Engin mótmæli gegn nýjustu stíflu Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2014 21:15 Ný virkjun sem verið er að taka í notkun í Noregi þessa dagana er með stærstu stíflu sinnar tegundar sem reist hefur verið þar í landi frá því hin umdeilda Alta-virkjun var gangsett fyrir þrjátíu árum. Nú brá svo við að engin mótmæli voru gegn nýju stíflunni.Þessi nýja virkun er á hálendinu í Suður-Noregi, í sveitarfélaginu Bykle, í jaðri þjóðgarðsins á Harðangursheiði, sem talið er stærsta víðerni meginlands Evrópu. Stíflan er 50 metra há og 150 metra breið og kennd við Sarvsfoss og þótti það áskorun fyrir verktakana að ljúka smíði hennar nú í vor eftir vetrarhörkur. Stíflan er ekki án umhverfisfórna. Hún þurrkar upp foss, ár og læki, spillir hrygningarstöðvum fiska og sekkur gljúfri. Byrjað var að safna vatni í uppistöðulónið fyrir páska og er fyllingu þess að ljúka þessa dagana.Fyllingu uppistöðulónsins við Sarvsfoss er að ljúka þessa dagana en myndin var tekin í kvöld.Vefmyndavél/OtrakraftÞað vekur hins vegar athygli að ekki voru höfð uppi nein mótmæli gegn mannvirkinu. "Engin mótmæli, bara gleði," sagði fréttamaður norska ríkissjónvarpsins í frétt í síðasta mánuði en þar var því spáð að stíflan yrði aðdráttarafl ferðamanna. Jafnframt var rifjað upp að sambærileg stífla hefði ekki verið byggð í Noregi frá því Alta-virkjunin reis fyrir þrjátíu árum. Hörð mótmæli gegn Alta-stíflunni mörkuðu tímamót í réttindabaráttu Sama og náttúruvernd á öllum Norðurlöndunum og eru talin hafa stuðlað að nýrri löggjöf, svo sem um umhverfismat og upplýsingaskyldu stjórnvalda.Sarvsfoss-stíflan fyrir páska þegar lónsfylling var nýhafin.Mynd/Kruse Smith.Þessi nýjasta virkjun Noregs hefði hins vegar ekki verið byggð ef ekki hefðu komið til ný orkulög sem hin rauðgræna ríkisstjórn Stoltenbergs setti fyrir þremur árum um svokölluð græn orkuskírteini. Þau niðurgreiða endurnýjanlega orkugjafa og hafa hleypt miklum krafti í virkjanaframkvæmdir í landinu. Samkvæmt úttekt þarlends háskóla eru nú uppi áform um að virkja tuttugu teravattstundir til viðbótar í Noregi á næstu sex árum. Það er næstum tvöfalt meira vatnsafl en búið er virkja á Íslandi. Viðbót 13. maí kl. 12. „Það voru engin mótmæli eða mótmælaaðgerðir í tengslum við þessa uppbyggingu,“ sagði Reidar Ove Mork, framkvæmdastjóri hjá Otra Kraft, sem rekur virkjunina. „Þvert á móti voru þetta aðallega jákvæð viðbrögð, bæði frá tveimur viðkomandi sveitarfélögum og viðkomandi landeigendum. Við náðum ásættanlegum samningum við bæði sveitarfélögin og landeigendur, um skilmála vegna inngripa og áhrifa,“ sagði Reidar Mork í svari við fyrirspurn fréttastofu. Tengdar fréttir Norðmenn virkja meira, nýjasta stíflan 50 m há Tími stórvirkjana er liðinn, sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í áramótaávarpi árið 2001. Það reyndist ekki alveg rétt. 21. apríl 2014 14:30 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ný virkjun sem verið er að taka í notkun í Noregi þessa dagana er með stærstu stíflu sinnar tegundar sem reist hefur verið þar í landi frá því hin umdeilda Alta-virkjun var gangsett fyrir þrjátíu árum. Nú brá svo við að engin mótmæli voru gegn nýju stíflunni.Þessi nýja virkun er á hálendinu í Suður-Noregi, í sveitarfélaginu Bykle, í jaðri þjóðgarðsins á Harðangursheiði, sem talið er stærsta víðerni meginlands Evrópu. Stíflan er 50 metra há og 150 metra breið og kennd við Sarvsfoss og þótti það áskorun fyrir verktakana að ljúka smíði hennar nú í vor eftir vetrarhörkur. Stíflan er ekki án umhverfisfórna. Hún þurrkar upp foss, ár og læki, spillir hrygningarstöðvum fiska og sekkur gljúfri. Byrjað var að safna vatni í uppistöðulónið fyrir páska og er fyllingu þess að ljúka þessa dagana.Fyllingu uppistöðulónsins við Sarvsfoss er að ljúka þessa dagana en myndin var tekin í kvöld.Vefmyndavél/OtrakraftÞað vekur hins vegar athygli að ekki voru höfð uppi nein mótmæli gegn mannvirkinu. "Engin mótmæli, bara gleði," sagði fréttamaður norska ríkissjónvarpsins í frétt í síðasta mánuði en þar var því spáð að stíflan yrði aðdráttarafl ferðamanna. Jafnframt var rifjað upp að sambærileg stífla hefði ekki verið byggð í Noregi frá því Alta-virkjunin reis fyrir þrjátíu árum. Hörð mótmæli gegn Alta-stíflunni mörkuðu tímamót í réttindabaráttu Sama og náttúruvernd á öllum Norðurlöndunum og eru talin hafa stuðlað að nýrri löggjöf, svo sem um umhverfismat og upplýsingaskyldu stjórnvalda.Sarvsfoss-stíflan fyrir páska þegar lónsfylling var nýhafin.Mynd/Kruse Smith.Þessi nýjasta virkjun Noregs hefði hins vegar ekki verið byggð ef ekki hefðu komið til ný orkulög sem hin rauðgræna ríkisstjórn Stoltenbergs setti fyrir þremur árum um svokölluð græn orkuskírteini. Þau niðurgreiða endurnýjanlega orkugjafa og hafa hleypt miklum krafti í virkjanaframkvæmdir í landinu. Samkvæmt úttekt þarlends háskóla eru nú uppi áform um að virkja tuttugu teravattstundir til viðbótar í Noregi á næstu sex árum. Það er næstum tvöfalt meira vatnsafl en búið er virkja á Íslandi. Viðbót 13. maí kl. 12. „Það voru engin mótmæli eða mótmælaaðgerðir í tengslum við þessa uppbyggingu,“ sagði Reidar Ove Mork, framkvæmdastjóri hjá Otra Kraft, sem rekur virkjunina. „Þvert á móti voru þetta aðallega jákvæð viðbrögð, bæði frá tveimur viðkomandi sveitarfélögum og viðkomandi landeigendum. Við náðum ásættanlegum samningum við bæði sveitarfélögin og landeigendur, um skilmála vegna inngripa og áhrifa,“ sagði Reidar Mork í svari við fyrirspurn fréttastofu.
Tengdar fréttir Norðmenn virkja meira, nýjasta stíflan 50 m há Tími stórvirkjana er liðinn, sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í áramótaávarpi árið 2001. Það reyndist ekki alveg rétt. 21. apríl 2014 14:30 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Norðmenn virkja meira, nýjasta stíflan 50 m há Tími stórvirkjana er liðinn, sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í áramótaávarpi árið 2001. Það reyndist ekki alveg rétt. 21. apríl 2014 14:30