Eigendur skemmtiferðaskipa veðja á Kína Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 16:45 Skemmtiferðaskip í kínverskri höfn. news.xinhuanet.com Efnuðu fólki í Kína fer mikið fjölgandi og ferðlög kínverja að sama skapi. Á þessu hafa eigendur skemmtiferðaskipa áttað sig og því leggja mörg þeirra nú úr höfn frá Kína. Svo hratt gerast hlutirnir í Kína nú að búist er við því að Kína verði næst stærsti markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip á eftir Bandaríkjunum strax árið 2017. Enn er vöxtur á markaði fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu og Bandaríkjunum, en vöxturinn er miklu hraðari í Kína. Stærsta fyrirtæki heims í rekstri skemmtiferðaskipa, Carnival, sem gerir út 100 slík skip ætlar að reka 4 þeirra frá heimahöfnum í Kína á næsta ári. Annað stórt fyrirtæki í bransanum, Asian Cruise Association, væntir þess að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Asíu muni þrefaldast fyrir árið 2020 og nær helmingur þess verði frá Kína. Royal Caribbean, sem einnig er geysistórt fyrirtæki á þessum markaði, kom mörgum á óvart um daginn er það tilkynnti um að nýjasta skip þess yrði rekið frá Kína frá og með þessum mánuði. Hingað til hafa skipafélögin helst notað eldri skip úr flota sínum til að þjóna markaðnum í Kína. Eitt af því sem að rekstraraðilum skemmtiferðaskipanna þarf að lærast varðandi framboð sitt á siglingum frá Kína er að bjóða frekar styttri ferðir en langar þar sem kínverjum er alla jafna úthlutað styttri leyfum frá vinnu en í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þarf að breyta þjónustunni um borð og meðal annars að hafa sushi staði, eins og Carnival hefur nú þegar gert á einu skipa sinna. Markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Ástralíu hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 20% á hverju ári og eru eigendur skemmtiferðaskipa einnig að bregðast við því og gera út mörg þeirra þaðan. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Efnuðu fólki í Kína fer mikið fjölgandi og ferðlög kínverja að sama skapi. Á þessu hafa eigendur skemmtiferðaskipa áttað sig og því leggja mörg þeirra nú úr höfn frá Kína. Svo hratt gerast hlutirnir í Kína nú að búist er við því að Kína verði næst stærsti markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip á eftir Bandaríkjunum strax árið 2017. Enn er vöxtur á markaði fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu og Bandaríkjunum, en vöxturinn er miklu hraðari í Kína. Stærsta fyrirtæki heims í rekstri skemmtiferðaskipa, Carnival, sem gerir út 100 slík skip ætlar að reka 4 þeirra frá heimahöfnum í Kína á næsta ári. Annað stórt fyrirtæki í bransanum, Asian Cruise Association, væntir þess að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Asíu muni þrefaldast fyrir árið 2020 og nær helmingur þess verði frá Kína. Royal Caribbean, sem einnig er geysistórt fyrirtæki á þessum markaði, kom mörgum á óvart um daginn er það tilkynnti um að nýjasta skip þess yrði rekið frá Kína frá og með þessum mánuði. Hingað til hafa skipafélögin helst notað eldri skip úr flota sínum til að þjóna markaðnum í Kína. Eitt af því sem að rekstraraðilum skemmtiferðaskipanna þarf að lærast varðandi framboð sitt á siglingum frá Kína er að bjóða frekar styttri ferðir en langar þar sem kínverjum er alla jafna úthlutað styttri leyfum frá vinnu en í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þarf að breyta þjónustunni um borð og meðal annars að hafa sushi staði, eins og Carnival hefur nú þegar gert á einu skipa sinna. Markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Ástralíu hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 20% á hverju ári og eru eigendur skemmtiferðaskipa einnig að bregðast við því og gera út mörg þeirra þaðan.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira