Næststærsti banki Bretlands, Barclays, sér fram á að segja upp á bilinu 10.000 til 12.000 starfsmönnum eftir að síðasta ársfjórðungsuppgjör sýndi fram á að hagnaður bankans hafði dregist saman um 86% milli fjórðunga.
Líkur eru dregnar að því að um 7000 manns verði sagt upp á Bretlandseyjum en starfsfólk bankans telur ríflega 140.000 á heimsvísu.
Stjórnendum verður einnig fækkað um rúmlega 820 og þrátt fyrir að margir helstu forkólfa bankans hafi lýst því yfir að þeir muni ekki þiggja bónusgreiðslur fyrir síðasta ár hefur heildarupphæð þeirra til yfirstjórnenda bankans aukist um 10% á milli ára. Heildarbónusgreiðslur munu því nema um 2.4 milljörðum punda eða um 4.500 milljörðum íslenskra króna.
Lesa má meira um málið á vef Reuters.
12.000 manns sagt upp

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent


Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent


Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“
Viðskipti innlent

Þjónustudagur Toyota
Samstarf

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent