Gates endurheimtir efsta sætið Bjarki Ármannsson skrifar 3. mars 2014 18:36 Bill Gates hefur verið efstur á listanum fimmtán sinnum á síðustu tuttugu árum. Vísir/AFP Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, er efstur á árlegum lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Gates endurheimtir efsta sætið af Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskiptafyrirtækjanna Telmex og América Móvil, sem trónað hafði á toppinum fjögur ár í röð. Eigur Gates eru metnar á 76 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir um það bil átta og hálfa billjón íslenskra króna. Um 450 milljörðum króna munar á honum og Slim. Í þriðja sæti á eftir þeim kumpánum kemur Spánverjinn Amancio Ortega sem helst er þekktur fyrir fatarisann Zara og í fjórða sæti er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet. Enginn auðgaðist meira á milli ára en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem bætti við sig tæplega einni og hálfri billjón króna frá því í fyrra. Zuckerberg situr nú í 21. sæti listans. Athygli vekur að í fyrsta sinn fundust nú milljarðamæringar í dölum talið í Alsír, Litháen, Úganda og Tansaníu. Þó er langflesta að finna í Bandaríkjunum. Þar eru 492 einstaklingar sem eru taldir eiga meira en milljarð dala milli handanna. Næstflestir eru í Kína, 152 talsins. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, er efstur á árlegum lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Gates endurheimtir efsta sætið af Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskiptafyrirtækjanna Telmex og América Móvil, sem trónað hafði á toppinum fjögur ár í röð. Eigur Gates eru metnar á 76 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir um það bil átta og hálfa billjón íslenskra króna. Um 450 milljörðum króna munar á honum og Slim. Í þriðja sæti á eftir þeim kumpánum kemur Spánverjinn Amancio Ortega sem helst er þekktur fyrir fatarisann Zara og í fjórða sæti er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet. Enginn auðgaðist meira á milli ára en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem bætti við sig tæplega einni og hálfri billjón króna frá því í fyrra. Zuckerberg situr nú í 21. sæti listans. Athygli vekur að í fyrsta sinn fundust nú milljarðamæringar í dölum talið í Alsír, Litháen, Úganda og Tansaníu. Þó er langflesta að finna í Bandaríkjunum. Þar eru 492 einstaklingar sem eru taldir eiga meira en milljarð dala milli handanna. Næstflestir eru í Kína, 152 talsins.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira