Veriði bara í útlöndum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, hefur varpað fram þeirri hugmynd að leggja vaxtaálag á námslán þeirra sem ílendast í útlöndum eftir nám erlendis, í stað þess að helga íslenzku samfélagi krafta sína. Hugmyndina setti þingmaðurinn fram í samhengi við umræður um læknaskort á Íslandi. Hér virðist Vigdís hafa talað áður en hún náði að hugsa. Ef hugmyndinni yrði hrint í framkvæmd hefði hún áreiðanlega neikvæð áhrif á íslenzkt samfélag. Hún myndi ekki hvetja fólk til að fara til útlanda í nám. Margir sem læra erlendis sækja sér ekki eingöngu menntun heldur líka starfsreynslu, sem á að ýta undir vegna þess að hún nýtist þegar fólk snýr aftur heim. Og hvað ætti að gera við þá sem hafa menntað sig á Íslandi og flytja svo til útlanda? Atgervisflótti er klárlega vandamál á Íslandi nútímans. Fjárlaganefndarformaðurinn nálgast það hins vegar úr kolvitlausri átt. Það er miklu nær að skoða hvernig hægt er að skapa það umhverfi á Íslandi að það hvetji fólk sem hefur aflað sér dýrmætrar þekkingar og reynslu erlendis til að snúa heim og nýta þau verðmæti hér. Margir af þeim sem afla sér verðmætustu þekkingarinnar gera það ekki á kostnað íslenzkra skattgreiðenda, heldur erlendra. Læknar í sérnámi kosta til dæmis margir hverjir Lánasjóðinn ekki neitt heldur strita á lágum launum hjá skattgreiðendum í nágrannalöndunum. Við megum þakka fyrir á meðan lýðskrumspólitíkusum í Skandinavíu dettur ekki í hug að rukka Íslendinga um námslaun læknanna sem snúa aftur heim. Það er reyndar vandamál sem verður æ ólíklegra, vegna þess að kjör og aðstaða á íslenzkum sjúkrahúsum eru með þeim hætti að læknarnir eru hættir að koma heim. Það er nærtækara að reyna að gera eitthvað í því og haga málum þannig að fólkið sem hefur lagt á sig langt og erfitt sérnám hafi jákvæðan hvata til að snúa aftur. Sama má segja um fólkið sem hefur helgað sig rannsóknum í framhaldsnámi sínu (oft á styrkjum frá erlendum stofnunum, fremur en á íslenzkum námslánum) og hefur hug á að snúa aftur til Íslands og nýta þekkinguna í þágu íslenzks atvinnulífs eða velferðarþjónustu. Staðan hér á landi er sú að vísindarannsóknir eru fjársveltar, nánast sama hvaða alþjóðlegur samanburður er notaður. Þar að auki er hlutfall samkeppnissjóða, þar sem vísindamenn keppa um styrki á grundvelli gæða rannsóknanna, miklu lægra en víðast hvar í nágrannalöndunum. Alltof stórum hluta opinbers rannsóknarfjár er úthlutað pólitískt, út frá hagsmunum hefðbundinna atvinnugreina, byggðarlaga og stofnana. Hans Guttormur Þormar, vísinda- og uppfinningamaður, skrifaði grein á Vísi í gær, þar sem hann bendir á að ungir vísindamenn sem standi framarlega á alþjóðavettvangi viti að tvö til þrjú ár án nauðsynlegrar fjármögnunar rannsókna þeirra muni eyðileggja framtíð þeirra sem framsækinna vísindamanna, því að samkeppnin sé óendanlega hörð í heimi vísindanna. „Þessir einstaklingar hafa margir hverjir því aðeins um tvennt að velja, fara úr landi eða hætta í vísindum og standa ekki framar að uppbyggingu vísinda- og tækniþróunar á Íslandi,“ skrifar Hans. Með því að reka óbreytta stefnu hér á landi er í rauninni verið að segja við þetta fólk: Menntið ykkur í útlöndum – og veriði svo bara þar. Íslenzkt samfélag þarf ekki á ykkur að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, hefur varpað fram þeirri hugmynd að leggja vaxtaálag á námslán þeirra sem ílendast í útlöndum eftir nám erlendis, í stað þess að helga íslenzku samfélagi krafta sína. Hugmyndina setti þingmaðurinn fram í samhengi við umræður um læknaskort á Íslandi. Hér virðist Vigdís hafa talað áður en hún náði að hugsa. Ef hugmyndinni yrði hrint í framkvæmd hefði hún áreiðanlega neikvæð áhrif á íslenzkt samfélag. Hún myndi ekki hvetja fólk til að fara til útlanda í nám. Margir sem læra erlendis sækja sér ekki eingöngu menntun heldur líka starfsreynslu, sem á að ýta undir vegna þess að hún nýtist þegar fólk snýr aftur heim. Og hvað ætti að gera við þá sem hafa menntað sig á Íslandi og flytja svo til útlanda? Atgervisflótti er klárlega vandamál á Íslandi nútímans. Fjárlaganefndarformaðurinn nálgast það hins vegar úr kolvitlausri átt. Það er miklu nær að skoða hvernig hægt er að skapa það umhverfi á Íslandi að það hvetji fólk sem hefur aflað sér dýrmætrar þekkingar og reynslu erlendis til að snúa heim og nýta þau verðmæti hér. Margir af þeim sem afla sér verðmætustu þekkingarinnar gera það ekki á kostnað íslenzkra skattgreiðenda, heldur erlendra. Læknar í sérnámi kosta til dæmis margir hverjir Lánasjóðinn ekki neitt heldur strita á lágum launum hjá skattgreiðendum í nágrannalöndunum. Við megum þakka fyrir á meðan lýðskrumspólitíkusum í Skandinavíu dettur ekki í hug að rukka Íslendinga um námslaun læknanna sem snúa aftur heim. Það er reyndar vandamál sem verður æ ólíklegra, vegna þess að kjör og aðstaða á íslenzkum sjúkrahúsum eru með þeim hætti að læknarnir eru hættir að koma heim. Það er nærtækara að reyna að gera eitthvað í því og haga málum þannig að fólkið sem hefur lagt á sig langt og erfitt sérnám hafi jákvæðan hvata til að snúa aftur. Sama má segja um fólkið sem hefur helgað sig rannsóknum í framhaldsnámi sínu (oft á styrkjum frá erlendum stofnunum, fremur en á íslenzkum námslánum) og hefur hug á að snúa aftur til Íslands og nýta þekkinguna í þágu íslenzks atvinnulífs eða velferðarþjónustu. Staðan hér á landi er sú að vísindarannsóknir eru fjársveltar, nánast sama hvaða alþjóðlegur samanburður er notaður. Þar að auki er hlutfall samkeppnissjóða, þar sem vísindamenn keppa um styrki á grundvelli gæða rannsóknanna, miklu lægra en víðast hvar í nágrannalöndunum. Alltof stórum hluta opinbers rannsóknarfjár er úthlutað pólitískt, út frá hagsmunum hefðbundinna atvinnugreina, byggðarlaga og stofnana. Hans Guttormur Þormar, vísinda- og uppfinningamaður, skrifaði grein á Vísi í gær, þar sem hann bendir á að ungir vísindamenn sem standi framarlega á alþjóðavettvangi viti að tvö til þrjú ár án nauðsynlegrar fjármögnunar rannsókna þeirra muni eyðileggja framtíð þeirra sem framsækinna vísindamanna, því að samkeppnin sé óendanlega hörð í heimi vísindanna. „Þessir einstaklingar hafa margir hverjir því aðeins um tvennt að velja, fara úr landi eða hætta í vísindum og standa ekki framar að uppbyggingu vísinda- og tækniþróunar á Íslandi,“ skrifar Hans. Með því að reka óbreytta stefnu hér á landi er í rauninni verið að segja við þetta fólk: Menntið ykkur í útlöndum – og veriði svo bara þar. Íslenzkt samfélag þarf ekki á ykkur að halda.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun