Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2014 10:35 Anna Sigríður á einum af sínum uppáhaldsstöðum, á leik hjá meistaraflokki kvenna í Aftureldingu. Áfram Afturelding! Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Anna Sigríður Guðnadóttir er fædd og uppalin í 101 Reykjavík. Hún er gift Gylfa Dýrmundssyni, rannsóknarlögreglumanni og eiga þau 4 börn, Guðna Kára, Ásdísi Birnu, Kristrúnu Höllu og Gunnar Loga. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæinn árið 1999. Anna Sigríður er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún og á bara eftir lokaritgerð í meistaranámi sínu í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans. Anna Sigríður er eldheit Aftureldingarmanneskja og hefur sinnt ýmsu sjálfboðastarfi innan félagsins um árabil. Hún sat í aðalstjórn ungmennafélagsins frá 2009-2013. Hún hefur starfað innan Samfylkingarinnar um árabil og meðal annars verið fulltrúi flokksins í fræðslunefnd Mosfellsbæjar í 8 ár. Helstu áherslur hennar í pólitík eru skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla, öflugt skólastarf og velferð barna, ábyrgur rekstur og jafnréttismál. Í tómstundum vill Anna Sigríður lesa og lesa meira en eitt frekar nýtilkomið áhugamál hennar er kryddjurtaræktun sem tengist mjög áhuga hennar á matargerð. Svo er það náttúrulega fótboltinn, en fátt er skemmtilegra en að mæta á leiki Aftureldingar á fallegum sumardögum. Í ellinni ætlar Anna Sigríður að fá sér lopatrefil í Álafossbúðinni og lepja mikið latte á kaffihúsum í miðbæ Mosfellsbæjar. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég er stödd á björtum sumardegi , gróðurangan í loftinu og kyrrðin áþreifanleg. Hundar eða kettir? Kettir eða hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Barnsfæðing. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund með dijon sinnepi og rósmarín. Hvernig bíl ekur þú? Ford Focus, veit ekki hvað hann er gamall. Besta minningin? Þegar ég kynntist manninum mínum. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Já fyrir að brjóta stöðvunarskyldu. Hverju sérðu mest eftir? Lífið er of stutt fyrir eftirsjá. Draumaferðalagið? Afríka. Hefur þú migið í saltan sjó? Óbeint, um borð í Herjólfi, telst það með? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið er uppfullt af smá skrýtnum atburðum. Hefur þú viðurkennt mistök? Já margoft og á eflaust eftir að gera það oft enn. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af börnunum mínum, frábærar manneskjur öll fjögur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Samfylkingin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Anna Sigríður Guðnadóttir er fædd og uppalin í 101 Reykjavík. Hún er gift Gylfa Dýrmundssyni, rannsóknarlögreglumanni og eiga þau 4 börn, Guðna Kára, Ásdísi Birnu, Kristrúnu Höllu og Gunnar Loga. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæinn árið 1999. Anna Sigríður er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún og á bara eftir lokaritgerð í meistaranámi sínu í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans. Anna Sigríður er eldheit Aftureldingarmanneskja og hefur sinnt ýmsu sjálfboðastarfi innan félagsins um árabil. Hún sat í aðalstjórn ungmennafélagsins frá 2009-2013. Hún hefur starfað innan Samfylkingarinnar um árabil og meðal annars verið fulltrúi flokksins í fræðslunefnd Mosfellsbæjar í 8 ár. Helstu áherslur hennar í pólitík eru skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla, öflugt skólastarf og velferð barna, ábyrgur rekstur og jafnréttismál. Í tómstundum vill Anna Sigríður lesa og lesa meira en eitt frekar nýtilkomið áhugamál hennar er kryddjurtaræktun sem tengist mjög áhuga hennar á matargerð. Svo er það náttúrulega fótboltinn, en fátt er skemmtilegra en að mæta á leiki Aftureldingar á fallegum sumardögum. Í ellinni ætlar Anna Sigríður að fá sér lopatrefil í Álafossbúðinni og lepja mikið latte á kaffihúsum í miðbæ Mosfellsbæjar. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég er stödd á björtum sumardegi , gróðurangan í loftinu og kyrrðin áþreifanleg. Hundar eða kettir? Kettir eða hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Barnsfæðing. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund með dijon sinnepi og rósmarín. Hvernig bíl ekur þú? Ford Focus, veit ekki hvað hann er gamall. Besta minningin? Þegar ég kynntist manninum mínum. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Já fyrir að brjóta stöðvunarskyldu. Hverju sérðu mest eftir? Lífið er of stutt fyrir eftirsjá. Draumaferðalagið? Afríka. Hefur þú migið í saltan sjó? Óbeint, um borð í Herjólfi, telst það með? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið er uppfullt af smá skrýtnum atburðum. Hefur þú viðurkennt mistök? Já margoft og á eflaust eftir að gera það oft enn. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af börnunum mínum, frábærar manneskjur öll fjögur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Samfylkingin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08