Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Stefán Hrafnkelsson Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur verið selt til austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic. Samningur þess efnis var undirritaður í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það á milli tveir og þrír milljarðar króna. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware. Hlutaféð var áður í eigu stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og aðila sem tengjast þeim. Helstu stjórnendur Bet-ware halda hinum tíu prósentunum. „Þar með er lokið söluferli sem hófst fyrir meira en ári þegar hingað kom starfsmaður frá ráðgjafafyrirtækinu Scandcap í Stokkhólmi sem vildi taka að sér sölu á fyrirtækinu,“ segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi aðaleigandi og einn af stofnendum Betware. Hann segir að salan eigi ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins, en þar starfa um 120 manns, þar af sjötíu hér á landi. „Það liggur fyrir að nýir eigendur ætla að efla fyrirtækið á Íslandi sem og erlendis. En eins og í öllum rekstri þá hefur ný stefnumörkun einhverjar breytingar í för með sér. Hins vegar er ekki útlit fyrir að starfsfólki verði fækkað enda er fyrirtækið í dag að bæta við sig fólki og höfuðstöðvar okkar verða áfram hér á landi,“ segir Stefán. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins en nýir aðilar á vegum Novomatic koma að hans sögn inn í stjórn þess. Stefán segir áhuga Novomatic á hugbúnaði sem Betware hefur þróað fyrir lottó-leiki vera meginástæðuna fyrir sölunni. „Þessi leikjamarkaður er mjög stór og Novomatic hefur sterka markaðshlutdeild á tveimur þriðju hlutum markaðarins á meðan afgangurinn, sem þeir hafa nánast ekkert komið nálægt, er lotterí og bingó.“ Tap var á Betware á síðasta ári en mesti hagnaður fyrirtækisins var á árinu 2010 þegar reksturinn skilaði 181 milljón króna. Stefán segir reksturinn hafa batnað til muna og að árið í ár verði að öllum líkindum eitt það besta í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. „Með þessum samruna fáum við meira afl frá stærri einingu og vonandi fleiri verkefni og aukinn stöðugleika,“ segir Stefán. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur verið selt til austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic. Samningur þess efnis var undirritaður í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það á milli tveir og þrír milljarðar króna. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware. Hlutaféð var áður í eigu stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og aðila sem tengjast þeim. Helstu stjórnendur Bet-ware halda hinum tíu prósentunum. „Þar með er lokið söluferli sem hófst fyrir meira en ári þegar hingað kom starfsmaður frá ráðgjafafyrirtækinu Scandcap í Stokkhólmi sem vildi taka að sér sölu á fyrirtækinu,“ segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi aðaleigandi og einn af stofnendum Betware. Hann segir að salan eigi ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins, en þar starfa um 120 manns, þar af sjötíu hér á landi. „Það liggur fyrir að nýir eigendur ætla að efla fyrirtækið á Íslandi sem og erlendis. En eins og í öllum rekstri þá hefur ný stefnumörkun einhverjar breytingar í för með sér. Hins vegar er ekki útlit fyrir að starfsfólki verði fækkað enda er fyrirtækið í dag að bæta við sig fólki og höfuðstöðvar okkar verða áfram hér á landi,“ segir Stefán. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins en nýir aðilar á vegum Novomatic koma að hans sögn inn í stjórn þess. Stefán segir áhuga Novomatic á hugbúnaði sem Betware hefur þróað fyrir lottó-leiki vera meginástæðuna fyrir sölunni. „Þessi leikjamarkaður er mjög stór og Novomatic hefur sterka markaðshlutdeild á tveimur þriðju hlutum markaðarins á meðan afgangurinn, sem þeir hafa nánast ekkert komið nálægt, er lotterí og bingó.“ Tap var á Betware á síðasta ári en mesti hagnaður fyrirtækisins var á árinu 2010 þegar reksturinn skilaði 181 milljón króna. Stefán segir reksturinn hafa batnað til muna og að árið í ár verði að öllum líkindum eitt það besta í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. „Með þessum samruna fáum við meira afl frá stærri einingu og vonandi fleiri verkefni og aukinn stöðugleika,“ segir Stefán.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira