Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2014 20:00 Róbert Guðfinnsson í einni af fyrrum byggingum SR-mjöls, sem hann keypti í byrjun árs. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. Róbert vonast til skapa eitthundrað ný störf í bænum á næstu árum í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Stöð 2 hefur að undanförnu verið að fjalla um margra milljarða króna fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði og hann virðist hvergi nærri hættur. Í janúar keypti hann gömlu síldarverksmiðjurnar, meðal annars með það í huga að hefja þar efnaframleiðslu í tengslum við líftæknifyrirtækið Genís. Nú hafa Genís og Landsvirkjun gert samstarfssamning um gerð viðskiptaáætlunar fyrir klór-alkalí verksmiðju en hún notar mikla raforku og flokkast undir orkufrekan iðnað. Í viðtali við Stöð 2 segir Róbert að verkmiðjan myndi framleiða sóta, sýru, klór og lítilsháttar vetni en þessi efni þarf vegna vinnslu Genís á kítin úr rækjuskel. Róbert leggur áherslu á að laða ungt vel menntað fólk til bæjarins. Klór-alkalí verksmiðjan sem slík þyrfti þó aðeins 5-7 starfsmenn en mun fleiri yrðu í annarri starfsemi Genís. Spurður hvað hann verði kominn með marga í vinnu á Siglufirði þegar allt verður komið í gang sem hann vinnur nú að svarar Róbert að hann vonist til að innan fimm til sjö ára verði starfsmenn orðnir um eitthundrað talsins. Í þættinum “Um land allt” á þriðjudagskvöld verður áfram fjallað um Róbert og fjárfestingar hans á Siglufirði. Þar verður Róbert spurður hvað honum gangi til; hvort þetta sé gert af hugsjón eða í hagnaðarvon, og hann skýrir jafnframt frá velgengni sinni í útlöndum síðastliðinn áratug og hvernig hann efnaðist. Þetta verður seinni þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér. Fjallabyggð Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. Róbert vonast til skapa eitthundrað ný störf í bænum á næstu árum í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Stöð 2 hefur að undanförnu verið að fjalla um margra milljarða króna fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði og hann virðist hvergi nærri hættur. Í janúar keypti hann gömlu síldarverksmiðjurnar, meðal annars með það í huga að hefja þar efnaframleiðslu í tengslum við líftæknifyrirtækið Genís. Nú hafa Genís og Landsvirkjun gert samstarfssamning um gerð viðskiptaáætlunar fyrir klór-alkalí verksmiðju en hún notar mikla raforku og flokkast undir orkufrekan iðnað. Í viðtali við Stöð 2 segir Róbert að verkmiðjan myndi framleiða sóta, sýru, klór og lítilsháttar vetni en þessi efni þarf vegna vinnslu Genís á kítin úr rækjuskel. Róbert leggur áherslu á að laða ungt vel menntað fólk til bæjarins. Klór-alkalí verksmiðjan sem slík þyrfti þó aðeins 5-7 starfsmenn en mun fleiri yrðu í annarri starfsemi Genís. Spurður hvað hann verði kominn með marga í vinnu á Siglufirði þegar allt verður komið í gang sem hann vinnur nú að svarar Róbert að hann vonist til að innan fimm til sjö ára verði starfsmenn orðnir um eitthundrað talsins. Í þættinum “Um land allt” á þriðjudagskvöld verður áfram fjallað um Róbert og fjárfestingar hans á Siglufirði. Þar verður Róbert spurður hvað honum gangi til; hvort þetta sé gert af hugsjón eða í hagnaðarvon, og hann skýrir jafnframt frá velgengni sinni í útlöndum síðastliðinn áratug og hvernig hann efnaðist. Þetta verður seinni þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér.
Fjallabyggð Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00