OKCupid hvetur notendur til að sniðganga Mozilla Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 1. apríl 2014 19:30 Firefox er gríðarlega vinsæll netvafri úr smiðju hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla. Vísir/Skjáskot Brendan Eich var settur nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla nú á dögunum. Stefnumótasíðan OKCupid hefur í kjölfarið hvatt notendur sína til að sniðganga Firefox, netvafra úr smiðju fyrirtækisins. NPR segir frá. Ákvörðunin um að gera Eich að forstjóra hefur reitt ýmsa til reiði, þar eð hann styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mozilla hefur meðal annars gefið út forritið Firefox sem er afar vinsæll netvafri, og Thunderbird sem er tölvupóstþjónn. Starfsmenn Mozilla rökræddu ráðningu nýja forstjórans í fyrstu innbyrðis, en umræðan dreifðist um veraldarvefinn, og fleiri aðilar eins og síðan OKCupid hafa nú tjáð skoðun sína. Opni maður stefnumótasíðuna í Firefoxvafranum birtast skilaboð frá OKCupid þar sem notendur eru beðnir að nota annan vafra. „Í tíu ár höfum við gert það að starfi okkar að færa fólk saman - alls kyns fólk. Ef einstaklingar eins og herra Eich fengju að ráða, væru rúm átta prósent þeirra sambanda sem við höfum staðið að baki ólögleg,“ sagði í skilaboðum OKCupid. „OKCupid er til þess gert að skapa ást. Þeir sem ætla að afneita ástinni og lögbinda eymd, skömm og reiði í staðinn eru óvinir okkar, og við óskum þeim einskis annars en ólukku.“ Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Brendan Eich var settur nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla nú á dögunum. Stefnumótasíðan OKCupid hefur í kjölfarið hvatt notendur sína til að sniðganga Firefox, netvafra úr smiðju fyrirtækisins. NPR segir frá. Ákvörðunin um að gera Eich að forstjóra hefur reitt ýmsa til reiði, þar eð hann styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mozilla hefur meðal annars gefið út forritið Firefox sem er afar vinsæll netvafri, og Thunderbird sem er tölvupóstþjónn. Starfsmenn Mozilla rökræddu ráðningu nýja forstjórans í fyrstu innbyrðis, en umræðan dreifðist um veraldarvefinn, og fleiri aðilar eins og síðan OKCupid hafa nú tjáð skoðun sína. Opni maður stefnumótasíðuna í Firefoxvafranum birtast skilaboð frá OKCupid þar sem notendur eru beðnir að nota annan vafra. „Í tíu ár höfum við gert það að starfi okkar að færa fólk saman - alls kyns fólk. Ef einstaklingar eins og herra Eich fengju að ráða, væru rúm átta prósent þeirra sambanda sem við höfum staðið að baki ólögleg,“ sagði í skilaboðum OKCupid. „OKCupid er til þess gert að skapa ást. Þeir sem ætla að afneita ástinni og lögbinda eymd, skömm og reiði í staðinn eru óvinir okkar, og við óskum þeim einskis annars en ólukku.“
Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira