa að koma fram í þessu starfi strax á fyrstu stigum. Þessi fyrstu stig fara fram innan ESB og hvergi annars staðar. Ef mönnum er einhver alvara að komast strax að ferlum einstakra mála verða þeir hinir sömu að íhuga fulla aðild en gefa sér ekki fyrir fram að sú leið sé ófær. Staðreyndin er sú að aðild að ESB fylgir bæði gagnkvæm ábyrgð og ekki síður réttindi sem hver þjóð hagnýtir sér eftir föngum. Fullvalda þjóð hangir ekki frammi á göngum og vonast til að hitta á þá sem fjalla um málin þegar þeir færa sig milli herbergja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt hvað Framsóknarmenn geta verið uppátækjasamir og frumlegir. Það nýjasta er að þeirra maður í utanríkisráðuneytinu, Gunnar Bragi Sveinsson, á ekki nægjanlega sterk orð í fórum sínum til að lýsa þeirri dásemd fyrir íslenska þjóð sem EES-samningurinn er. Í Fréttablaðinu 8. október segir hann með réttu að samningurinn tryggi frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann nefnir fleiri mikilvæg atriði sem finna má í samningnum og skipta okkur miklu máli á fjölmörgum sviðum. Þetta er honum greinilega nú orðið ljóst eftir tuttugu ára reynslu frá því að EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi. En slíkri sýn var ekki til að dreifa hjá þingmönnum Framsóknarflokksins á þeim tíma því þá tóku þeir ýmist afstöðu á móti samningnum eða sátu hjá; enginn, ekki einn einasti þeirra, greiddi honum atkvæði. Það má því segja með sanni að þessi þýðingarmikli samningur hafi öðlast gildi þrátt fyrir neikvæða afstöðu Framsóknarmanna. Líklega náði málflutningur þeirra á þessum tíma hæstum hæðum þegar forveri Gunnars Braga á Norðurlandi vestra, Páll Pétursson, sagði í umræðum á þinginu að samningurinn væri vondur og óhagstæður og myndi færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi. Minna var það nú ekki. Reynslan hefur hins vegar leitt annað í ljós og nú má utanríkisráðherra Framsóknarflokksins ekki vatni halda yfir dásemd þessa samnings fyrir íslenska þjóð. Aðeins viðtakendur Utanríkisráðherra áréttar að nauðsynlegt sé að styrkja hagsmunagæslu okkar í Evrópusamstarfinu og tryggja með því að „að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi“. Á þessari framsetningu er þó einn galli því umrædd löggjöf er ekki mótuð innan EES heldur á vettvangi ESB sem sendir afraksturinn til EES-landanna til staðfestingar. Þau lönd koma ekki að mótun þessara laga, reglugerða eða tilskipana; eru einasta viðtakendur og hafa engin áhrif á málefni sem geta skipt þau miklu. Eftir sem áður er það rétt hjá Gunnari Braga að sjónarmið Íslands þurfa að koma fram í þessu starfi strax á fyrstu stigum. Þessi fyrstu stig fara fram innan ESB og hvergi annars staðar. Ef mönnum er einhver alvara að komast strax að ferlum einstakra mála verða þeir hinir sömu að íhuga fulla aðild en gefa sér ekki fyrir fram að sú leið sé ófær. Staðreyndin er sú að aðild að ESB fylgir bæði gagnkvæm ábyrgð og ekki síður réttindi sem hver þjóð hagnýtir sér eftir föngum. Fullvalda þjóð hangir ekki frammi á göngum og vonast til að hitta á þá sem fjalla um málin þegar þeir færa sig milli herbergja.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun