Kaupa búnað til að greina kaldhæðni á netinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2014 14:09 Þessi tækni mun eflaust slá í gegn hjá hinum kaldhæðnu á netinu. Mynd/getty Leyniþjónusta Bandaríkjanna fyrirhugar að festa kaup á hugbúnaði sem meðal annars greinir kaldhæðni á samfélagsmiðlum. Frá þessu greinir Washington Post. Löggæsluyfirvöld hafa á síðustu árum lagt í ríkari mæli áherslu á að fylgjast með hegðun fólks á netinu, sérstaklega á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, með það að markmið að sporna við glæpum og hafa hendur í hári glæpamanna. Leyniþjónusta óskaði eftir tilboðum í hugbúnaðinn nú á mánudag og mun útboðið standa yfir í eina viku. Það getur þó reynst þrautin þyngri að greina kaldhæðni í rituðu máli og hafa sérfræðingar áhyggjur af því þetta útspil bandarískra yfirvalda stríði gegn mál- og ritfrelsi í landinu. Ætla þeir að þessi tækni geti réttlætt handtökur sem byggja á veikum grun um mögulegar hótanir sem fólk birtir í gamni sínu á spjallborðum heimsins. Fólk þarf því að hugsa sig tvisvar um áður en það birtir nokkuð sem gæti jaðrað við kaldhæðni eða glens á netinu framvegis. Á síðustu árum hafa margir komist í hann krappann fyrir kímnigáfu sína á netinu. Unglingur í Texas var handtekinn í fyrra fyrir að hafa sagt í athugasemd á Facebook að hann hyggðist „hefja skothríð í fullum skóla af börnum“ og hollenskur tístari komst í kast við lögin þegar hann sendi sprengjuhótun í gríni á flugfélagið American Airlines.Talsmaður leyniþjónstunnar segir að tæknin eigi einmitt að koma í veg fyrir það að fólki sé kastað í steininn fyrir það eitt að vera „ólöglega fyndið“. Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Sjá meira
Leyniþjónusta Bandaríkjanna fyrirhugar að festa kaup á hugbúnaði sem meðal annars greinir kaldhæðni á samfélagsmiðlum. Frá þessu greinir Washington Post. Löggæsluyfirvöld hafa á síðustu árum lagt í ríkari mæli áherslu á að fylgjast með hegðun fólks á netinu, sérstaklega á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, með það að markmið að sporna við glæpum og hafa hendur í hári glæpamanna. Leyniþjónusta óskaði eftir tilboðum í hugbúnaðinn nú á mánudag og mun útboðið standa yfir í eina viku. Það getur þó reynst þrautin þyngri að greina kaldhæðni í rituðu máli og hafa sérfræðingar áhyggjur af því þetta útspil bandarískra yfirvalda stríði gegn mál- og ritfrelsi í landinu. Ætla þeir að þessi tækni geti réttlætt handtökur sem byggja á veikum grun um mögulegar hótanir sem fólk birtir í gamni sínu á spjallborðum heimsins. Fólk þarf því að hugsa sig tvisvar um áður en það birtir nokkuð sem gæti jaðrað við kaldhæðni eða glens á netinu framvegis. Á síðustu árum hafa margir komist í hann krappann fyrir kímnigáfu sína á netinu. Unglingur í Texas var handtekinn í fyrra fyrir að hafa sagt í athugasemd á Facebook að hann hyggðist „hefja skothríð í fullum skóla af börnum“ og hollenskur tístari komst í kast við lögin þegar hann sendi sprengjuhótun í gríni á flugfélagið American Airlines.Talsmaður leyniþjónstunnar segir að tæknin eigi einmitt að koma í veg fyrir það að fólki sé kastað í steininn fyrir það eitt að vera „ólöglega fyndið“.
Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Sjá meira