Íris Dögg varði tvö víti og kom Fylki í undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2014 20:48 Íris Dögg Gunnarsdóttir Vísir/Daníel Íris Dögg Gunnarsdóttir var hetja Pepsi-deildar liðs Fylkis í kvöld þegar hún varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni þegar Fylkir sló 1. deildarlið KR út úr átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Fylkir og KR gerðu 2-2 jafntefli í leiknum sjálfum en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Það er óhætt að segja að vítin hafi verið í aðalhlutverki í leiknum því þrjú af fjórum mörkum leiksins komu af vítapunktinum og úrslitin réðust síðan í vítakeppni. Fylkisliðið vann vítakeppnina 3-2 en KR-liðið klikkaði á þremur vítum og Fylkir einni. Íris Dögg varði víti frá Sigríði Maríu Sigurðardóttur og Söru Lissy Chontosh en KR skaut yfir úr einu víta sinna. Fyrr í kvöld komst Stjarnan einnig í undanúrslit en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram á morgun þegar Valur tekur á móti Breiðbliki og Eyjakonur fara í heimsókn á Selfoss. Margrét María Hólmarsdóttir skoraði bæði mörk KR úr vítaspyrnum en þetta voru fyrstu mörkin sem Íris Dögg Gunnarsdóttir fær á sig síðan að Fylkir samdi við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg hafði haldið marki sínu hreinu í 436 mínútur í deild og bikar þegar hún fékk á sig fyrra markið. Anna Björg Björnsdóttir kom Fylki í 1-0 með marki úr víti á 10. mínútu en Margrét María jafnaði metin úr öðru víti á 74. mínútu. Anna Björg fékk annað víti á 80. mínútu en tókst ekki að skora úr því. Leikurinn endaði 1-1 og því þurfti að framlengja leikinn. Margrét María kom KR yfir úr öðru víti sínu í leiknum á 100. mínútu en Ruth Þórðar Þórðardóttir tryggði Fylki vítaspyrnukeppni þegar hún jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Upplýsingar um markaskorara og gang mála í leiknum eru fengnar frá fótboltavefsíðunni fótbolti.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur fyrstar inn í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár Íslandsmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta eftir 6-0 stórsigur á 1. deildarliði Þróttar á Valbjarnarvelli. 27. júní 2014 19:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Varnarmúr Fylkis heldur enn. 24. júní 2014 16:23 Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30 Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Íris Dögg Gunnarsdóttir var hetja Pepsi-deildar liðs Fylkis í kvöld þegar hún varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni þegar Fylkir sló 1. deildarlið KR út úr átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Fylkir og KR gerðu 2-2 jafntefli í leiknum sjálfum en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Það er óhætt að segja að vítin hafi verið í aðalhlutverki í leiknum því þrjú af fjórum mörkum leiksins komu af vítapunktinum og úrslitin réðust síðan í vítakeppni. Fylkisliðið vann vítakeppnina 3-2 en KR-liðið klikkaði á þremur vítum og Fylkir einni. Íris Dögg varði víti frá Sigríði Maríu Sigurðardóttur og Söru Lissy Chontosh en KR skaut yfir úr einu víta sinna. Fyrr í kvöld komst Stjarnan einnig í undanúrslit en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram á morgun þegar Valur tekur á móti Breiðbliki og Eyjakonur fara í heimsókn á Selfoss. Margrét María Hólmarsdóttir skoraði bæði mörk KR úr vítaspyrnum en þetta voru fyrstu mörkin sem Íris Dögg Gunnarsdóttir fær á sig síðan að Fylkir samdi við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg hafði haldið marki sínu hreinu í 436 mínútur í deild og bikar þegar hún fékk á sig fyrra markið. Anna Björg Björnsdóttir kom Fylki í 1-0 með marki úr víti á 10. mínútu en Margrét María jafnaði metin úr öðru víti á 74. mínútu. Anna Björg fékk annað víti á 80. mínútu en tókst ekki að skora úr því. Leikurinn endaði 1-1 og því þurfti að framlengja leikinn. Margrét María kom KR yfir úr öðru víti sínu í leiknum á 100. mínútu en Ruth Þórðar Þórðardóttir tryggði Fylki vítaspyrnukeppni þegar hún jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Upplýsingar um markaskorara og gang mála í leiknum eru fengnar frá fótboltavefsíðunni fótbolti.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur fyrstar inn í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár Íslandsmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta eftir 6-0 stórsigur á 1. deildarliði Þróttar á Valbjarnarvelli. 27. júní 2014 19:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Varnarmúr Fylkis heldur enn. 24. júní 2014 16:23 Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30 Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Stjörnukonur fyrstar inn í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár Íslandsmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta eftir 6-0 stórsigur á 1. deildarliði Þróttar á Valbjarnarvelli. 27. júní 2014 19:18
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Varnarmúr Fylkis heldur enn. 24. júní 2014 16:23
Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00
Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30