Orðsending til íslenskra karlmanna Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á hvert ég fer og hvenær, hvernig ég lít út, við hvern ég tala og hvernig ég kemst heim. Þessar áhyggjur hefjast strax og ég er komin með nægt vit til að ráða mér sjálf. Ég þarf alltaf að gæta þess hvaða skilaboð ég gef frá mér því ég veit aldrei hvernig hinn aðilinn les úr þeim. Ég er oft kölluð ljótum nöfnum ef ég læt skoðanir mínar í ljós, stundum svo ég heyri til, stundum ekki. Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn. Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns. Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi. Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því. Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á hvert ég fer og hvenær, hvernig ég lít út, við hvern ég tala og hvernig ég kemst heim. Þessar áhyggjur hefjast strax og ég er komin með nægt vit til að ráða mér sjálf. Ég þarf alltaf að gæta þess hvaða skilaboð ég gef frá mér því ég veit aldrei hvernig hinn aðilinn les úr þeim. Ég er oft kölluð ljótum nöfnum ef ég læt skoðanir mínar í ljós, stundum svo ég heyri til, stundum ekki. Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn. Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns. Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi. Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því. Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar