Gunnar Einarsson verður áfram bæjarstjóri Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júní 2014 13:48 Gunnar Einarsson hefur verið bæjarstjóri í níu ár. Gunnar Einarsson mun halda áfram sem bæjarstjóri Garðabæjar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ fékk hreinan meirihluta. Gunnar var í áttunda sæti lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ 63,5% og 47,2% á Álftanesi. Í nýafstöðnum kosningum fékk flokkurinn 58,8%. „Já, ef við skoðum úrslitin í samræmi við gengi flokkanna í báðum sveitarfélögum kemur í ljós að við höldum okkar fylgi,“ segir Gunnar. Gunnar rifjar upp erfið mál á síðasta kjörtímabili, til dæmis sameiningu sveitarfélaganna tveggja og staðsetningu nýs Álftanesvegar. Hann telur það fínan árangur að hafa haldið því fylgi sem flokkurinn var með í sveitarfélögunum tveimur. „Það er greinilegt að meirihluti Garðbæinga var ánægður með störf okkar og við erum þakklát fyrir það. Við ætlum því bara að halda áfram okkar góða starfi. Við gáfum út 90 fyrirheit fyrir kosningar. Við byrjum strax á því að vinna í að efna þau. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 19. júní og við erum bara tilbúin.“ Gunnar tók áttunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til þess að stilla til friðar innan flokksins. Uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sætið á nokkuð umdeildum lista. Þrír reyndir bæjarfulltrúar voru neðarlega á lista og voru ósáttir við það. Þeir Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson þáðu ekki tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sæti listans, enda sóttust þeir eftir því að halda starfi sínu í bæjarstjórn áfram. Sturla Þorsteinsson átti upphaflega að vera í áttunda sæti listans, en Gunnar bauðst til þess að fara í það sæti og var Sturlu boðið sjöunda sætið á listanum sem hann þáði og komst inn í bæjarstjórn. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Gunnar Einarsson mun halda áfram sem bæjarstjóri Garðabæjar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ fékk hreinan meirihluta. Gunnar var í áttunda sæti lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ 63,5% og 47,2% á Álftanesi. Í nýafstöðnum kosningum fékk flokkurinn 58,8%. „Já, ef við skoðum úrslitin í samræmi við gengi flokkanna í báðum sveitarfélögum kemur í ljós að við höldum okkar fylgi,“ segir Gunnar. Gunnar rifjar upp erfið mál á síðasta kjörtímabili, til dæmis sameiningu sveitarfélaganna tveggja og staðsetningu nýs Álftanesvegar. Hann telur það fínan árangur að hafa haldið því fylgi sem flokkurinn var með í sveitarfélögunum tveimur. „Það er greinilegt að meirihluti Garðbæinga var ánægður með störf okkar og við erum þakklát fyrir það. Við ætlum því bara að halda áfram okkar góða starfi. Við gáfum út 90 fyrirheit fyrir kosningar. Við byrjum strax á því að vinna í að efna þau. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 19. júní og við erum bara tilbúin.“ Gunnar tók áttunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til þess að stilla til friðar innan flokksins. Uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sætið á nokkuð umdeildum lista. Þrír reyndir bæjarfulltrúar voru neðarlega á lista og voru ósáttir við það. Þeir Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson þáðu ekki tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sæti listans, enda sóttust þeir eftir því að halda starfi sínu í bæjarstjórn áfram. Sturla Þorsteinsson átti upphaflega að vera í áttunda sæti listans, en Gunnar bauðst til þess að fara í það sæti og var Sturlu boðið sjöunda sætið á listanum sem hann þáði og komst inn í bæjarstjórn. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira