Tiger hlýtur virt útflutningsverðlaun Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júlí 2014 12:52 Henrik prins stendur hér í miðjunni og Christian Mariager er lengst til hægri. Dómnefnd fyrir Verðlaun Frederik IX Danakonungs hefur sæmt Zebra A/S, eiganda verslunarkeðjunnar Tiger, heiðursverðlaunum fyrir framúrskarandi árangur á dönskum útflutningi. Tiger er í dag í yfir 20 löndum og opnar í hverri viku 2-3 nýjar búðir. Við val nefndarinnar á Tiger, tók nefndin til greina að vörur Tiger eru ekki einungis vinsælar vegna þess að þær eru hagnýtar og skemmtilegar en einnig vegna danskrar ímyndar þeirra, sem viðskiptavinir um heim allan tengja við danska hönnun, arkitektúr, sögu og dönsk gildi. Verðlaunin voru afhent af Hans hátign, Henrik prins, eiginmanni Margrétar Danadrottningar, sem einnig er formaður nefndarinnar og Útflutningsráð Danmerkur hafði yfirumsjón með verðlaununum. Danska verslunarráðið tilnefndi Zebra til verðlaunanna. „Okkur er mikill heiður að taka við heiðursverðlaunum Friðriks IX og erum afar stolt. Þetta eru verðlaun sem munu án efa hjálpa okkur að opna dyr að nýjum mörkuðum," segir Christian Mariager, forstjóri Zebra, þegar hann tók við verðlaununum. „Með 66 verslanir í Danmörku er Tiger orðinn eðlilegur hluti af daglegu lífi Dana og bæjarmynd borga og bæja. Ég túlka ákvörðun dómnefndarinnar sem staðfestingu á því að okkur hefur ekki bara tekist að selja hönnunarvörur til Dana - við breiðum líka út stóran mikilvægan hluta af danskri menningu um allan heim. Þannig vinnum við dýrmæta vinnu í að vekja athygli á Danmörku og danskri hönnun,“ segir Mariager. Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Dómnefnd fyrir Verðlaun Frederik IX Danakonungs hefur sæmt Zebra A/S, eiganda verslunarkeðjunnar Tiger, heiðursverðlaunum fyrir framúrskarandi árangur á dönskum útflutningi. Tiger er í dag í yfir 20 löndum og opnar í hverri viku 2-3 nýjar búðir. Við val nefndarinnar á Tiger, tók nefndin til greina að vörur Tiger eru ekki einungis vinsælar vegna þess að þær eru hagnýtar og skemmtilegar en einnig vegna danskrar ímyndar þeirra, sem viðskiptavinir um heim allan tengja við danska hönnun, arkitektúr, sögu og dönsk gildi. Verðlaunin voru afhent af Hans hátign, Henrik prins, eiginmanni Margrétar Danadrottningar, sem einnig er formaður nefndarinnar og Útflutningsráð Danmerkur hafði yfirumsjón með verðlaununum. Danska verslunarráðið tilnefndi Zebra til verðlaunanna. „Okkur er mikill heiður að taka við heiðursverðlaunum Friðriks IX og erum afar stolt. Þetta eru verðlaun sem munu án efa hjálpa okkur að opna dyr að nýjum mörkuðum," segir Christian Mariager, forstjóri Zebra, þegar hann tók við verðlaununum. „Með 66 verslanir í Danmörku er Tiger orðinn eðlilegur hluti af daglegu lífi Dana og bæjarmynd borga og bæja. Ég túlka ákvörðun dómnefndarinnar sem staðfestingu á því að okkur hefur ekki bara tekist að selja hönnunarvörur til Dana - við breiðum líka út stóran mikilvægan hluta af danskri menningu um allan heim. Þannig vinnum við dýrmæta vinnu í að vekja athygli á Danmörku og danskri hönnun,“ segir Mariager.
Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira