Notkun opins skrifstofurýmis hefur aukist mjög á undanförnum árum en ekki eru allir sannfærðir um að það sé besta leiðin til að auka afköst starfsmanna. Margir hafa dásamað jákvæðar hliðar þess að vinna í opnu skrifstofurými, miklum samskiptum starfsmanna, hressu vinnuumhverfi, sköpunargleði og fjöri.
Minna heyrist af því að margir starfsmenn ná oft á tíðum ekki að einbeita sér og að það ekki hentar öllum að vinna í hávaða og fjöri. Mörg fyrirtæki hafa undanfarið horfið frá opnu skrifstofurými og fundið fyrir verulega auknu vinnuframlagi starfsmanna. Sum þessara fyrirtækja hafa opnað möguleika starfsfólks síns til að vinna heima, á kaffihúsum eða bókasöfnum og í sumum tilfellum hefur það starfsfólk afkastað mun meira en það gerði áður í opnu skrifstofurými.
Annar stór kostur þess fyrirkomulags er sparnaður í húsakynnum og hefur gert það kleift að minnka skrifstofurýmin með tilheyrandi sparnaði. Eitt dæmi frá Bandaríkjunum er um hugbúnaðarfyrirtæki sem fækkaði starfsfólki úr 20 í 8, auk sparnaðar vegna húsakynna. Starfsfólk hittist þó þar með reglulegum hætti og leigir til þess fundarsali eða notar fjarfundarbúnað.
Skuggahlið opins skrifstofurýmis
Finnur Thorlacius skrifar

Mest lesið

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent


Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent