Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar 11. ágúst 2025 13:30 Í þessari samantekt er því velt upp hvort umræða um banaslys í Reynisfjöru hafi verið of einhliða og ósanngjörn. Með áherslu á að ferðamenn séu frekar vitlausir, fylgi ekki öryggisleiðbeiningum og séu aðallega sjálfir ábyrgir á slysum sem þeir verða fyrir, erum við líklega ekki á réttri leið í þessu samtali og ólíkleg til þess að ná árangri með umbætur. Þetta samtal um „vitlausu ferðamennina“ er sérkennilegt af of mörgum ástæðum. Til dæmis hefur verið skautað full hratt yfir þá staðreynd að viðvörunarskilti sem miðlar upplýsingum um alvarlega hættu til gesta í Reynisfjöru, lá niðri. Hvernig á fólk að meðtaka upplýsingar á mikilvægum viðvörunraskiltum sem eru ekki sýnileg? Margir helstu fjölmiðla landsins sneiða fram hjá þeirri staðreynd að tiltölulega nýtt viðvörunarskilti hafði fokið burt og því rangt og ósanngjarnt gagnvart foreldrum stúlkunnar sem lést í Reynisfjöru að tala almennt um ferðamenn sem hlusti ekki né taki mark á leiðbeiningum. Annað sem vakti athygli mína er skortur á samtali varðandi hvers vegna viðvörunarskilti lá niðri. Öll íslensk mannvirki eiga samkvæmt lögum að þola íslenskar veðuraðstæður, flest mannvirki gera það enda. Var skiltið hannað (burðarþolshannað) upphaflega í samræmi við gildandi regluverk? Var eðlilega staðið að framkvæmdinni? Hver ber ábyrgð á augljósum tæknilegum galla í burðarkerfi mikilvægs viðvörunarskiltis, sem fauk í vondu veðri? Á Íslandi gilda lög um hönnun mannvirkja sem ber að hanna með tilliti til evrópskra hönnunarstaðla og tilheyrandi þjóðarskjala. Í þjóðarskjölum er tekið tillit til staðbundinna aðstæðna, s.s. vinds, landyfirborðs og staðsetningar og jafnvel jarðskjálfta. Það liggur fyrir að lögum var ekki fylgt við hönnun og/eða framkvæmd um uppsetningu viðvörunarskiltis. Ég blanda mér ekki í lögfræðilegt samtal um mannréttindi, réttindi og skyldur opinberra aðila almennt gagnvart öðrum þjóðum, en mannvirki sem fjúka eru afar sterk vísbending um að lögum hafi ekki verið fylgt. Afleiðingarnar eru skýrar. Umræðan virðist mér enn á nokkrum villigötum þegar kemur að viðbragði ábyrgðaraðila eftir að viðvörunarskiltið fauk - þetta í raun grundvallar öryggisþáttur. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að viðvörunarskiltið hafi legið niðri vikum saman, en skv. leiðsögufólki sem kemur reglulega í Reynisfjöru hafði viðvörunraskiltið legið niðri í fjóra mánuði. Nokkrir dagar jafnvel klukkustundir eru langur tími þegar svo alvarleg hætta er á ferðum sem raun ber ítrekað vitni um. Fyrsta eðlilega öryggisráðstöfunin hefði verið að loka aðgengi að fjörunni þar til nýtt viðvörunarskilti hefði verið sett upp. Þetta var ekki gert, hvers vegna var aðgengi að fjörunni ekki lokað strax eftir að skiltið fauk? Reynisfjara er ekki eins og hver önnur íslensk fjara - ekki eins og bjargbrún sem fólk sér og getur valið að passa sig á - aldan í fjörunni hegðar sér óvenjulega. Þannig er hættan í fjörunni leynd og ólík öðrum fjörum í því hvernig sjórinn gengur skyndilega upp á sandinn. Það er engin leið fyrir fólk sem hefur ekki séð það með eigin augum að átta sig á því hve hættuleg þessi einstaka fjara er í raun. Ég hef séð marga detta í Reynisfjöru, vegna skyndilegs áhlaups öldunnar upp á sandinn, það þarf ekki sérstakt óveður til né þarf að ganga alveg að fjöruborðinu. Fólk telur sig halda góðri fjarlægð, en svo verður skyndileg hraðabreyting á öldunni og hún kýlist á örskotsstundu langt upp á sandinn. Í verkfræði þekkist það að beita ákveðinni öryggishugsun, bæði í hönnun og stjórnun, enda hefur líf fólks forgang umfram allt annað (sbr. lög/evrópustaðlar um umhverfi og mannvirki). Öryggishugsun snýst um að setja öryggi í forgang - þá þannig að á því sé enginn vafi - og varðar í raun allar ákvarðarnir bæði í stóru og smáu, í gegnum allt ferli hönnunar, framleiðslu og framkvæmda. Lokun Reynisfjöru hefði án efa flýtt mjög fyrir hönnun og framkvæmd um uppsetningu nýs viðvörunarskiltis - einföld ákvörðun í þágu almannaöryggis. Viðvörunarskilti er mannvirki sem lýtur lögum um hönnun mannvirkja. Tökum dæmi af öðru sambærilegu: Brýr fyrir bíla eru mannvirki sem lúta sömu lögum um hönnun, öryggi og frágang (sem og vegurinn sjálfur, angi af öðrum sambærilegum málium). Ef brú hrynur eða er metin ótrygg er veginum að henni lokað. Við bíðum ekki eftir því að næsti bíll aki beint fram af og inn í dauðann, umferð er beint annað og viðkomandi vegi haldið lokuðum þar til ný örugg brú hefur verið byggð. Þegar náttúarn ræðst að brúm, vegum og öðrum mannanna verkum og tekur þau úr umferð, er fyrsta rökrétta öryggisráðstöfun umsjónaraðila að loka á umferð þegar hætta skapast af því. Fleira vekur upp spurningar um öryggismál í Reynisfjöru. Sjónarvottar að slysinu hafa látið hafa eftir sér að reipi í björgunarbúnaði hafi verið samanhnýtt, að reipið sjálft hafi verið lítið burðugt (of mjótt) og myndi nær örugglega slitna strax, ef það hefði þá verið mögulegt að koma björgunarbúnaði út, sem reyndist ekki vera. Reipi þarf svo sem ekki að vera þykkt til að vera sterkt, en samanhnýting reipis bendir til að það hafi slitnað og ekki verið lagað/endurnýjað. Hvernig var þetta hugsað? Björgunarbúnaður í Reynisfjöru virðist ekki hafa virkað, var hann prófaður eða yfirfarinn? Þeir sem starfa að öryggismálum vita að björgunarbúnaður þarf að vera í lagi þegar á reynir. Það er vont að lesa um það að níu ára stúlka hafi verið búin að halda sér á floti í tuttugu mínútur í öldurótinu, fjaran full af fólki, ekkert hægt að gera? Get ekki fallist á að það sé eðlilegt, í öllu falli þarf að spyrja hvort búnaður hafi verið af réttri gerð. Það er ekki nóg að kaupa björgunarbúnað (þó hann sé „staðlaður“), hann verður að virka í aðstæðunum sem hann á að notast í. Og það þarf að vera til staðar vitneskja og þjálfun í notkun búnaðarins. Oftast þarf að aðlaga staðlaðar lausnir sem koma erlendis frá að íslenskum aðstæðum, mjög oft þarf sérlausnir. Hvernig fór þessi vinna um val, hönnun og uppsetningu björgunarbúnaðar fram? Öryggishugsun, eftirfylgni, verkefnisstjórnun, regluverk um mannvirki, viðhald, eftirlit og prófanir, þetta virðist allt hafa verið í ólagi í Reynisfjöru. Það sem stuðar mig töluvert í þessu samtali þjóðarinnar um málið (banaslys ungrar stúlku) er viljinn til þess að skauta fram hjá mikilvægum meginatriðum og fara beint í eitthvert almennt samtal um náttúru Íslands og ferðaþjónustuna. Ásakanir þess efnis að ferðamenn fylgi ekki öryggisleiðbeiningum sem fjúka í íslenskum veðrum, eru ekki settar upp aftur og eru þar með ekki sýnilegar neinum, hlýtur að vera umræða á villigötum. Þá er öryggisbúnaður sem ekki virkar jafnvel hættulegri en enginn, því hann gefur fyrirheit um öryggi tengt viðbragði sem er svo ekki til staðar þegar á reynir. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Í þessari samantekt er því velt upp hvort umræða um banaslys í Reynisfjöru hafi verið of einhliða og ósanngjörn. Með áherslu á að ferðamenn séu frekar vitlausir, fylgi ekki öryggisleiðbeiningum og séu aðallega sjálfir ábyrgir á slysum sem þeir verða fyrir, erum við líklega ekki á réttri leið í þessu samtali og ólíkleg til þess að ná árangri með umbætur. Þetta samtal um „vitlausu ferðamennina“ er sérkennilegt af of mörgum ástæðum. Til dæmis hefur verið skautað full hratt yfir þá staðreynd að viðvörunarskilti sem miðlar upplýsingum um alvarlega hættu til gesta í Reynisfjöru, lá niðri. Hvernig á fólk að meðtaka upplýsingar á mikilvægum viðvörunraskiltum sem eru ekki sýnileg? Margir helstu fjölmiðla landsins sneiða fram hjá þeirri staðreynd að tiltölulega nýtt viðvörunarskilti hafði fokið burt og því rangt og ósanngjarnt gagnvart foreldrum stúlkunnar sem lést í Reynisfjöru að tala almennt um ferðamenn sem hlusti ekki né taki mark á leiðbeiningum. Annað sem vakti athygli mína er skortur á samtali varðandi hvers vegna viðvörunarskilti lá niðri. Öll íslensk mannvirki eiga samkvæmt lögum að þola íslenskar veðuraðstæður, flest mannvirki gera það enda. Var skiltið hannað (burðarþolshannað) upphaflega í samræmi við gildandi regluverk? Var eðlilega staðið að framkvæmdinni? Hver ber ábyrgð á augljósum tæknilegum galla í burðarkerfi mikilvægs viðvörunarskiltis, sem fauk í vondu veðri? Á Íslandi gilda lög um hönnun mannvirkja sem ber að hanna með tilliti til evrópskra hönnunarstaðla og tilheyrandi þjóðarskjala. Í þjóðarskjölum er tekið tillit til staðbundinna aðstæðna, s.s. vinds, landyfirborðs og staðsetningar og jafnvel jarðskjálfta. Það liggur fyrir að lögum var ekki fylgt við hönnun og/eða framkvæmd um uppsetningu viðvörunarskiltis. Ég blanda mér ekki í lögfræðilegt samtal um mannréttindi, réttindi og skyldur opinberra aðila almennt gagnvart öðrum þjóðum, en mannvirki sem fjúka eru afar sterk vísbending um að lögum hafi ekki verið fylgt. Afleiðingarnar eru skýrar. Umræðan virðist mér enn á nokkrum villigötum þegar kemur að viðbragði ábyrgðaraðila eftir að viðvörunarskiltið fauk - þetta í raun grundvallar öryggisþáttur. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að viðvörunarskiltið hafi legið niðri vikum saman, en skv. leiðsögufólki sem kemur reglulega í Reynisfjöru hafði viðvörunraskiltið legið niðri í fjóra mánuði. Nokkrir dagar jafnvel klukkustundir eru langur tími þegar svo alvarleg hætta er á ferðum sem raun ber ítrekað vitni um. Fyrsta eðlilega öryggisráðstöfunin hefði verið að loka aðgengi að fjörunni þar til nýtt viðvörunarskilti hefði verið sett upp. Þetta var ekki gert, hvers vegna var aðgengi að fjörunni ekki lokað strax eftir að skiltið fauk? Reynisfjara er ekki eins og hver önnur íslensk fjara - ekki eins og bjargbrún sem fólk sér og getur valið að passa sig á - aldan í fjörunni hegðar sér óvenjulega. Þannig er hættan í fjörunni leynd og ólík öðrum fjörum í því hvernig sjórinn gengur skyndilega upp á sandinn. Það er engin leið fyrir fólk sem hefur ekki séð það með eigin augum að átta sig á því hve hættuleg þessi einstaka fjara er í raun. Ég hef séð marga detta í Reynisfjöru, vegna skyndilegs áhlaups öldunnar upp á sandinn, það þarf ekki sérstakt óveður til né þarf að ganga alveg að fjöruborðinu. Fólk telur sig halda góðri fjarlægð, en svo verður skyndileg hraðabreyting á öldunni og hún kýlist á örskotsstundu langt upp á sandinn. Í verkfræði þekkist það að beita ákveðinni öryggishugsun, bæði í hönnun og stjórnun, enda hefur líf fólks forgang umfram allt annað (sbr. lög/evrópustaðlar um umhverfi og mannvirki). Öryggishugsun snýst um að setja öryggi í forgang - þá þannig að á því sé enginn vafi - og varðar í raun allar ákvarðarnir bæði í stóru og smáu, í gegnum allt ferli hönnunar, framleiðslu og framkvæmda. Lokun Reynisfjöru hefði án efa flýtt mjög fyrir hönnun og framkvæmd um uppsetningu nýs viðvörunarskiltis - einföld ákvörðun í þágu almannaöryggis. Viðvörunarskilti er mannvirki sem lýtur lögum um hönnun mannvirkja. Tökum dæmi af öðru sambærilegu: Brýr fyrir bíla eru mannvirki sem lúta sömu lögum um hönnun, öryggi og frágang (sem og vegurinn sjálfur, angi af öðrum sambærilegum málium). Ef brú hrynur eða er metin ótrygg er veginum að henni lokað. Við bíðum ekki eftir því að næsti bíll aki beint fram af og inn í dauðann, umferð er beint annað og viðkomandi vegi haldið lokuðum þar til ný örugg brú hefur verið byggð. Þegar náttúarn ræðst að brúm, vegum og öðrum mannanna verkum og tekur þau úr umferð, er fyrsta rökrétta öryggisráðstöfun umsjónaraðila að loka á umferð þegar hætta skapast af því. Fleira vekur upp spurningar um öryggismál í Reynisfjöru. Sjónarvottar að slysinu hafa látið hafa eftir sér að reipi í björgunarbúnaði hafi verið samanhnýtt, að reipið sjálft hafi verið lítið burðugt (of mjótt) og myndi nær örugglega slitna strax, ef það hefði þá verið mögulegt að koma björgunarbúnaði út, sem reyndist ekki vera. Reipi þarf svo sem ekki að vera þykkt til að vera sterkt, en samanhnýting reipis bendir til að það hafi slitnað og ekki verið lagað/endurnýjað. Hvernig var þetta hugsað? Björgunarbúnaður í Reynisfjöru virðist ekki hafa virkað, var hann prófaður eða yfirfarinn? Þeir sem starfa að öryggismálum vita að björgunarbúnaður þarf að vera í lagi þegar á reynir. Það er vont að lesa um það að níu ára stúlka hafi verið búin að halda sér á floti í tuttugu mínútur í öldurótinu, fjaran full af fólki, ekkert hægt að gera? Get ekki fallist á að það sé eðlilegt, í öllu falli þarf að spyrja hvort búnaður hafi verið af réttri gerð. Það er ekki nóg að kaupa björgunarbúnað (þó hann sé „staðlaður“), hann verður að virka í aðstæðunum sem hann á að notast í. Og það þarf að vera til staðar vitneskja og þjálfun í notkun búnaðarins. Oftast þarf að aðlaga staðlaðar lausnir sem koma erlendis frá að íslenskum aðstæðum, mjög oft þarf sérlausnir. Hvernig fór þessi vinna um val, hönnun og uppsetningu björgunarbúnaðar fram? Öryggishugsun, eftirfylgni, verkefnisstjórnun, regluverk um mannvirki, viðhald, eftirlit og prófanir, þetta virðist allt hafa verið í ólagi í Reynisfjöru. Það sem stuðar mig töluvert í þessu samtali þjóðarinnar um málið (banaslys ungrar stúlku) er viljinn til þess að skauta fram hjá mikilvægum meginatriðum og fara beint í eitthvert almennt samtal um náttúru Íslands og ferðaþjónustuna. Ásakanir þess efnis að ferðamenn fylgi ekki öryggisleiðbeiningum sem fjúka í íslenskum veðrum, eru ekki settar upp aftur og eru þar með ekki sýnilegar neinum, hlýtur að vera umræða á villigötum. Þá er öryggisbúnaður sem ekki virkar jafnvel hættulegri en enginn, því hann gefur fyrirheit um öryggi tengt viðbragði sem er svo ekki til staðar þegar á reynir. Höfundur er verkfræðingur
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun