Munu risastórir skjáir koma í stað glugganna og sýna farþegum það sem gerist fyrir utan vélina í beinni útsendingu, og að sjálfsögðu í háskerpu, en ytri byrði vélarinnar verður þakið myndavélum. Verður útsýnið því óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar.
Þetta fyrirkomulag er sagt auka flugöryggi þar sem vélin geti verið sterkbyggðari ef ekki þarf að gera ráð fyrir gluggum á hliðum hennar. Það er til dæmis ástæða þess að sjaldan eru gluggar á herflugvélum.
Margir lýstu þó áhyggjum sínum af gluggaleysinu, að sögn talsmanns Spike Aerospace, og töldu að það gæti orsakað innilokunarkennd. Skjáirnir eru hugsaðir sem lausn á þeim vanda.
