Google fjárfestir í 180 gervitunglum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júní 2014 11:04 Visir/afp Tæknirisinn Google fyrirhugar að fjárfesta í 180 gervihnöttum til að bæta aðgengi heimsbyggðarinnar að internetinu. Þetta kemur fram í frétt Tech Times um málið. Áætlaður kostnaður við kaupin er talinn hlaupa á bilinu einum til þremur milljörðum bandaríkjadala eða 115 til 345 milljörðum íslenskra króna. Gervitunglin munu koma til með að vera á sporbaug um jörðina í minni hæð en önnur gervitungl. Samkvæmt talskonu Google hefur einungis þriðjungur jarðarbúa aðgang að internetinu, þrátt fyrir að það auðveldi daglegt líf manna svo um munar. Rétt eins og keppinautur fyrirtækisins, Facebook, reynir Google nú fullum fetum að auka internetnotkun heimsbyggðarinnar og hafa þau í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að vanþróaðri ríkjum heimsins. Markmiðið er að veraldarvefurinn geti loks farið að bera nafn með rentu. Fyrir ári síðan kynnti Google til sögunnar Project Loon verkefnið sem byggði á notkun sólarorkuknúinna blaðra með það að markmiði að bæta internetaðgengi heimsins en lækkandi gervihnattakostnaður hefur beint fyrirtækinu á fyrrgreinda fjárfestingarbraut. Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tæknirisinn Google fyrirhugar að fjárfesta í 180 gervihnöttum til að bæta aðgengi heimsbyggðarinnar að internetinu. Þetta kemur fram í frétt Tech Times um málið. Áætlaður kostnaður við kaupin er talinn hlaupa á bilinu einum til þremur milljörðum bandaríkjadala eða 115 til 345 milljörðum íslenskra króna. Gervitunglin munu koma til með að vera á sporbaug um jörðina í minni hæð en önnur gervitungl. Samkvæmt talskonu Google hefur einungis þriðjungur jarðarbúa aðgang að internetinu, þrátt fyrir að það auðveldi daglegt líf manna svo um munar. Rétt eins og keppinautur fyrirtækisins, Facebook, reynir Google nú fullum fetum að auka internetnotkun heimsbyggðarinnar og hafa þau í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að vanþróaðri ríkjum heimsins. Markmiðið er að veraldarvefurinn geti loks farið að bera nafn með rentu. Fyrir ári síðan kynnti Google til sögunnar Project Loon verkefnið sem byggði á notkun sólarorkuknúinna blaðra með það að markmiði að bæta internetaðgengi heimsins en lækkandi gervihnattakostnaður hefur beint fyrirtækinu á fyrrgreinda fjárfestingarbraut.
Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira