„Hver á núna að passa barnið mitt?“ Valdimar Víðisson skrifar 20. maí 2014 10:13 Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir í tvö ár. Grunnskólakennarar hafa beðið þolinmóðir eftir launaleiðréttingu og viðurkenningu á því mikla álagi sem fylgir þessu starfi. Því miður þurftu grunnskólakennarar að grípa til vinnustöðvunar. Fyrsta vinnustöðvunin var 15. maí, önnur vinnustöðvunin hefur verið boðuð 21. maí og þriðja vinnustöðvunin 27. maí. Vonandi tekst að semja áður en til þess kemur. Samkvæmt formanni félags grunnskólakennara þá þokast í rétta átt og það er vel. Umræðan um þessa vinnustöðvun hefur verið sáralítil, fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á þessum aðgerðum, sjálfsagt af því að hér er um að ræða stétt sem vinnur með fólk en ekki peninga. Ég hef fengið símtöl frá fólki sem veit ekki af því að það eru boðaðir þrír dagar í vinnustöðvun. Einhverjir hafa látið það út úr sér að það sé skipulagsdagur í grunnskólum Hafnarfjarðar og því skiptir þetta ekki öllu og sumir tala um að það séu vandræði á heimilinu því nú veit fólk ekki hver á að „passa“ barnið þeirra. Hvar er umræðan um það álag sem fylgir starfinu? Hvar er umræðan um að meðallaun kennara séu um 320.000 kr. og það fyrir skatt? Hvar er umræðan um þau fjölmörgu verkefni sem hafa færst yfir á kennara síðustu ár án þess að launin hafi hækkað? Þessi vinnustöðvun hefur áhrif á rúmlega 42.000 grunnskólanemendur og snertir allflest heimili með einum eða öðrum hætti. Afleiðingarnar eru þær að nemendur missa úr daga, kennarar missa úr daga til að skipuleggja námsmat, stjórnendur missa kennara úr vinnu varðandi skólanámskrá og skipulag næsta skólaárs og svona mætti lengi telja. Kennari í fullu starfi skilar rúmlega 42 klst. í vinnu í hverri viku. Vinnuvikan hjá öðrum eru 40 klst. Með þessum „umfram“ tíma eru kennarar að vinna af sér jólaleyfi og páskaleyfi. Yfir sumartímann eiga kennarar að sinna yfir 100 klst. í endurmenntun. En umræðan er ekki um þessa miklu vinnu kennara, hún er um það að kennarar eiga svo gott frí. Það er kominn tími til að snúa umræðunni við. Það er kominn tími til að sýna kennurum stuðning í sinni baráttu. Þeir þurfa hærri laun. Ég efast um að aðrar starfsstéttir gætu sætt sig við aukið álag og fleiri verkefni en með sömu laun. Góður kennari skiptir gífurlega miklu máli fyrir skólagöngu barna. Fyrir nokkrum árum útskrifuðust tugir kennara á hverju vori, í vor útskrifast 20 kennarar frá Háskóla Íslands. Ef það verður ekki breyting á kjörum kennara þá kvíði ég framtíð grunnskólans. Forgangsröðunin er svo röng, við þurfum að fjárfesta í menntun, það skilar sér svo margfalt tilbaka. Horfum fram á veginn, leiðréttum kjör kennara og viðurkennum það gífurlega mikla álag sem fylgir þessu starfi. Áfram kennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir í tvö ár. Grunnskólakennarar hafa beðið þolinmóðir eftir launaleiðréttingu og viðurkenningu á því mikla álagi sem fylgir þessu starfi. Því miður þurftu grunnskólakennarar að grípa til vinnustöðvunar. Fyrsta vinnustöðvunin var 15. maí, önnur vinnustöðvunin hefur verið boðuð 21. maí og þriðja vinnustöðvunin 27. maí. Vonandi tekst að semja áður en til þess kemur. Samkvæmt formanni félags grunnskólakennara þá þokast í rétta átt og það er vel. Umræðan um þessa vinnustöðvun hefur verið sáralítil, fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á þessum aðgerðum, sjálfsagt af því að hér er um að ræða stétt sem vinnur með fólk en ekki peninga. Ég hef fengið símtöl frá fólki sem veit ekki af því að það eru boðaðir þrír dagar í vinnustöðvun. Einhverjir hafa látið það út úr sér að það sé skipulagsdagur í grunnskólum Hafnarfjarðar og því skiptir þetta ekki öllu og sumir tala um að það séu vandræði á heimilinu því nú veit fólk ekki hver á að „passa“ barnið þeirra. Hvar er umræðan um það álag sem fylgir starfinu? Hvar er umræðan um að meðallaun kennara séu um 320.000 kr. og það fyrir skatt? Hvar er umræðan um þau fjölmörgu verkefni sem hafa færst yfir á kennara síðustu ár án þess að launin hafi hækkað? Þessi vinnustöðvun hefur áhrif á rúmlega 42.000 grunnskólanemendur og snertir allflest heimili með einum eða öðrum hætti. Afleiðingarnar eru þær að nemendur missa úr daga, kennarar missa úr daga til að skipuleggja námsmat, stjórnendur missa kennara úr vinnu varðandi skólanámskrá og skipulag næsta skólaárs og svona mætti lengi telja. Kennari í fullu starfi skilar rúmlega 42 klst. í vinnu í hverri viku. Vinnuvikan hjá öðrum eru 40 klst. Með þessum „umfram“ tíma eru kennarar að vinna af sér jólaleyfi og páskaleyfi. Yfir sumartímann eiga kennarar að sinna yfir 100 klst. í endurmenntun. En umræðan er ekki um þessa miklu vinnu kennara, hún er um það að kennarar eiga svo gott frí. Það er kominn tími til að snúa umræðunni við. Það er kominn tími til að sýna kennurum stuðning í sinni baráttu. Þeir þurfa hærri laun. Ég efast um að aðrar starfsstéttir gætu sætt sig við aukið álag og fleiri verkefni en með sömu laun. Góður kennari skiptir gífurlega miklu máli fyrir skólagöngu barna. Fyrir nokkrum árum útskrifuðust tugir kennara á hverju vori, í vor útskrifast 20 kennarar frá Háskóla Íslands. Ef það verður ekki breyting á kjörum kennara þá kvíði ég framtíð grunnskólans. Forgangsröðunin er svo röng, við þurfum að fjárfesta í menntun, það skilar sér svo margfalt tilbaka. Horfum fram á veginn, leiðréttum kjör kennara og viðurkennum það gífurlega mikla álag sem fylgir þessu starfi. Áfram kennarar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun