Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 15:32 Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí á næsta ári og sýnist mér að minnihlutinn í borginni ætli að beina spjótum sínum að menntamálum. Nýtt skólaár er að hefjast og hefur sú neikvæða umræða sem ýtt hefur verið úr vör varðandi hið meinta gallaða grunnskólakerfi eflaust ekki farið framhjá neinum sem ber hag skólanna fyrir brjósti þar sem vísað er í samanburðarkannanir við önnur lönd og því haldið fram að ytra mati hér á landi sé ábótavant og að grunnskólakerfið sé komið í þrot. Grunnskólakerfið er auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað en hún þarf að vera á réttum forsendum en ekki sem vopn í kosningarbaráttu. Þar sem ég hef ákveðið að blanda mér í þessa umræðu þá vil ég nefna að gögnin vantar ekki til að rýna í. Ég veit ekki hvað fer mikill tími hjá mér og mínu samstarfsfólki í alls konar kannanir frá yfirvöldum, skráningar og skýrslur sem tengjast skólastarfinu og vinnu okkar með nemendum. Það að einhver komi í mýflugumynd inn í kennslustofuna hjá mér hefur ekkert að segja um gæði minnar kennslu. Það er eins og ef eftirlitsaðili í byggingariðnaðinum myndi skoða húsnæði og meta gæði þess með því að horfa á málninguna á veggjunum. Skólastarf er svo miklu, miklu meira en bara málningin á veggjunum. Nýtt skólaár markar alltaf ákveðið upphaf með nýjum áskorunum bæði hjá nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla. Ég hef verið að rýna í skólastarf síðan 1991 og vegna forvitni minnar verið óhrædd að færa mig á milli skóla og séð landslagið í skólum í ólíkum hverfum Reykjavíkur. Drifkrafturinn og metnaðurinn í skólastarfi hér á landi er enn að koma mér á óvart. Það sem ég hef aftur á móti vaxandi áhyggjur af er álag á starfsfólk og nemendur skólanna vegna áskorana sem vantar verkfæri til að takast á við. Og mestar áhyggjur hef ég af vaxandi aga og virðingarleysi í samfélaginu sem skilar sér inn í skólana eins og annað því skólarnir endurspegla það samfélag sem við búum í. Ef þið viljið vita hver mín mesta áskorun er sem kennari í grunnskóla í dag þá er það að kenna börnum sem vilja ekki læra og segjast ekki þurfa að læra það sem kennt er í skólunum því þau segja að þau geti fundið allar upplýsingar á netinu og mörg þeirra ætla sér að verða samfélagsmiðlastjörnur eða þau segja að foreldrar þeirra hafi hærri laun en ég þó þeir hafi ekki lært neitt. Svo finnst mér einnig mikil áskorun að kenna nýbúabörnum sem koma til landsins og segjast ekki vilja né þurfa að læra íslensku því að þau segjast ekki ætla að búa hér á landi í framtíðinni. Virðing og viðhorf þeirra sem eru hluti af skólakerfinu skiptir öllu máli, sbr. fiðrildaáhrifin, og spila aðstandendur barna þar lykilhlutverk. Góður skóli verður ekki til úr engu og þó að ég muni leggja mig alla fram svo að nemendur mínir nái að blómstra á eigin forsendum þá er það ekki gefið að þeir geri það. Kennslustofan mín er full af börnum sem koma frá ólíkum heimilum með ólík gildi og viðhorf. Öll telja þau að sín gildi og viðhorf séu þau einu réttu. Þess vegna er svo mikilvægt að temja sér og börnum sínum það að virða sig sjálf, sýna öðrum virðingu og leggja sig fram við að vera í góðri samvinnu við aðra en jafnframt að kenna það að setja mörk. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Samvinna og góð samskipti eru lykilatriði að farsæld og mælikvarðinn á góðan leiðtoga er ekki að sá sem getur haft hæst eða látið mest finna fyrir sér sé bestur. Það á enginn að þurfa að laskast á lífsins leið því að á vegi viðkomandi varð manneskja sem hefur ólíkar skoðanir og gildi og ákvað að meiða. Það er okkar fullorðna fólksins að vernda börnin og kenna þeim að lifa í sátt við aðra. Megi komandi skólaár verða farsælt og mannbætandi. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarkona í KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí á næsta ári og sýnist mér að minnihlutinn í borginni ætli að beina spjótum sínum að menntamálum. Nýtt skólaár er að hefjast og hefur sú neikvæða umræða sem ýtt hefur verið úr vör varðandi hið meinta gallaða grunnskólakerfi eflaust ekki farið framhjá neinum sem ber hag skólanna fyrir brjósti þar sem vísað er í samanburðarkannanir við önnur lönd og því haldið fram að ytra mati hér á landi sé ábótavant og að grunnskólakerfið sé komið í þrot. Grunnskólakerfið er auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað en hún þarf að vera á réttum forsendum en ekki sem vopn í kosningarbaráttu. Þar sem ég hef ákveðið að blanda mér í þessa umræðu þá vil ég nefna að gögnin vantar ekki til að rýna í. Ég veit ekki hvað fer mikill tími hjá mér og mínu samstarfsfólki í alls konar kannanir frá yfirvöldum, skráningar og skýrslur sem tengjast skólastarfinu og vinnu okkar með nemendum. Það að einhver komi í mýflugumynd inn í kennslustofuna hjá mér hefur ekkert að segja um gæði minnar kennslu. Það er eins og ef eftirlitsaðili í byggingariðnaðinum myndi skoða húsnæði og meta gæði þess með því að horfa á málninguna á veggjunum. Skólastarf er svo miklu, miklu meira en bara málningin á veggjunum. Nýtt skólaár markar alltaf ákveðið upphaf með nýjum áskorunum bæði hjá nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla. Ég hef verið að rýna í skólastarf síðan 1991 og vegna forvitni minnar verið óhrædd að færa mig á milli skóla og séð landslagið í skólum í ólíkum hverfum Reykjavíkur. Drifkrafturinn og metnaðurinn í skólastarfi hér á landi er enn að koma mér á óvart. Það sem ég hef aftur á móti vaxandi áhyggjur af er álag á starfsfólk og nemendur skólanna vegna áskorana sem vantar verkfæri til að takast á við. Og mestar áhyggjur hef ég af vaxandi aga og virðingarleysi í samfélaginu sem skilar sér inn í skólana eins og annað því skólarnir endurspegla það samfélag sem við búum í. Ef þið viljið vita hver mín mesta áskorun er sem kennari í grunnskóla í dag þá er það að kenna börnum sem vilja ekki læra og segjast ekki þurfa að læra það sem kennt er í skólunum því þau segja að þau geti fundið allar upplýsingar á netinu og mörg þeirra ætla sér að verða samfélagsmiðlastjörnur eða þau segja að foreldrar þeirra hafi hærri laun en ég þó þeir hafi ekki lært neitt. Svo finnst mér einnig mikil áskorun að kenna nýbúabörnum sem koma til landsins og segjast ekki vilja né þurfa að læra íslensku því að þau segjast ekki ætla að búa hér á landi í framtíðinni. Virðing og viðhorf þeirra sem eru hluti af skólakerfinu skiptir öllu máli, sbr. fiðrildaáhrifin, og spila aðstandendur barna þar lykilhlutverk. Góður skóli verður ekki til úr engu og þó að ég muni leggja mig alla fram svo að nemendur mínir nái að blómstra á eigin forsendum þá er það ekki gefið að þeir geri það. Kennslustofan mín er full af börnum sem koma frá ólíkum heimilum með ólík gildi og viðhorf. Öll telja þau að sín gildi og viðhorf séu þau einu réttu. Þess vegna er svo mikilvægt að temja sér og börnum sínum það að virða sig sjálf, sýna öðrum virðingu og leggja sig fram við að vera í góðri samvinnu við aðra en jafnframt að kenna það að setja mörk. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Samvinna og góð samskipti eru lykilatriði að farsæld og mælikvarðinn á góðan leiðtoga er ekki að sá sem getur haft hæst eða látið mest finna fyrir sér sé bestur. Það á enginn að þurfa að laskast á lífsins leið því að á vegi viðkomandi varð manneskja sem hefur ólíkar skoðanir og gildi og ákvað að meiða. Það er okkar fullorðna fólksins að vernda börnin og kenna þeim að lifa í sátt við aðra. Megi komandi skólaár verða farsælt og mannbætandi. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarkona í KFR.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun