Íslenskt, já takk! Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fjallar um að rýmka lög um notkun á þjóðfána Íslands. Ef slík lög verða samþykkt heimila þau notkun fánans við markaðssetningu á íslenskum vörum. Hugmyndin er að vörur, sem eru íslenskar að uppruna, verði þá vel merktar með íslenska fánanum. Þetta mál hefur lengi verið til umfjöllunar og farið fyrir nokkur þing á ýmsu formi.Hvað er íslenskur uppruni? Neytendur eiga rétt á að vita hvaðan varan sem þeir kaupa kemur; hvort sem það er mat- eða hönnunarvara. Mér finnst ekki rétt að selja fólki vörur í þeirri trú að varan sé íslensk, en þegar betur er að gáð þá er hráefnið erlent, framleiðslan fer fram erlendis en umbúðirnar eru á íslensku og vörumerkið íslenskt. En þegar rýnt er í smáa letrið kemur í ljós að varan er erlend að uppruna. Ég tek dæmi um kjötvörur sem eru stundum markaðssettar með þessum hætti. Svona vinnubrögð eru til þess fallin að blekkja neytendur. Annað dæmi er lopapeysuframleiðsla en lopapeysur eru mjög vinsæl vara hjá erlendum ferðamönnum og þeir telja sig vera að kaupa séríslenska vöru, merkta „Made in Iceland“. En það hefur gerst að lopinn, sem notaður er í peysurnar, er erlendur, framleiðslan fer fram erlendis og því ekkert íslenskt nema vörumerkið. Er þetta þá íslensk vara?Hönnun og hefðir Matar- og menningarferðamennska nýtur vaxandi vinsælda og því væri það ekki síður gagnlegt fyrir erlenda ferðamenn, sem áhuga hafa á innlendri matargerð og matarminjagripum, sem og íslenska neytendur, að vörur af íslenskum uppruna séu merktar með íslenska fánanum. Þær myndu klárlega vekja meiri athygli og um leið tryggja ákveðin gæði. Flækjustigið sem ég rak mig á við endurskoðun þessa frumvarps var skilgreiningin varðandi hönnunarvörur og hið sama gildir um hefðbundnar íslenskar matvörur, sem þó eru úr erlendu hráefni. Þannig að lausnin er að hönnunarvara sé hönnuð og framleidd hér á landi þó að hráefnið sé erlent, t.d. húsgögn og fatnaður. Hið sama gildir um vörur framleiddar skv. íslenskri hefð, eins og t.d. Nóakonfekt, kleinur og slíkt, en þær yrðu einnig skilgreindar sem vörur af íslenskum uppruna. Rétt er að geta þess að grundvöllur þessara skilgreininga og lagabreytingar er að fánanum sé ekki óvirðing gerð. Nú er þetta mál til umfjöllunar hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og verður vonandi afgreitt á Alþingi síðar í vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fjallar um að rýmka lög um notkun á þjóðfána Íslands. Ef slík lög verða samþykkt heimila þau notkun fánans við markaðssetningu á íslenskum vörum. Hugmyndin er að vörur, sem eru íslenskar að uppruna, verði þá vel merktar með íslenska fánanum. Þetta mál hefur lengi verið til umfjöllunar og farið fyrir nokkur þing á ýmsu formi.Hvað er íslenskur uppruni? Neytendur eiga rétt á að vita hvaðan varan sem þeir kaupa kemur; hvort sem það er mat- eða hönnunarvara. Mér finnst ekki rétt að selja fólki vörur í þeirri trú að varan sé íslensk, en þegar betur er að gáð þá er hráefnið erlent, framleiðslan fer fram erlendis en umbúðirnar eru á íslensku og vörumerkið íslenskt. En þegar rýnt er í smáa letrið kemur í ljós að varan er erlend að uppruna. Ég tek dæmi um kjötvörur sem eru stundum markaðssettar með þessum hætti. Svona vinnubrögð eru til þess fallin að blekkja neytendur. Annað dæmi er lopapeysuframleiðsla en lopapeysur eru mjög vinsæl vara hjá erlendum ferðamönnum og þeir telja sig vera að kaupa séríslenska vöru, merkta „Made in Iceland“. En það hefur gerst að lopinn, sem notaður er í peysurnar, er erlendur, framleiðslan fer fram erlendis og því ekkert íslenskt nema vörumerkið. Er þetta þá íslensk vara?Hönnun og hefðir Matar- og menningarferðamennska nýtur vaxandi vinsælda og því væri það ekki síður gagnlegt fyrir erlenda ferðamenn, sem áhuga hafa á innlendri matargerð og matarminjagripum, sem og íslenska neytendur, að vörur af íslenskum uppruna séu merktar með íslenska fánanum. Þær myndu klárlega vekja meiri athygli og um leið tryggja ákveðin gæði. Flækjustigið sem ég rak mig á við endurskoðun þessa frumvarps var skilgreiningin varðandi hönnunarvörur og hið sama gildir um hefðbundnar íslenskar matvörur, sem þó eru úr erlendu hráefni. Þannig að lausnin er að hönnunarvara sé hönnuð og framleidd hér á landi þó að hráefnið sé erlent, t.d. húsgögn og fatnaður. Hið sama gildir um vörur framleiddar skv. íslenskri hefð, eins og t.d. Nóakonfekt, kleinur og slíkt, en þær yrðu einnig skilgreindar sem vörur af íslenskum uppruna. Rétt er að geta þess að grundvöllur þessara skilgreininga og lagabreytingar er að fánanum sé ekki óvirðing gerð. Nú er þetta mál til umfjöllunar hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og verður vonandi afgreitt á Alþingi síðar í vetur.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar