Branson tekur á móti Bitcoin Freyr Bjarnason skrifar 28. nóvember 2013 07:00 Auðkýfingurinn segir Bitcoin nýjan og spennandi gjaldmiðil. nordicphotos/afp Breski auðkýfingurinn Sir Richard Branson mun taka við stafræna gjaldmiðlinum Bitcoin frá þeim sem ætla að kaupa ferð út í geiminn í gegnum fyrirtæki hans Virgin Galactic. Í samtali við fréttastofuna NBC sagði hann þetta „nýjan og spennandi gjaldmiðil“ en hann var kynntur til sögunnar árið 2008. Miðinn út í geim kostar 250 þúsund dali, eða um þrjátíu milljónir króna. Branson hefur tilkynnt um að fyrsta farþegaflugið út í geim verði farið á næsta ári. Branson og börnin hans Holly og Sam verða um borð í geimfarinu SpaceShipTwo sem þýtur af stað frá Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. NBC mun fylgjast með förinni í beinni útsendingu. „Virgin Galactic er himinlifandi með að NBC Universal fari með okkur í þessa fyrstu ferð út í geiminn,“ sagði Branson. „Í þessum fyrsta kafla geimferða viljum við gera geiminn aðgengilegri og fá almenning úti um allan heim til að taka þátt í könnun alheimsins og til að vera hluti af nýjungum í vísindum.“ Sharon Scott, forseti og framkvæmdastjóri Peapock Productions sem er hluti af NBC News, er spennt fyrir beinu útsendingunni. „Þátttaka Sir Richards og barnanna hans í fyrsta farþegafluginu út í geiminn verður einn eftirminnilegasti atburður sjónvarpssögunnar.“ Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breski auðkýfingurinn Sir Richard Branson mun taka við stafræna gjaldmiðlinum Bitcoin frá þeim sem ætla að kaupa ferð út í geiminn í gegnum fyrirtæki hans Virgin Galactic. Í samtali við fréttastofuna NBC sagði hann þetta „nýjan og spennandi gjaldmiðil“ en hann var kynntur til sögunnar árið 2008. Miðinn út í geim kostar 250 þúsund dali, eða um þrjátíu milljónir króna. Branson hefur tilkynnt um að fyrsta farþegaflugið út í geim verði farið á næsta ári. Branson og börnin hans Holly og Sam verða um borð í geimfarinu SpaceShipTwo sem þýtur af stað frá Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. NBC mun fylgjast með förinni í beinni útsendingu. „Virgin Galactic er himinlifandi með að NBC Universal fari með okkur í þessa fyrstu ferð út í geiminn,“ sagði Branson. „Í þessum fyrsta kafla geimferða viljum við gera geiminn aðgengilegri og fá almenning úti um allan heim til að taka þátt í könnun alheimsins og til að vera hluti af nýjungum í vísindum.“ Sharon Scott, forseti og framkvæmdastjóri Peapock Productions sem er hluti af NBC News, er spennt fyrir beinu útsendingunni. „Þátttaka Sir Richards og barnanna hans í fyrsta farþegafluginu út í geiminn verður einn eftirminnilegasti atburður sjónvarpssögunnar.“
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira