Afbókaði bæði í flug MH17 og MH370 Randver Kári Randversson skrifar 22. júlí 2014 14:14 Flug MH 17 fer frá Schiphol flugvelli í Amsterdam 17. júlí sl. Vísir/AFP Það hefur vakið athygli hve lánsamur hollenski hjólreiðakappinn Maarten de Jonge hefur verið á undanförnum mánuðum. Á vef Independent er sagt frá því að De Jonge hafi átt bókað flug bæði með flugi MH370 Malaysia Airlines, sem hvarf þann 7. mars á leið frá Malasíu til Kína , og flugi MH17 sem fórst yfir Úkraínu í síðustu viku, en afbókað í bæði skiptin. De Jonge er atvinnumaður í hjólreiðum og ferðast mikið þar sem hann tekur þátt í hjólreiðakeppnum víða um heim. Í viðtali við hollenska sjónvarpsstöð segir hann frá því að hann hafi ætlað að fljúga með MH370, til að taka þátt í hjólreiðakeppni í Taívan. Hann hafi hins vegar ákveðið að taka annað flug til þess að komast hjá því að millilenda í Peking. Þar sem hann hafi skipt um flug á síðustu stundu, þá hafi hann meira að segja talað við nokkra farþega sem voru að bíða eftir að fara um borð í MH370 á flugvellinum. Jafnframt átti hann að fljúga með MH17 frá Amsterdam til Kuala Lumpur í síðustu viku en hætti snögglega við og ákvað að taka annað flug, sem fer frá Frankfurt í dag, vegna þess að það hafi verið ódýrara. Af virðingu við þá sem létust hyggst de Jonge ekki veita fleiri viðtöl og vill ekki vekja frekari athygli á sögu sinni. Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni segir hann að sín reynsla sé ekkert í samanburði í við það sem svo margir aðrir gangi nú í gegnum. Hann vilji ekki að sín saga skyggi á nokkurn hátt á þann harmleik sem hafi dunið yfir í bæði skiptin sem hann hafi hætt við flug hjá Malaysia Airlines. MH17 Tengdar fréttir Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54 Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Það hefur vakið athygli hve lánsamur hollenski hjólreiðakappinn Maarten de Jonge hefur verið á undanförnum mánuðum. Á vef Independent er sagt frá því að De Jonge hafi átt bókað flug bæði með flugi MH370 Malaysia Airlines, sem hvarf þann 7. mars á leið frá Malasíu til Kína , og flugi MH17 sem fórst yfir Úkraínu í síðustu viku, en afbókað í bæði skiptin. De Jonge er atvinnumaður í hjólreiðum og ferðast mikið þar sem hann tekur þátt í hjólreiðakeppnum víða um heim. Í viðtali við hollenska sjónvarpsstöð segir hann frá því að hann hafi ætlað að fljúga með MH370, til að taka þátt í hjólreiðakeppni í Taívan. Hann hafi hins vegar ákveðið að taka annað flug til þess að komast hjá því að millilenda í Peking. Þar sem hann hafi skipt um flug á síðustu stundu, þá hafi hann meira að segja talað við nokkra farþega sem voru að bíða eftir að fara um borð í MH370 á flugvellinum. Jafnframt átti hann að fljúga með MH17 frá Amsterdam til Kuala Lumpur í síðustu viku en hætti snögglega við og ákvað að taka annað flug, sem fer frá Frankfurt í dag, vegna þess að það hafi verið ódýrara. Af virðingu við þá sem létust hyggst de Jonge ekki veita fleiri viðtöl og vill ekki vekja frekari athygli á sögu sinni. Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni segir hann að sín reynsla sé ekkert í samanburði í við það sem svo margir aðrir gangi nú í gegnum. Hann vilji ekki að sín saga skyggi á nokkurn hátt á þann harmleik sem hafi dunið yfir í bæði skiptin sem hann hafi hætt við flug hjá Malaysia Airlines.
MH17 Tengdar fréttir Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54 Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58
Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00
Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54
Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15
Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35
Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12