RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 11:30 Halldór greiddi atkvæði sitt í Laugardalshöllinni fyrr í dag. Vísir/Pjetur „Kjördagur leggst alltaf vel í mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Alveg sama hverjar niðurstöðurnar verða, þá eru svo mikil forréttindi að búa í frjálsu samfélagi þar sem við útkljáum málin reglulega með kosningum.“ Hann segir að þrátt fyrir snarpa innkomu sína í kosningabaráttuna sé ekki margt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. „Ég held að það sé alltaf eitthvað,“ segir Halldór. „En í heildina tekið held ég að við höfum gert flestallt rétt. Við unnum með aðkomu mjög margra góða stefnu. Frjálslynda, hægrisinnaða stefnu. Það má segja að kosningarnar hefðu kannski mátt snúast meira um öll stefnumál. Kosningar vilja stundum þróast út í að snúast um eitt eða tvö mál og það hefur svolítið gerst í þessari kosningabaráttu.“ Hann kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst vanta frá meðframbjóðendum okkar að þau hafi verið rædd nógu mikið, velt fram og til baka, hverjir eru kostir og gallar þessara hugmynda? Eins og við höfum verið að segja að það eru ekki góðar hugmyndir í húsnæðismálum hjá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eru raunar mjög vondar hugmyndir. Ég hefði viljað fá til baka meiri rökstuðning frá þeim. Svo finnst mér alveg vanta inn í þessa kosningabaráttu umræðu um málefni aldra.“ Hann segist ekki telja að veðrið í dag setji strik í reikninginn í kosningunum. „Þetta er nú ekki þannig veður held ég,“ segir hann. „Á svo ekki að lagast þegar það líður á daginn? Ég vona það að kjörsókn verði góð og við njótum bara dagsins.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Kjördagur leggst alltaf vel í mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Alveg sama hverjar niðurstöðurnar verða, þá eru svo mikil forréttindi að búa í frjálsu samfélagi þar sem við útkljáum málin reglulega með kosningum.“ Hann segir að þrátt fyrir snarpa innkomu sína í kosningabaráttuna sé ekki margt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. „Ég held að það sé alltaf eitthvað,“ segir Halldór. „En í heildina tekið held ég að við höfum gert flestallt rétt. Við unnum með aðkomu mjög margra góða stefnu. Frjálslynda, hægrisinnaða stefnu. Það má segja að kosningarnar hefðu kannski mátt snúast meira um öll stefnumál. Kosningar vilja stundum þróast út í að snúast um eitt eða tvö mál og það hefur svolítið gerst í þessari kosningabaráttu.“ Hann kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst vanta frá meðframbjóðendum okkar að þau hafi verið rædd nógu mikið, velt fram og til baka, hverjir eru kostir og gallar þessara hugmynda? Eins og við höfum verið að segja að það eru ekki góðar hugmyndir í húsnæðismálum hjá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eru raunar mjög vondar hugmyndir. Ég hefði viljað fá til baka meiri rökstuðning frá þeim. Svo finnst mér alveg vanta inn í þessa kosningabaráttu umræðu um málefni aldra.“ Hann segist ekki telja að veðrið í dag setji strik í reikninginn í kosningunum. „Þetta er nú ekki þannig veður held ég,“ segir hann. „Á svo ekki að lagast þegar það líður á daginn? Ég vona það að kjörsókn verði góð og við njótum bara dagsins.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira