Sérstaða Íslands við fisksölu hefur tapast Svavar Hávarðsson skrifar 4. febrúar 2014 17:37 Umhverfi sölumála í sjávarútvegi hefur gjörbreyst á tiltölulega stuttum tíma. Fréttablaðið/Valli Markaðssetning íslenskra sjávarafurða er ekki eins markviss og árangursrík eftir að stóru sölusamtökin hurfu af sviðinu. Norðmenn og Rússar hafa unnið upp forskot Íslands í sjófrystingu. Afli smábáta skiptir miklu máli í markaðssetningu. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, framkvæmdastjóra Iceland Seafood á Íslandi, á fundi atvinnuveganefndar Alþingis. Þar var staða sjávarútvegs til umfjöllunar á breiðum grundvelli. Bjarni var spurður á fundinum hvort breytt fyrirkomulag sölumála ynni gegn hagsmunum greinarinnar, en allt til síðustu aldamóta hafði Ísland sérstöðu í útflutningsmálum sjávarafurða. „Ég tel að markaðssetningu íslenskra sjávarafurða hafi sett niður, samanborið við þann tíma sem sterk sölusamtök voru samnefnari fyrir íslenskan fisk, og menn þekktu vörumerkin. Því miður verður það að viðurkennast að við höfum ekki þessa sterku stöðu sem var,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, innti Bjarna eftir því hvaða hlutverki smábátaútgerðin hefði í stóru samhengi markaðsmála fyrir íslenskan fisk, ekki síst í ljósi kröfu um rekjanleika og gæðavottun og hvort tækifæri liggi í því smáa sem verðmætari vöru. Bjarni sagði smábátaaflann mjög mikilvægan í markaðssetningu. „Menn eru alltaf að tala um að afhendingaröryggi í sjávarútvegi sé mikilvægt, og það má spyrja, ef afli smábáta dytti út af mörkuðum yfir sumarið, hvað hægt væri að bjóða. En þessi afli er lykillinn að því að við getum boðið ferskan fisk á ársgrundvelli,“ sagði Bjarni og bætti við að afli smábáta tengdist vissulega líka aukinni kröfu um rekjanleika sjávarfangs þar sem neytandinn vill vita hvar fiskurinn er dreginn á land og af hverjum. „Þetta styður hvort annað, stórt og smátt.“ Bjarni sagði að Norðmönnum og Rússum hefði tekist að vinna upp forskot Íslands í sjófrystingu, og sáralítill munur væri á gæðum á milli landa. Ólíkt því sem var. „Sérstaðan okkar er núna í línufiski og gámafiski og það er ekki tilviljun að stór félög eru að kaupa línuskip.“Fáir stórir önnuðust umboðssölu Ísland hafði nokkra sérstöðu þegar kom að útflutningi sjávarfangs, en hann var í höndum stórra sölusamtaka eins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. (nú Icelandic), Íslenskra sjávarafurða og SÍF hf. Tvö síðarnefndu fyrirtækin voru sameinuð og starfa nú undir nafninu Iceland Seafood International. Hugsunin á bak við þessi samtök var í grundvallaratriðum sú að þau væru eins og söluskrifstofur framleiðenda en afurðirnar voru seldar í umboðssölu. Upp úr 1990 fóru fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu í auknum mæli sjálf að annast sölumál afurða sinna. Stóru sölusamtökin fóru í kjölfarið að breyta um áherslur í rekstri. Í dag starfa á fjórða tug fyrirtækja sem stunda sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum frá Íslandi, en hjá þessum fyrirtækjum starfa um 250 manns.Heimild: Íslenski sjávarklasinn Sjávarútvegur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Markaðssetning íslenskra sjávarafurða er ekki eins markviss og árangursrík eftir að stóru sölusamtökin hurfu af sviðinu. Norðmenn og Rússar hafa unnið upp forskot Íslands í sjófrystingu. Afli smábáta skiptir miklu máli í markaðssetningu. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, framkvæmdastjóra Iceland Seafood á Íslandi, á fundi atvinnuveganefndar Alþingis. Þar var staða sjávarútvegs til umfjöllunar á breiðum grundvelli. Bjarni var spurður á fundinum hvort breytt fyrirkomulag sölumála ynni gegn hagsmunum greinarinnar, en allt til síðustu aldamóta hafði Ísland sérstöðu í útflutningsmálum sjávarafurða. „Ég tel að markaðssetningu íslenskra sjávarafurða hafi sett niður, samanborið við þann tíma sem sterk sölusamtök voru samnefnari fyrir íslenskan fisk, og menn þekktu vörumerkin. Því miður verður það að viðurkennast að við höfum ekki þessa sterku stöðu sem var,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, innti Bjarna eftir því hvaða hlutverki smábátaútgerðin hefði í stóru samhengi markaðsmála fyrir íslenskan fisk, ekki síst í ljósi kröfu um rekjanleika og gæðavottun og hvort tækifæri liggi í því smáa sem verðmætari vöru. Bjarni sagði smábátaaflann mjög mikilvægan í markaðssetningu. „Menn eru alltaf að tala um að afhendingaröryggi í sjávarútvegi sé mikilvægt, og það má spyrja, ef afli smábáta dytti út af mörkuðum yfir sumarið, hvað hægt væri að bjóða. En þessi afli er lykillinn að því að við getum boðið ferskan fisk á ársgrundvelli,“ sagði Bjarni og bætti við að afli smábáta tengdist vissulega líka aukinni kröfu um rekjanleika sjávarfangs þar sem neytandinn vill vita hvar fiskurinn er dreginn á land og af hverjum. „Þetta styður hvort annað, stórt og smátt.“ Bjarni sagði að Norðmönnum og Rússum hefði tekist að vinna upp forskot Íslands í sjófrystingu, og sáralítill munur væri á gæðum á milli landa. Ólíkt því sem var. „Sérstaðan okkar er núna í línufiski og gámafiski og það er ekki tilviljun að stór félög eru að kaupa línuskip.“Fáir stórir önnuðust umboðssölu Ísland hafði nokkra sérstöðu þegar kom að útflutningi sjávarfangs, en hann var í höndum stórra sölusamtaka eins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. (nú Icelandic), Íslenskra sjávarafurða og SÍF hf. Tvö síðarnefndu fyrirtækin voru sameinuð og starfa nú undir nafninu Iceland Seafood International. Hugsunin á bak við þessi samtök var í grundvallaratriðum sú að þau væru eins og söluskrifstofur framleiðenda en afurðirnar voru seldar í umboðssölu. Upp úr 1990 fóru fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu í auknum mæli sjálf að annast sölumál afurða sinna. Stóru sölusamtökin fóru í kjölfarið að breyta um áherslur í rekstri. Í dag starfa á fjórða tug fyrirtækja sem stunda sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum frá Íslandi, en hjá þessum fyrirtækjum starfa um 250 manns.Heimild: Íslenski sjávarklasinn
Sjávarútvegur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira