Burt með stöðumælana! Björn Jón Bragason skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Fyrir meira en hálfri öld var tekið upp á því að innheimta gjald fyrir bílastæði við helstu verslunargötur í miðbæ Reykjavíkur til að tryggja sem best flæði í stæðin, enda óx bílaeign hröðum skrefum á þeim tíma og tilfinnanlegur skortur var orðinn á stæðum. Markmiðið með gjaldheimtu fyrir bílastæði hefur aldrei verið annað en að tryggja sem hagkvæmasta nýtingu á stæðunum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar notað sér bílastæðin sem féþúfu og hækkað gjöldin óhæfilega. Gjaldtakan er hemill á að fólk komi í bæinn og þá mismunar borgin kaupmönnum, því ekki er innheimt gjald á verslunarsvæðum annars staðar í borgarlandinu. En það eru til betri leiðir til að tryggja sem best flæði í bílastæði. Víða á meginlandi Evrópu, sem og á Akureyri, er notast við framrúðuskífur eða svokallaðar „bílaklukkur“ með góðum árangri. Ef slíkt fyrirkomulag yrði tekið upp í miðbæ Reykjavíkur gætum við til að mynda hugsað okkur að við Laugaveginn sjálfan mætti leggja í tuttugu mínútur til hálfa klukkustund. Í hliðargötum og öðrum nálægum götum í tvær klukkustundir og fjærst, á Skúlagötusvæðinu, væru langtímastæði sem sér í lagi myndu gagnast starfsfólki verslana og annarra fyrirtækja sem þyrftu að leggja bílum sínum allan daginn. Framrúðuskífurnar hafa gefist afar vel á Akureyri og leitt til mun betri nýtingar á stæðum og þá hafa heildartekjur bílastæðasjóðsins þar nyrðra aukist eftir breytinguna. Almenn ánægja ríkir meðal kaupmanna sem og bæjarbúa með framrúðuskífurnar. Það er afar mikils virði fyrir borgina að verslun og þjónusta fái áfram dafnað í miðbænum. Stuðlum að því að borgarbúar sæki í ríkara mæli í bæinn og fjarlægjum stöðumælana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir meira en hálfri öld var tekið upp á því að innheimta gjald fyrir bílastæði við helstu verslunargötur í miðbæ Reykjavíkur til að tryggja sem best flæði í stæðin, enda óx bílaeign hröðum skrefum á þeim tíma og tilfinnanlegur skortur var orðinn á stæðum. Markmiðið með gjaldheimtu fyrir bílastæði hefur aldrei verið annað en að tryggja sem hagkvæmasta nýtingu á stæðunum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar notað sér bílastæðin sem féþúfu og hækkað gjöldin óhæfilega. Gjaldtakan er hemill á að fólk komi í bæinn og þá mismunar borgin kaupmönnum, því ekki er innheimt gjald á verslunarsvæðum annars staðar í borgarlandinu. En það eru til betri leiðir til að tryggja sem best flæði í bílastæði. Víða á meginlandi Evrópu, sem og á Akureyri, er notast við framrúðuskífur eða svokallaðar „bílaklukkur“ með góðum árangri. Ef slíkt fyrirkomulag yrði tekið upp í miðbæ Reykjavíkur gætum við til að mynda hugsað okkur að við Laugaveginn sjálfan mætti leggja í tuttugu mínútur til hálfa klukkustund. Í hliðargötum og öðrum nálægum götum í tvær klukkustundir og fjærst, á Skúlagötusvæðinu, væru langtímastæði sem sér í lagi myndu gagnast starfsfólki verslana og annarra fyrirtækja sem þyrftu að leggja bílum sínum allan daginn. Framrúðuskífurnar hafa gefist afar vel á Akureyri og leitt til mun betri nýtingar á stæðum og þá hafa heildartekjur bílastæðasjóðsins þar nyrðra aukist eftir breytinguna. Almenn ánægja ríkir meðal kaupmanna sem og bæjarbúa með framrúðuskífurnar. Það er afar mikils virði fyrir borgina að verslun og þjónusta fái áfram dafnað í miðbænum. Stuðlum að því að borgarbúar sæki í ríkara mæli í bæinn og fjarlægjum stöðumælana.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar