Lægsta hvötin Teitur Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara tilfinninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræðalegar eða mjög persónulegar. Ekki síst ef við eigum von á því að fá neikvæð viðbrögð þegar við látum þær í ljós. Lítið og sætt dæmi sem flestir kannast við er að vera ástfanginn, en vera ekki viss um að sá sem ástin beinist að beri sömu tilfinningar til okkar og við til viðkomandi. Þessi glíma, að opinbera sig ekki fyrr en maður er nokkuð viss í sinni sök, leiðir af sér áhugaverð hegðunarmynstur og er oft á tíðum heilmikið leikrit. Hver man ekki eftir því að vera skotinn í fyrsta sinn, þvílíkt sem það var vandræðalegt allt saman! Svo vaxa menn úr grasi og þroskast, sumum gengur betur en öðrum að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga alltaf í jafn miklum erfiðleikum með það. Annað dæmi um tilfinningar sem við getum átt í erfiðleikum með að tjá er sorgin. Þeir sem ganga í gegnum lífið hafa allir á einhverjum tímapunkti orðið fyrir missi ástvinar, hvernig sem slíkt ber að, eða hver það er sem kveður, er það alltaf ákveðið áfall. Margir bera harm sinn í hljóði, sumir missa tökin á lífinu og tilverunni, aðrir bresta í grát og bera tilfinningar sínar á borð. Allir eiga það þó sameiginlegt að líða illa og eiga erfitt. Við vitum að engir tveir einstaklingar eru eins og upplifun þeirra því ekki sú sama, en af því að sorgin er það algengt fyrirbæri getum við að vissu leyti sett okkur í spor þess sem glímir við sorgina hverju sinni og við tökum þátt í henni. Með þessu er ég á engan hátt að einfalda sorgarferlið, né gera lítið úr tilfinningum einstaklinga heldur þvert á móti að benda á það að engin ein leið er út úr slíkri vanlíðan.Reiðin og gleðin Í tengslum við bæði ást og sorg er algengt að upplifa reiði sem á sér margar orsakir í sjálfu sér en grundvallast þó oftast á því að maður hefur ekki fulla stjórn á því sem er í kringum mann. Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur tilfinningum eða gjörðum annarra. Þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu lítil áhrif hann hefur brýst reiðin stundum út sem viðbragð. Við eigum auðveldara með að stjórna reiðinni þegar við sýnum auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að hafa takmarkaða stjórn. Reiði er í eðli sínu neikvæð tilfinning í samanburði við hinar fyrri sem byggja á væntumþykju og hluttekningu í lífi annarra. Hægt er að ræða ýmsar aðrar tilfinningar sem hafa áhrif á líf okkar og líðan en andstæðan við reiðina er gleðin sem virðist oftsinnis vera auðvelt að sýna og tjá sé hún til staðar. Henni fylgir jákvæðni og einhver orka sem er smitandi. Við viljum gjarnan vera í kringum þá sem eru glaðir og við þurfum að hlæja, helst sem mest. Þá er okkur mikilvæg svokölluð öryggistilfinning, ekki síður en hræðslan, en það eru tilfinningar sem byggja á lífshvötinni svokölluðu sem liggur til grundvallar því að viðhalda sjálfum sér. Hvatir og þarfir spila stórt hlutverk en í þann flokk falla til dæmis kynhvötin og kynþörfin sem geta brenglað verulega tilfinningalíf einstaklinga og hafa áhrif á samskipti þeirra við aðra. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þessar frumhvatir stýri meiru um það hvernig við högum okkur en flest annað. Oft er talað um hinar lægstu hvatir en erfitt er að skilgreina þær nema út frá þörfum og tilfinningum einstaklinga og því hvaða áhrif þær hafa á þá. Ef ég ætti að velja eina sem virðist ekkert jákvætt hafa með sér, þá væri það öfundin. Hún skilur ekkert uppbyggilegt eftir sig og megintilgangur hennar virðist vera að brjóta niður þann sem öfundar og skemma samskiptin við þann sem öfundast er út í. Meiningin með þessum freudíska pistli er að benda á við getum átt erfitt með að stjórna tilfinningum okkar en að við eigum að reyna að stefna að þeim jákvæðu sem veita vellíðan. Þá er skynsamlegt að tjá tilfinningar sínar á þann máta að þeir sem í kringum mann eru skilji og þurfi síður að geta í eyðurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara tilfinninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræðalegar eða mjög persónulegar. Ekki síst ef við eigum von á því að fá neikvæð viðbrögð þegar við látum þær í ljós. Lítið og sætt dæmi sem flestir kannast við er að vera ástfanginn, en vera ekki viss um að sá sem ástin beinist að beri sömu tilfinningar til okkar og við til viðkomandi. Þessi glíma, að opinbera sig ekki fyrr en maður er nokkuð viss í sinni sök, leiðir af sér áhugaverð hegðunarmynstur og er oft á tíðum heilmikið leikrit. Hver man ekki eftir því að vera skotinn í fyrsta sinn, þvílíkt sem það var vandræðalegt allt saman! Svo vaxa menn úr grasi og þroskast, sumum gengur betur en öðrum að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga alltaf í jafn miklum erfiðleikum með það. Annað dæmi um tilfinningar sem við getum átt í erfiðleikum með að tjá er sorgin. Þeir sem ganga í gegnum lífið hafa allir á einhverjum tímapunkti orðið fyrir missi ástvinar, hvernig sem slíkt ber að, eða hver það er sem kveður, er það alltaf ákveðið áfall. Margir bera harm sinn í hljóði, sumir missa tökin á lífinu og tilverunni, aðrir bresta í grát og bera tilfinningar sínar á borð. Allir eiga það þó sameiginlegt að líða illa og eiga erfitt. Við vitum að engir tveir einstaklingar eru eins og upplifun þeirra því ekki sú sama, en af því að sorgin er það algengt fyrirbæri getum við að vissu leyti sett okkur í spor þess sem glímir við sorgina hverju sinni og við tökum þátt í henni. Með þessu er ég á engan hátt að einfalda sorgarferlið, né gera lítið úr tilfinningum einstaklinga heldur þvert á móti að benda á það að engin ein leið er út úr slíkri vanlíðan.Reiðin og gleðin Í tengslum við bæði ást og sorg er algengt að upplifa reiði sem á sér margar orsakir í sjálfu sér en grundvallast þó oftast á því að maður hefur ekki fulla stjórn á því sem er í kringum mann. Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur tilfinningum eða gjörðum annarra. Þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu lítil áhrif hann hefur brýst reiðin stundum út sem viðbragð. Við eigum auðveldara með að stjórna reiðinni þegar við sýnum auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að hafa takmarkaða stjórn. Reiði er í eðli sínu neikvæð tilfinning í samanburði við hinar fyrri sem byggja á væntumþykju og hluttekningu í lífi annarra. Hægt er að ræða ýmsar aðrar tilfinningar sem hafa áhrif á líf okkar og líðan en andstæðan við reiðina er gleðin sem virðist oftsinnis vera auðvelt að sýna og tjá sé hún til staðar. Henni fylgir jákvæðni og einhver orka sem er smitandi. Við viljum gjarnan vera í kringum þá sem eru glaðir og við þurfum að hlæja, helst sem mest. Þá er okkur mikilvæg svokölluð öryggistilfinning, ekki síður en hræðslan, en það eru tilfinningar sem byggja á lífshvötinni svokölluðu sem liggur til grundvallar því að viðhalda sjálfum sér. Hvatir og þarfir spila stórt hlutverk en í þann flokk falla til dæmis kynhvötin og kynþörfin sem geta brenglað verulega tilfinningalíf einstaklinga og hafa áhrif á samskipti þeirra við aðra. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þessar frumhvatir stýri meiru um það hvernig við högum okkur en flest annað. Oft er talað um hinar lægstu hvatir en erfitt er að skilgreina þær nema út frá þörfum og tilfinningum einstaklinga og því hvaða áhrif þær hafa á þá. Ef ég ætti að velja eina sem virðist ekkert jákvætt hafa með sér, þá væri það öfundin. Hún skilur ekkert uppbyggilegt eftir sig og megintilgangur hennar virðist vera að brjóta niður þann sem öfundar og skemma samskiptin við þann sem öfundast er út í. Meiningin með þessum freudíska pistli er að benda á við getum átt erfitt með að stjórna tilfinningum okkar en að við eigum að reyna að stefna að þeim jákvæðu sem veita vellíðan. Þá er skynsamlegt að tjá tilfinningar sínar á þann máta að þeir sem í kringum mann eru skilji og þurfi síður að geta í eyðurnar.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun