Rösklega fimmtán þúsund manns höfðu kosið utan kjörfundar á landinu öllu í gærkvöldi, vegna sveitarstjórnarkosninganna á morgun. Þar af hafði liðlega helmingur kosið í Reykjavík, sem er heldur hærra hlutfall en fyrr í vikunni.
Spáð er hæglætis veðri á kjördag, en abúast má við einhverri rigningu víðast hvar á landinu nema á norðaustur horninu. Hiti verður frá átta stigum upp í 12 stig.
