Forrit sem margfaldar lestrarhraða Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2014 10:56 MYND/SKJÁSKOT AF VEFSÍÐU Hraðlestrarnámskeið heyra nú sögunni til, það er ef Spritz fær einhverju ráðið. Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið hefur nú hleypt af stokkunum hraðlestrarforriti sem það hefur unnið að undanfarin þrjú ár. Forritið, sem ber nafn fyrirtækisins, kemur út samhliða nýrri línu raftækja frá Samsung sem hægt er að ganga með, til að mynda stafræn gleraugu. Spritz vill gjörbylta lestrarvenjum fólks en galdurinn er tiltölulega einfaldur; mestur tími fer í það að lesa á milli orða en í forritinu gerist þess ekki þörf heldur blikka orðin, öll á sama stað. Önnur forrit hafa nýtt sér tæknina en það sem er frábrugðið við Spritz er hvernig það kemur fyrir orðinu í lestrarviðmóti þess. Við lestur nemur augað orð eilítið vinstra megin við miðju þeirra og raðar Spritz orðunum upp þannig að þessi punktur helst á sama stað um leið og textinn birtist. Fyrirtækið sér fyrir sér að Spritz-hnappi verði komið fyrir í vöfrum og öðrum forritum svo að hægt verði að lesa allan texta á tölvutækuformi í lestrarviðmótinu. Hér að neðan má sjá hvernig Spritz virkar en frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu fyrirtækisins.Hér er lesið á 250 orða hraða en það er rétt rúmlega meðallestrarhraði sem er um 220 orð á mínútu. 350 orða hraði á mínútu: 500 orða hraði: Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hraðlestrarnámskeið heyra nú sögunni til, það er ef Spritz fær einhverju ráðið. Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið hefur nú hleypt af stokkunum hraðlestrarforriti sem það hefur unnið að undanfarin þrjú ár. Forritið, sem ber nafn fyrirtækisins, kemur út samhliða nýrri línu raftækja frá Samsung sem hægt er að ganga með, til að mynda stafræn gleraugu. Spritz vill gjörbylta lestrarvenjum fólks en galdurinn er tiltölulega einfaldur; mestur tími fer í það að lesa á milli orða en í forritinu gerist þess ekki þörf heldur blikka orðin, öll á sama stað. Önnur forrit hafa nýtt sér tæknina en það sem er frábrugðið við Spritz er hvernig það kemur fyrir orðinu í lestrarviðmóti þess. Við lestur nemur augað orð eilítið vinstra megin við miðju þeirra og raðar Spritz orðunum upp þannig að þessi punktur helst á sama stað um leið og textinn birtist. Fyrirtækið sér fyrir sér að Spritz-hnappi verði komið fyrir í vöfrum og öðrum forritum svo að hægt verði að lesa allan texta á tölvutækuformi í lestrarviðmótinu. Hér að neðan má sjá hvernig Spritz virkar en frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu fyrirtækisins.Hér er lesið á 250 orða hraða en það er rétt rúmlega meðallestrarhraði sem er um 220 orð á mínútu. 350 orða hraði á mínútu: 500 orða hraði:
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira