Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-17 | Eyjakonur jöfnuðu einvígið Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 27. apríl 2014 00:01 Vísir/Valli Eyjakonur jöfnuðu metin í einvíginu gegn Valskonum í dag í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær unnu, 23-17, í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikurinn hófst eins og fyrri leikur liðanna þar sem mikið jafnræði var á með liðunum og nánast jafnt á öllum tölum en mikil stemning var á pöllunum í fyrri hálfleik.Vera Lopes besti leikmaður Eyjakvenna á tímabilinu átti góðan leik og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var úti og aðeins aukakast eftir skaut Vera Lopes boltanum í andlit Karólínu Bæhrenz Lárudóttur og var því vísað af velli með rautt spjald. Margir héldu að nú myndu Valskonur ganga á lagið og valta yfir Eyjastúlkur sem voru þá að spila án síns besta leikmanns en allt kom fyrir ekki. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og nýttu ungar stelpur tækifærið. Samspil heimakvenna virtist batna til mikilla muna í seinni hálfleik en þær nýttu sér „sjöunda sóknarmannin“ en það var Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sem gegndi því hlutverki. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir, létu vel í sér heyra og gáfu heimakonum þann styrk sem þær þurftu á að halda til þess að jafna einvígið. Eyjakonur styrktust einungis þegar leið á leikinn og lönduðu sex marka sigri með ótrúlegum seinni hálfleik en lokatölur urðu 23-17, eins og áður segir.Jón Gunnlaugur og Svavar Vignisson.Vísir/DaníelJón Gunnlaugur: Áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum „Þetta var algjörlega frábær leikur, Svavar stillti vörninni frábærlega upp, stelpurnar stigu upp þegar þær þurftu. Þetta var ótrúlega, ótrúlega flott,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir glæsilegan sigur á Valskonum í dag. „Við unnum þær heima í deildinni, ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Nú þurfum við að sýna að við getum klárað þær á útivelli.“ „Við erum búnir að nota níu unglingaflokksstelpur í vetur og það er að skila sér í svona leik þegar á þarf að halda,“ sagði Jón Gunnlaugur sem var gríðarlega sáttur með sínar stelpur í dag sem spiluðu ótrúlegan handbolta í seinni hálfleik. „Þetta var ótrúlegur stuðningur, mig langar að þakka öllu Eyjafólki fyrir að hafa mætt á þennan leik, þetta er áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum fyrir okkur. Þetta er ómetanlegt.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira
Eyjakonur jöfnuðu metin í einvíginu gegn Valskonum í dag í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær unnu, 23-17, í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikurinn hófst eins og fyrri leikur liðanna þar sem mikið jafnræði var á með liðunum og nánast jafnt á öllum tölum en mikil stemning var á pöllunum í fyrri hálfleik.Vera Lopes besti leikmaður Eyjakvenna á tímabilinu átti góðan leik og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var úti og aðeins aukakast eftir skaut Vera Lopes boltanum í andlit Karólínu Bæhrenz Lárudóttur og var því vísað af velli með rautt spjald. Margir héldu að nú myndu Valskonur ganga á lagið og valta yfir Eyjastúlkur sem voru þá að spila án síns besta leikmanns en allt kom fyrir ekki. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og nýttu ungar stelpur tækifærið. Samspil heimakvenna virtist batna til mikilla muna í seinni hálfleik en þær nýttu sér „sjöunda sóknarmannin“ en það var Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sem gegndi því hlutverki. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir, létu vel í sér heyra og gáfu heimakonum þann styrk sem þær þurftu á að halda til þess að jafna einvígið. Eyjakonur styrktust einungis þegar leið á leikinn og lönduðu sex marka sigri með ótrúlegum seinni hálfleik en lokatölur urðu 23-17, eins og áður segir.Jón Gunnlaugur og Svavar Vignisson.Vísir/DaníelJón Gunnlaugur: Áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum „Þetta var algjörlega frábær leikur, Svavar stillti vörninni frábærlega upp, stelpurnar stigu upp þegar þær þurftu. Þetta var ótrúlega, ótrúlega flott,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir glæsilegan sigur á Valskonum í dag. „Við unnum þær heima í deildinni, ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Nú þurfum við að sýna að við getum klárað þær á útivelli.“ „Við erum búnir að nota níu unglingaflokksstelpur í vetur og það er að skila sér í svona leik þegar á þarf að halda,“ sagði Jón Gunnlaugur sem var gríðarlega sáttur með sínar stelpur í dag sem spiluðu ótrúlegan handbolta í seinni hálfleik. „Þetta var ótrúlegur stuðningur, mig langar að þakka öllu Eyjafólki fyrir að hafa mætt á þennan leik, þetta er áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum fyrir okkur. Þetta er ómetanlegt.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira