Útvarpsstjóri kvaddur Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Útvarpsstjóri, Páll Magnússon, brást við með sama hætti og forstöðumenn ríkisstofnana eiga að bregðast við þegar fjárveitingar eru lækkaðar. Hann dró saman seglin, sagði upp starfsmönnum og ákvað að hætta áður áformuðum útgjaldatilefnum. Lengi má deila um hvort réttu fólki eða röngu var sagt upp störfum. Hvort þessi útvarpsdagskrá eða hin var aflögð. Sjálfur er ég ekki ýkja sáttur við val útvarpsstjóra. Hefði gjarna viljað að Evróvisjón – eitt allra dýrasta dagskrárefni RUV – víki. Dagskrárefni þar sem vonir eru einna helst bundnar við að íslenska dagskráin vinni ekki þar sem vinningur yrði þjóðinni allt of kostnaðarsamur. Nú, eða að dýr þáttur um stjórnandann sjálfan – hann að éta stærsta hamborgara sögunnar eða hann að keyra stærsta flutningabíl vestanhafs eða hann undir stýri á risavöxnum vinnuvélum við akuryrkju á sléttum Kanada – væri látinn víkja; ekki síst þar sem önnur aðalpersóna þáttanna, hundur þáttastjórnandans, var ekki lengur „aktívur“. Sjálfsagt eru fjölmargir landsmenn afskaplega hrifnir af því dagskrárefni, þó ég sé það ekki og því gagnrýni ég ekki útvarpsstjórann þó hann láti það ekki víkja.Slíka ber að reka Þeir sem gagnrýnt hafa útvarpsstjórann eru oft sömu einstaklingar og gagnrýnt hafa ríkisforstjóra hvað ákafast fyrir að virða að vettugi ákvarðanir fjárveitingavaldsins um niðurskurð í úthlutun rekstrarfjármuna. Þeir hinir sömu krefjast þess á bloggsíðum, að slíkir ríkisforstjórar verði reknir! Nú kröfðust sömu einstaklingar í bloggheimum þess, að ríkisforstjóri RUV yrði rekinn fyrir að framfylgja ákvörðunum fjárveitingavaldsins um rekstrarútgjöld þeirrar stofnunar, sem forstjórinn stýrir. Fjárveitingavaldið – Alþingi Íslendinga – tekur ákvörðun um hvaða fjármunum á að verja til reksturs ríkisstofnana. Forstöðumönnum þeirra er skylt að framfylgja slíkum ákvörðunum. Þeim ber því skylda til þess að segja upp því starfsfólki og leggja af þá útgjaldaliði, sem ekki er fjárveiting fyrir. Deila má um hvort segja eigi upp Jóni eða Pétri eða hvort eigi að hætta við Evróvisjón eða næturfréttatíma, en eftir stendur að ríkisforstjórinn ber ábyrgð á því að fyrirmælum fjárveitingavaldsins sé hlýtt. Geri ríkisforstjóri það ekki er þess nú krafist að hann sé rekinn! Ég þurfti sem forstöðumaður ríkisstofnunar að draga saman útgjöld minnar stofnunar um 50% milli ára. Því fylgdi að segja þurfti upp u.þ.b. helmingi starfsfólks og ganga gegn fyrirheitum, sem stofnunin hafði gefið fátæku fólki. Sú var ákvörðun fjárveitingavaldsins. Henni bar mér skylda til þess að hlíta. Sama máli gegnir um útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Hann á ekkert inni hjá mér. Ekkert – annað en það að segja það, sem mér þykir vera satt. Mér þykir þetta vera satt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun munu aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Útvarpsstjóri, Páll Magnússon, brást við með sama hætti og forstöðumenn ríkisstofnana eiga að bregðast við þegar fjárveitingar eru lækkaðar. Hann dró saman seglin, sagði upp starfsmönnum og ákvað að hætta áður áformuðum útgjaldatilefnum. Lengi má deila um hvort réttu fólki eða röngu var sagt upp störfum. Hvort þessi útvarpsdagskrá eða hin var aflögð. Sjálfur er ég ekki ýkja sáttur við val útvarpsstjóra. Hefði gjarna viljað að Evróvisjón – eitt allra dýrasta dagskrárefni RUV – víki. Dagskrárefni þar sem vonir eru einna helst bundnar við að íslenska dagskráin vinni ekki þar sem vinningur yrði þjóðinni allt of kostnaðarsamur. Nú, eða að dýr þáttur um stjórnandann sjálfan – hann að éta stærsta hamborgara sögunnar eða hann að keyra stærsta flutningabíl vestanhafs eða hann undir stýri á risavöxnum vinnuvélum við akuryrkju á sléttum Kanada – væri látinn víkja; ekki síst þar sem önnur aðalpersóna þáttanna, hundur þáttastjórnandans, var ekki lengur „aktívur“. Sjálfsagt eru fjölmargir landsmenn afskaplega hrifnir af því dagskrárefni, þó ég sé það ekki og því gagnrýni ég ekki útvarpsstjórann þó hann láti það ekki víkja.Slíka ber að reka Þeir sem gagnrýnt hafa útvarpsstjórann eru oft sömu einstaklingar og gagnrýnt hafa ríkisforstjóra hvað ákafast fyrir að virða að vettugi ákvarðanir fjárveitingavaldsins um niðurskurð í úthlutun rekstrarfjármuna. Þeir hinir sömu krefjast þess á bloggsíðum, að slíkir ríkisforstjórar verði reknir! Nú kröfðust sömu einstaklingar í bloggheimum þess, að ríkisforstjóri RUV yrði rekinn fyrir að framfylgja ákvörðunum fjárveitingavaldsins um rekstrarútgjöld þeirrar stofnunar, sem forstjórinn stýrir. Fjárveitingavaldið – Alþingi Íslendinga – tekur ákvörðun um hvaða fjármunum á að verja til reksturs ríkisstofnana. Forstöðumönnum þeirra er skylt að framfylgja slíkum ákvörðunum. Þeim ber því skylda til þess að segja upp því starfsfólki og leggja af þá útgjaldaliði, sem ekki er fjárveiting fyrir. Deila má um hvort segja eigi upp Jóni eða Pétri eða hvort eigi að hætta við Evróvisjón eða næturfréttatíma, en eftir stendur að ríkisforstjórinn ber ábyrgð á því að fyrirmælum fjárveitingavaldsins sé hlýtt. Geri ríkisforstjóri það ekki er þess nú krafist að hann sé rekinn! Ég þurfti sem forstöðumaður ríkisstofnunar að draga saman útgjöld minnar stofnunar um 50% milli ára. Því fylgdi að segja þurfti upp u.þ.b. helmingi starfsfólks og ganga gegn fyrirheitum, sem stofnunin hafði gefið fátæku fólki. Sú var ákvörðun fjárveitingavaldsins. Henni bar mér skylda til þess að hlíta. Sama máli gegnir um útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Hann á ekkert inni hjá mér. Ekkert – annað en það að segja það, sem mér þykir vera satt. Mér þykir þetta vera satt!
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar