Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 15. ágúst 2025 12:03 Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Fyrir tveimur árum benti ég með blaðagrein á að löggjafinn hefði ákveðið, í reglugerð um fiskeldi, að vísa til norsks staðals frá 2009 um gerð og virkni sjókvíaelda sem ætlað var að hindra strok. Þar sem bæði var til nýrri staðall frá Norðmönnum sem gekk lengra og annar alþjóðlegur sem gekk talsvert lengra líka var þessi reglugerð í ósamræmi við ákvæði laga um fiskeldi sem sögðu til um að vísa ætti til STRÖNGUSTU staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki á sjó. Nú tveimur árum síðar er enn vísað í þennan staðal frá 2009 í umræddri reglugerð þó reyndar sé breytingartillögu að finna í Samráðsgáttinni þar sem lagt er til að vísa í nýrri útgáfu staðalsins frá 2021. Nýrri útgáfan gengur talsvert lengra og er það vel. Þetta hefur hins vegar tekið allt of langan tíma auk þess sem viðurlögin við brotum á viðhaldi, eftirliti og viðbrögð við stroki eru í besta falli hlægileg. Lagaramminn er í grunninn skítlélegur. 500.000 kr. dagsektir bíta ekki fyrirtæki sem hagnast um milljarða á ári. Í tilviki Arctic Sea Farm í Dýrafirði eru slíkar dagsektir 3.800 daga að éta upp hagnað síðasta árs eða 10 og hálft ár. Þá verður ekki betur séð en að eftirliti sé verulega áfátt og það vekur hreinlega upp spurningar um ásetning. Af hverju smíðar einhver vísvitandi regluverk sem virkar ekki? Er einhver falinn ávinningur í því eða erum við bara svona ógeðslega léleg í að verja okkur og hagsmuni okkar? Ef þetta, og ýmislegt fleira sem finna má að lélegu regluverki og slöppu eftirliti, er ekki spilling, þá er löngu orðið tímabært að stjórnvöld líti í auknum mæli til staðla til að útfæra löggjöfina og tryggja að þær girðingar, sem þó eru reistar, haldi. Gott fyrsta skref væri að byrja á að fylgja kröfunum sem þegar hafa verið gerðar en ekki er fylgt eftir. Það er fjöldi dæma um allt samfélagið þar sem stjórnvöld hafa vísvitandi og af ásetningi veitt afslátt af eðlilegum og lögbundnum, stöðluðum kröfum sem eiga að vernda okkur. Í meðvirkni við hagsmunaaðila sem virðast geta öskrað fram afslátt af öllum fjandanum. Við erum ekkert of góð til að undirgangast sömu kröfur og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert náttúrulögmál að hér eigi villta vestrið að ríkja í alls kyns málum eins og raunin er, því það erum alltaf við sem berum áhættuna og kostnaðinn af fúskinu sem af hlýst . Venjulegt fólk. Eða náttúran í tilviki sjókvíaeldis. Það er engin tilviljun að staðlar eru vel metin stjórntæki um allan heim og þær þjóðir sem hafa það að markmiði að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni sinni leggja mikið í staðlastarf. Það er engin tilviljun að alþjóðastofnanir eins og WTO, Worldbank, OECD, Sþ og ýmsir fleiri leggja áherslu á staðlanotkun. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið notar staðla markvisst sem hluta löggjafar til að tryggja öryggi fólks, neytendavernd, líf og limi. Á Íslandi er hins vegar oft látið eins og um sé að ræða leiðindamál sem menn eru dyggilega aðstoðaðir við að komast undan. Og þess vegna er fúsk landlægt hér á mörgum sviðum atvinnulífsins sem skaðar okkur þegar til lengri tíma er litið. Örfáir græða hins vegar á þessum veigamiklu afsláttum stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Fyrir tveimur árum benti ég með blaðagrein á að löggjafinn hefði ákveðið, í reglugerð um fiskeldi, að vísa til norsks staðals frá 2009 um gerð og virkni sjókvíaelda sem ætlað var að hindra strok. Þar sem bæði var til nýrri staðall frá Norðmönnum sem gekk lengra og annar alþjóðlegur sem gekk talsvert lengra líka var þessi reglugerð í ósamræmi við ákvæði laga um fiskeldi sem sögðu til um að vísa ætti til STRÖNGUSTU staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki á sjó. Nú tveimur árum síðar er enn vísað í þennan staðal frá 2009 í umræddri reglugerð þó reyndar sé breytingartillögu að finna í Samráðsgáttinni þar sem lagt er til að vísa í nýrri útgáfu staðalsins frá 2021. Nýrri útgáfan gengur talsvert lengra og er það vel. Þetta hefur hins vegar tekið allt of langan tíma auk þess sem viðurlögin við brotum á viðhaldi, eftirliti og viðbrögð við stroki eru í besta falli hlægileg. Lagaramminn er í grunninn skítlélegur. 500.000 kr. dagsektir bíta ekki fyrirtæki sem hagnast um milljarða á ári. Í tilviki Arctic Sea Farm í Dýrafirði eru slíkar dagsektir 3.800 daga að éta upp hagnað síðasta árs eða 10 og hálft ár. Þá verður ekki betur séð en að eftirliti sé verulega áfátt og það vekur hreinlega upp spurningar um ásetning. Af hverju smíðar einhver vísvitandi regluverk sem virkar ekki? Er einhver falinn ávinningur í því eða erum við bara svona ógeðslega léleg í að verja okkur og hagsmuni okkar? Ef þetta, og ýmislegt fleira sem finna má að lélegu regluverki og slöppu eftirliti, er ekki spilling, þá er löngu orðið tímabært að stjórnvöld líti í auknum mæli til staðla til að útfæra löggjöfina og tryggja að þær girðingar, sem þó eru reistar, haldi. Gott fyrsta skref væri að byrja á að fylgja kröfunum sem þegar hafa verið gerðar en ekki er fylgt eftir. Það er fjöldi dæma um allt samfélagið þar sem stjórnvöld hafa vísvitandi og af ásetningi veitt afslátt af eðlilegum og lögbundnum, stöðluðum kröfum sem eiga að vernda okkur. Í meðvirkni við hagsmunaaðila sem virðast geta öskrað fram afslátt af öllum fjandanum. Við erum ekkert of góð til að undirgangast sömu kröfur og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert náttúrulögmál að hér eigi villta vestrið að ríkja í alls kyns málum eins og raunin er, því það erum alltaf við sem berum áhættuna og kostnaðinn af fúskinu sem af hlýst . Venjulegt fólk. Eða náttúran í tilviki sjókvíaeldis. Það er engin tilviljun að staðlar eru vel metin stjórntæki um allan heim og þær þjóðir sem hafa það að markmiði að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni sinni leggja mikið í staðlastarf. Það er engin tilviljun að alþjóðastofnanir eins og WTO, Worldbank, OECD, Sþ og ýmsir fleiri leggja áherslu á staðlanotkun. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið notar staðla markvisst sem hluta löggjafar til að tryggja öryggi fólks, neytendavernd, líf og limi. Á Íslandi er hins vegar oft látið eins og um sé að ræða leiðindamál sem menn eru dyggilega aðstoðaðir við að komast undan. Og þess vegna er fúsk landlægt hér á mörgum sviðum atvinnulífsins sem skaðar okkur þegar til lengri tíma er litið. Örfáir græða hins vegar á þessum veigamiklu afsláttum stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar